þriðjudagur, október 19, 2004

191004

Guðrún Ásta vinkona mín og Villi hennar eignuðust lítinn prins klukkan 01:37 í nótt. Hann er 15 merkur (3760 gr) og 52 cm. Allir sprækir.
Mér finnst eins og ég sé orðin frænka þar sem við Gunna höfum þekkst since forever og hún var nú hálfgerður heimalingur í Nýjabænum.

Ef það er einhver tími til að fá heimþrá þá er það núna. Tilhugsunin að ég geti ekki séð þau öll fyrr en eftir einhverja mánuði er óskemmtileg.

Til hamingju Gunna og Villi og Siggi og Dísa og Mási og Hildur og Óli og allir hinir
Knús og meira knús og kossar frá okkur á Solbakken. Love

Engin ummæli: