miðvikudagur, mars 31, 2004

Copenhagen-London-Pisa

Þá eru aðeins 3 tímar í brottför

Ciao... Bella...

þriðjudagur, mars 30, 2004

ji

farið í loftið á morgun....

Alla vega er þessi helgi búin að vera frábær.
Fjörið byrjaði náttlega þegar við fórum á miðvikudaginn á Belle&Sebastian.
Fimmtudag skellti ég mér svo til Århus.
Á föstudaginn slóst í hópinn stuðboltinn "Anna-Lee Sarah" beint úr krufningu í Odense... enda hress. Við fórum öll svo ásamt Heiðu og Angeles í partý til Jespers bekkjarbróðir Eika. Þar var fullt af skrautlegu fólki. Meðal annars einn úr þáttinum Fab 5/Queer Eye for the Straight Guy... eða næstum því. Svo var náttúrulega endað niðri í bæ og hitt á Freysa, Erlu Súsönnu, Rakel og Bjarka. Þar slógu flestir í gegn. Eiki varð frægur íslenskur rappari, Gummi og Sara giftust, Angeles kanína og fleira og fleira.
Laugardagurinn fór í rólegheit og rölt. Elduðum góðan mat. Og verið að rifja upp gamlar sögur úr FB og fólk fór svo að týnast inn. Friðsemd var kölluð hinum ýmsu nöfnum til að byrja með og Jón aka Freyzi með zetu. Allt hreinn misskilningur. Það var bara super gaman og skömmu eftir miðnætti skelltum við okkur upp á 11. hæð og héldum áfram að djúsa þar með það var tekið á því í pool og fótboltaspili. Svo var farið í bæinn. Ég ákvað að vera eftir heima. Halda heilsu.
Brunch á sunnudeginum með Heiðu, Sindra, Védísi, Jóni og Friðsemd. Allir svona næstum því hressir. Strákarnir voru heima sofandi. Kvöddum Söru með tárum svo seinnipartinn. Og um kvöldmat eftir seinkun og meiri seinkun kom loksins Jói Jökull. Við skelltum okkur út að borða á Ítölskum og svo heim í hygge. Strákarnir fóru svo á mánudagsmorgun. Gummi og Hlynur til Íslands og Jói til Århus.
Þetta er búið að vera frábært. Og þið eruð alltaf velkomin aftur.
Ætla ég að benda á þessa myndasíðu hjá Gumma ef þið viljið sjá fleirri myndir.

Jæja nú fer að styttast í brottför eða annað kvöld og verður að segjast að maður er kominn með smá hnút í magann. Er reyndar ekki enn búin að pakka, er að þvo allar lufsunar núna og svo verður þetta hent í tösku á morgun.
Ég veit ekkert hvernig verður með internet og svona og hvort ég hafi yfirhöfuð einhvern aðgang.... men ef svo þá verður uppdeitað öðru hvoru hérna á síðunni. Ekki gera ráð fyrir miklum E-mail skrifum.
En alla vega... hafið þið það sem allra best og við heyrumst...
Ciao

sunnudagur, mars 28, 2004

ja hérna...

Þetta er búið að vera frábær helgi.

föstudagur, mars 26, 2004

Tölvan að komast í lag...

Vantar eitthvað upp á. Endar með að hún verði straujuð.. held ég bara.
Gummi hetja og Hlynur aðstoðarhetja/áhorfendahetja komu á miðvikudaginn og fóru strax í að koma tölvunni í lag. Held það hafi verið meira svona þeirra vegna heldur en okkar vegna;)
En strax um kvöldið var skellt sér á tónleika með Belle&Sebastian og verður að segja að þetta var hrein snilld.
Þessi hljómsveit er ótrúleg á tónleikum sem og í spilaranum. Skemmtum okkur rosalega.
Annars var ég að koma heim eftir 24 tíma ferðalag til Aarhus og til baka að kíkja á sætu fínu stelpuna þeirra Brynju og Trausta.
Partý í kvöld. Partý á morgun. Flug á miðvikudag. Pisa here I come.

miðvikudagur, mars 17, 2004

Tölvan er biluð...

Helv... tölvan okkar er eitthvað að klikka hjá okkur... mig grunar að hún sé bara sýkt af vírusum... já í fleirtölu. Var að koma með hana til Heiðu og við ætlum að sjá hvað við getum gert fyrir hana seinna í dag.
Annars er voða lítið að frétta af okkur. Eiki er sveittur í verkefnavinnu í skólanum og svo er ég búin að vinna fullt í Novo og svo eigum við von á fullt af fólki og svo er ég farin. Ertu þá farin... ertu þá farin frá mér... hvar ertu núna.. hvert liggur þín leið....

Til hamingju með ammmælið í dag elsku mamma mín.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Jæja...

...þá er maður búinn að versla sér miða til Ítalíu og verður flogið af stað 31. mars

mánudagur, mars 08, 2004

Súpuferð Dauðans

Helgin var róleg og ekkert lítið fín. Við Eiki vorum bara á Solbakkanum að dúllast við íbúðina, hengja upp myndir og tiltekt. Hún verður að vera fín þar sem við eigum von á öllu þessu fólki í mars.
Við Eiki fórum á Along Came Polly á laugardagskvöldinu og skemmtum okkur konunglega. Phillip Seymour Hoffman var frábær í þessarri mynd og Jennifer Aniston fær plús í kladdann líka.
Svo á sunnudeginum horfði ég á formúluna og bakaði pönnsur fyrir kallinn sem sat sveittur að teikna þversnið af bjalka og styrktarbitum í brúm. Friðsemd kíkti í pönnsur og svo fórum við á smá rölt niður í bæ og fengum okkur eina kók á kaffihúsi.

Svo kom súpuferðin. Eftir bæjarrölt með Friðsemd og nóg af AutoCAD hjá Eika ákváðum við hjónin að skella okkur á kaffihúsið Det Gule Hus á Istedgade til að fá okkur súpu. Ég smakkaði nefnilega súpuna þeirra fyrir ekki svo löngu síðan og hún var æði! Eftir strætó, hraðbanka og strætó (reyndar mjög stutt frá Solbakken en...) settumst við köld og svöng inn á Gula Húsið en þá reyndist súpulagerinn vera búinn. ohhh. Við ákvaðum því að rölta Istedgade í áttina heim og kíkja á önnur kaffihús og finna góða súpu. Voru nefnilega í súpustuði. Eftir mikla leit fundum við loksins stað með súpum og ekkert litla girnilegum.. svona á pappír alla vega. Cremet Hummersuppe med frisk spinat og dill varð fyrir valinu....mmmmm. En hún var soldið dýr, en þess virði eftir alla þessa leit. Svo kom súpan... og vonbrigðin. Fyrir það fyrsta var hún volg og svo var hún voða lítið creamy. Bara humarsoð með dillbragði og þvílíkt sterku dillbragði. oj.
Við Eiki fengum strax í magann af henni og gáfumst fljótlega upp. Ennþá svöng og köld og 140 dkr. fátækari röltuðum heim og fengum okkur epli á meðan við horfðum á The Truman Show. Þvílík vonbrigði.
Og hvað lærir maður á þessu: Aldrei að kaupa sér Humarsúpu með dilli á kaffihúsinu við hliðina á Bang&Jensen. Farið heldur á Bang&Jensen... gott kaffihús og gott að borða.

úff er farin að kaupa fjarstýringu á Bang&Olufsen sjónvarpið okkar

miðvikudagur, mars 03, 2004

Hugleiðingar næturbröltarans

Ég held bara að enginn sé á fótum núna klukkan hálf fjögur aðfaranótt miðvikudagsins 3. mars nema ég.
Er í vinnunni og er búin að tappa ansi mörgum ml af blóði úr 4 grísum núna í 12 og hálfan tíma og svona 8-9 tímar eftir. Milli aftappanna er ég að surfa á netinu og virðist sem ég er búin með kvótann ótrúlegt en satt. Meira að segja farin að blaða í gamalt slúðurblað.. BilletBladet...Danmarks Royale Ugeblad... og ótrúlegt en satt er hvorki Mary eða Frederik á forsíðunni heldur Joachim litli bróðir... nei ég lýg því, er lítil mynd af Mary... ótrúlegir þessir Danir.
Eins og þið kannski sjáið er mér farið að leiðast... pínku..
En nú er kominn tími til aftappanna og glúkósamælinga. síjúsún

þriðjudagur, mars 02, 2004

iss



create your own visited country map
or write about it on the open travel guide

Dagsferð til Þýskalands og eins með Svíþjóð... en það telst með ekki satt;)
Maður verður nú að gera eitthvað í þessu!
Hhmmm...

You're a Motherly little Girlfriend
-Motherly- You're the motherly type. You love to
take care of the one you love, and generally
you can be a bit overprotective and possessive,
but you know, that isn't always such a bad
thing. At least you'll be a good mom in the
future.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

Kemur einhvern veginn ekki á óvart

mánudagur, mars 01, 2004

Óskar

Jæja tæpir 2 tímar í Óskarinn.
1991, þegar ég var ellefu ára man ég eftir að hafa grátbeðið mömmu að fá að vaka og horfa á Óskarinn. Eftir smá röfl og málamiðlanir fékk ég að horfa, ef ég færi að sofa klukkan átta um kvöldið gæti ég vaknað klukkan 2 og horft og náð svo 2 tímum áður en ég færi í skólann. Síðan þá hef ég ekki misst af Óskarkveldi.. nema eitt ár þegar það var ekki sýnt heima á Íslandinu.
Veit ekki af hverju... bara stemmari. Og nei... sætti mig ekki við endursýningu daginn eftir því það er ótrúlega mikið klippt úr...