þriðjudagur, mars 30, 2004

ji

farið í loftið á morgun....

Alla vega er þessi helgi búin að vera frábær.
Fjörið byrjaði náttlega þegar við fórum á miðvikudaginn á Belle&Sebastian.
Fimmtudag skellti ég mér svo til Århus.
Á föstudaginn slóst í hópinn stuðboltinn "Anna-Lee Sarah" beint úr krufningu í Odense... enda hress. Við fórum öll svo ásamt Heiðu og Angeles í partý til Jespers bekkjarbróðir Eika. Þar var fullt af skrautlegu fólki. Meðal annars einn úr þáttinum Fab 5/Queer Eye for the Straight Guy... eða næstum því. Svo var náttúrulega endað niðri í bæ og hitt á Freysa, Erlu Súsönnu, Rakel og Bjarka. Þar slógu flestir í gegn. Eiki varð frægur íslenskur rappari, Gummi og Sara giftust, Angeles kanína og fleira og fleira.
Laugardagurinn fór í rólegheit og rölt. Elduðum góðan mat. Og verið að rifja upp gamlar sögur úr FB og fólk fór svo að týnast inn. Friðsemd var kölluð hinum ýmsu nöfnum til að byrja með og Jón aka Freyzi með zetu. Allt hreinn misskilningur. Það var bara super gaman og skömmu eftir miðnætti skelltum við okkur upp á 11. hæð og héldum áfram að djúsa þar með það var tekið á því í pool og fótboltaspili. Svo var farið í bæinn. Ég ákvað að vera eftir heima. Halda heilsu.
Brunch á sunnudeginum með Heiðu, Sindra, Védísi, Jóni og Friðsemd. Allir svona næstum því hressir. Strákarnir voru heima sofandi. Kvöddum Söru með tárum svo seinnipartinn. Og um kvöldmat eftir seinkun og meiri seinkun kom loksins Jói Jökull. Við skelltum okkur út að borða á Ítölskum og svo heim í hygge. Strákarnir fóru svo á mánudagsmorgun. Gummi og Hlynur til Íslands og Jói til Århus.
Þetta er búið að vera frábært. Og þið eruð alltaf velkomin aftur.
Ætla ég að benda á þessa myndasíðu hjá Gumma ef þið viljið sjá fleirri myndir.

Jæja nú fer að styttast í brottför eða annað kvöld og verður að segjast að maður er kominn með smá hnút í magann. Er reyndar ekki enn búin að pakka, er að þvo allar lufsunar núna og svo verður þetta hent í tösku á morgun.
Ég veit ekkert hvernig verður með internet og svona og hvort ég hafi yfirhöfuð einhvern aðgang.... men ef svo þá verður uppdeitað öðru hvoru hérna á síðunni. Ekki gera ráð fyrir miklum E-mail skrifum.
En alla vega... hafið þið það sem allra best og við heyrumst...
Ciao

Engin ummæli: