sunnudagur, desember 19, 2004

ahh

Það var eitthvað svo ljúft að vakna í morgun. Tók mér alveg klukkutíma til að velta mér um og opna smám saman augun. Svo var kisa í svo miklu kúri stuði líka. Greyið Eiki vaknaði við vekjaraklukkuna í morgun og var rokinn af stað. Duglegur drengurinn.
Annars er það bara lærdómur í dag. Er ekkert allt of bjartsýn með þetta enda tók það góðan tíma að koma sér í stellingar eftir hörmungar síðustu viku. Djö að þurfa að lenda í þessu svona rétt fyrir prófin. En ég geri mitt besta og það verður ekki gert betur... nenni bara ekki að hafa þessi próf á bakinu.
Held samt að ég skreppi í eitt bíó eða svo í dag. Heiða og Angeles eru að fara á Sky Captain and the World of Tomorrow og mig langar með. Ástæðan fyrir að þessi mynd varð fyrir valinu er einungis út af Jude Law og ekkert annað. En ég ætla að sjá til... fer eftir duglegheitum þangað til.
ciao

Engin ummæli: