GLEÐILEG JÓL FRÁ SOLBAKKEN
laugardagur, desember 23, 2006
iMac
Jólin komu snemma hérna hjá okkur á Solbakken
Þetta er gripurinn. iMac varð fyrir valinu eftir margar vangaveltur og hópþrýsting :o)
Tölvan kom í fyrrakvöld en reyndar með vitlausri snúru og svo náðum við að redda því og var hún störtuð upp í gærkveldi.
Núna erum við Eiki eins og flestir voru fyrir ca. 10 árum. Setningar eins og "Hvernig stækkar maður gluggann" og "Hvernig hægri klikkar maður" hafa heyrst en þó erum við mun betri í dag en í gær og getum addað í favorites og svona eða Bookmark eins og við makkarar kjósum að kalla það :o)
En eins og þið sjáið komumst við alla vega inn á netið... og það er mikilvægast
En hvernig get ég bold-að headline-ið hjá mér? Næsta þraut....
Jólin komu snemma hérna hjá okkur á Solbakken
Þetta er gripurinn. iMac varð fyrir valinu eftir margar vangaveltur og hópþrýsting :o)
Tölvan kom í fyrrakvöld en reyndar með vitlausri snúru og svo náðum við að redda því og var hún störtuð upp í gærkveldi.
Núna erum við Eiki eins og flestir voru fyrir ca. 10 árum. Setningar eins og "Hvernig stækkar maður gluggann" og "Hvernig hægri klikkar maður" hafa heyrst en þó erum við mun betri í dag en í gær og getum addað í favorites og svona eða Bookmark eins og við makkarar kjósum að kalla það :o)
En eins og þið sjáið komumst við alla vega inn á netið... og það er mikilvægast
En hvernig get ég bold-að headline-ið hjá mér? Næsta þraut....
miðvikudagur, desember 20, 2006
Jólin jólin alls staðar
Ég hlakka alveg hryllilega mikið til jólanna!
Er eins og lítill krakki. Hlakka bara svo til að slappa af í nokkra daga án samviskubits eða kvíða. Njóta daganna með Eika og Sóldísi Maríu, þar sem það er erfiður mánuður framundan.
Við Eiki erum að fara núna á eftir að kaupa það síðasta í matinn og ætlum að baka og gera jólaísinn svo í kvöld. Annars er ég búin að kaupa allar jólagjafir en reyndar á Eiki eftir að kaupa mína, en það verður vonandi ekki mikið mál :o)
En hvað eigum við að gera um áramótin?
Ég hlakka alveg hryllilega mikið til jólanna!
Er eins og lítill krakki. Hlakka bara svo til að slappa af í nokkra daga án samviskubits eða kvíða. Njóta daganna með Eika og Sóldísi Maríu, þar sem það er erfiður mánuður framundan.
Við Eiki erum að fara núna á eftir að kaupa það síðasta í matinn og ætlum að baka og gera jólaísinn svo í kvöld. Annars er ég búin að kaupa allar jólagjafir en reyndar á Eiki eftir að kaupa mína, en það verður vonandi ekki mikið mál :o)
En hvað eigum við að gera um áramótin?
miðvikudagur, desember 13, 2006
Úff
Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég með gervitönn, s.s. önnur framtönnin í efri góm. Frá 1 árs og til 14 ára var ég alltaf með stórt gat í efri góm og muna eflaust þeir sem þekkja mig lengst vel eftir mér þannig. Frá ca. 5 ára aldri og til 18 ára aldurs var ég í reglulegri meðferð hjá hinum ýmsum tannfræðisérfræðingum eða þar til ég fékk implant.
Þvílíkt frelsi.
Fyrir ca. 3 vikum vorum við Sóldís að leika og í hita leiksins sló hún höfuðið beint á framtennurnar mínar! Og svo núna í vikunni var ég hjá sérfræðingi sem sagði mér að hluti af tönninni minni væri ónýt og ég þarf að fá nýja. Smá bakslag í bókhaldinu.
En þetta eru bara peningar...
Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég með gervitönn, s.s. önnur framtönnin í efri góm. Frá 1 árs og til 14 ára var ég alltaf með stórt gat í efri góm og muna eflaust þeir sem þekkja mig lengst vel eftir mér þannig. Frá ca. 5 ára aldri og til 18 ára aldurs var ég í reglulegri meðferð hjá hinum ýmsum tannfræðisérfræðingum eða þar til ég fékk implant.
Þvílíkt frelsi.
Fyrir ca. 3 vikum vorum við Sóldís að leika og í hita leiksins sló hún höfuðið beint á framtennurnar mínar! Og svo núna í vikunni var ég hjá sérfræðingi sem sagði mér að hluti af tönninni minni væri ónýt og ég þarf að fá nýja. Smá bakslag í bókhaldinu.
En þetta eru bara peningar...
miðvikudagur, desember 06, 2006
Tímamót
Sökum anna hef ég sagt upp vinnunni hjá NovoNordisk.
Fyrir ykkur sem ekki vita það nú þegar þá er NN er besta fyrirtæki í heimi og var þetta því mjög erfið ákvörðun.
Nú er ég að vinna síðustu vaktina sem ég vinn með Hörpu vinkonu and my mentor hjá NN. Í tilefni þess gúffuðum við í okkur Paradis-ís, sem fyrir tilviljun er best ís í heimi... hef ég einhvern tíma sagt þetta áður?!
Sökum anna hef ég sagt upp vinnunni hjá NovoNordisk.
Fyrir ykkur sem ekki vita það nú þegar þá er NN er besta fyrirtæki í heimi og var þetta því mjög erfið ákvörðun.
Nú er ég að vinna síðustu vaktina sem ég vinn með Hörpu vinkonu and my mentor hjá NN. Í tilefni þess gúffuðum við í okkur Paradis-ís, sem fyrir tilviljun er best ís í heimi... hef ég einhvern tíma sagt þetta áður?!
þriðjudagur, desember 05, 2006
fimmtudagur, nóvember 30, 2006
ESB
Eiki um það leyti sem við kynntumst
Jæja þá er kallinn orðinn 26! Til lukku ástin
Þetta er alltaf gleðidagur í mínu lífi því þá er ég ekki lengur eldri en hann og hann kallað mig rollukjöt... :o)
Nokkrar tribute myndir....
Eiki trítill
Eiki töff!
Ung og vitlaus
Eiki doing normal things
Bryllup
Efter bryllupet
Eiki um það leyti sem við kynntumst
Jæja þá er kallinn orðinn 26! Til lukku ástin
Þetta er alltaf gleðidagur í mínu lífi því þá er ég ekki lengur eldri en hann og hann kallað mig rollukjöt... :o)
Nokkrar tribute myndir....
Eiki trítill
Eiki töff!
Ung og vitlaus
Eiki doing normal things
Bryllup
Efter bryllupet
miðvikudagur, nóvember 29, 2006
SME
Próf og verkefna pressan er komin á hæsta núna. Finnst ég vera að drukkna. Allt þetta stress og tímaleysi á eflaust eftir að koma niður á skvísunni minni!
En sú tilhugsun að mamma ætli að koma viku fyrir prófin og sinna heimili og stúlkunni er ótrúlega notaleg.
Læt nokkrar myndir fylgja af frumburðinum. Algjört krútt, enda alveg eins og mamma sín :o)
Próf og verkefna pressan er komin á hæsta núna. Finnst ég vera að drukkna. Allt þetta stress og tímaleysi á eflaust eftir að koma niður á skvísunni minni!
En sú tilhugsun að mamma ætli að koma viku fyrir prófin og sinna heimili og stúlkunni er ótrúlega notaleg.
Læt nokkrar myndir fylgja af frumburðinum. Algjört krútt, enda alveg eins og mamma sín :o)
föstudagur, nóvember 24, 2006
1A
Strætóinn minn heitir 1A. Held hreinlega að þetta sé besti strætóinn í Kaupmannhöfn. Ekki nóg með það að hann keyrir mjög skemmtilega og þægilega leið um bæinn heldur líka það að hann er alltaf svo temmilega mannaður og maður fær yfirleitt alltaf gott sæti við gluggann. Mér finnst í rauninni mjög gaman að ferðast með strætó og þó þá sérstaklega 1A. Eitthvað svo róandi. Er oft hálf svekkt yfir því að vera komin á stoppistöðina sem ég ætlaði mér út á og langar oft að halda bara áfram. Horfa út um gluggann og dáðst að mannlífinu. Og oft geri ég það.
Aftur á móti eru margar strætóleiðir alveg manndrepandi. Og 3A er gott dæmi um það. Oj. Ef þú sækist eftir yfirfullum strætó af illalyktandi fólki þá er þetta strætóinn. Svo er leiðin líka svo langdregin.
Ef þig vantar að vita eitthvað um almenningssamgöngur í Køben. Bara að tala við mig.
Strætóinn minn heitir 1A. Held hreinlega að þetta sé besti strætóinn í Kaupmannhöfn. Ekki nóg með það að hann keyrir mjög skemmtilega og þægilega leið um bæinn heldur líka það að hann er alltaf svo temmilega mannaður og maður fær yfirleitt alltaf gott sæti við gluggann. Mér finnst í rauninni mjög gaman að ferðast með strætó og þó þá sérstaklega 1A. Eitthvað svo róandi. Er oft hálf svekkt yfir því að vera komin á stoppistöðina sem ég ætlaði mér út á og langar oft að halda bara áfram. Horfa út um gluggann og dáðst að mannlífinu. Og oft geri ég það.
Aftur á móti eru margar strætóleiðir alveg manndrepandi. Og 3A er gott dæmi um það. Oj. Ef þú sækist eftir yfirfullum strætó af illalyktandi fólki þá er þetta strætóinn. Svo er leiðin líka svo langdregin.
Ef þig vantar að vita eitthvað um almenningssamgöngur í Køben. Bara að tala við mig.
fimmtudagur, nóvember 23, 2006
Mads
Það er næstum því skandall að maður sé búsettur í DK og ekki búin að sjá Casino Royale! Myndin er búin að fá góða dóma og Madsinn minn í einu aðalhlutverka.
Og þeir sem eru ekki búnir að sjá myndina Efter Brylluppet ættu að skammast sín.
Það er næstum því skandall að maður sé búsettur í DK og ekki búin að sjá Casino Royale! Myndin er búin að fá góða dóma og Madsinn minn í einu aðalhlutverka.
Og þeir sem eru ekki búnir að sjá myndina Efter Brylluppet ættu að skammast sín.
þriðjudagur, nóvember 21, 2006
Takk Gummi, Gummi Jóh
Það er honum Gumma vini okkar að þakka að ég kynntist Mates of State.
Þau voru að spila á IcelandAirwaves og krafðist hann að við skildum sjá þau og ó men hvað ég sé ekki eftir því.
Þau stóðu upp úr og hafa verið í græjunum meira og minna síðan.
Hérna er myndbandið með einu uppáhalds laginu mínu með þeim, Like U Crazy
Takk Gummi
Það er honum Gumma vini okkar að þakka að ég kynntist Mates of State.
Þau voru að spila á IcelandAirwaves og krafðist hann að við skildum sjá þau og ó men hvað ég sé ekki eftir því.
Þau stóðu upp úr og hafa verið í græjunum meira og minna síðan.
Hérna er myndbandið með einu uppáhalds laginu mínu með þeim, Like U Crazy
Takk Gummi
föstudagur, nóvember 17, 2006
"Það er kominn dagur"
Nóttin í nótt byrjaði svo sem eins og venjuleg nótt. Reyndar upp úr 1 fór Sóldís eitthvað að rumska og varð öll ómöguleg og því ákvað ég að taka hana upp í. Eftir smá brölt sofnaði hún aftur mér til mikillar ánægju.
EN
Um 2 vaknaði ég við einhverja kunnulega rödd. Jú jú það var Eiki sem hálf sat uppi og var að tala við dóttir sína... "Sóldís... tími til að vakna... Það er kominn dagur... hver ætlar að fara á Vuggestuen... "
!!!!!
What the FXXX!!
Var þá drengurinn ekki að tala svona illilega upp úr svefni! Og mín fyrstu viðbrögð var að ýta Eika aftur niður í rúmið með flötum lófa yfir andlitið, þar sem hann hélt áfram að sofa. En nei, það var orðið of seint. Því litla var glaðvöknuð og sko alveg til í að fara á fætur. Ó men. Það tók mig um klukkutíma að koma henni niður aftur og lítil hjálp í kallinum....
Og svo um 3 var snúllan sofnuð. Hjúkket hugsaði ég og djö ælta ég að sofa fast og vel það sem eftir er að nóttinni...
EN
Hálftíma seinna vaknaði ég eitthvað skrítin í maganum og örfáum augnablikum seinna var hausinn kominn í klósettið.
Jújú mín komin með ælupestina sem er búin að vera að ganga.
En afrakstur dagsins, fyrir utan ófáar ferðir á toilettið, eru nýjar myndir á síðunni hennar Sóldísar...
Nóttin í nótt byrjaði svo sem eins og venjuleg nótt. Reyndar upp úr 1 fór Sóldís eitthvað að rumska og varð öll ómöguleg og því ákvað ég að taka hana upp í. Eftir smá brölt sofnaði hún aftur mér til mikillar ánægju.
EN
Um 2 vaknaði ég við einhverja kunnulega rödd. Jú jú það var Eiki sem hálf sat uppi og var að tala við dóttir sína... "Sóldís... tími til að vakna... Það er kominn dagur... hver ætlar að fara á Vuggestuen... "
!!!!!
What the FXXX!!
Var þá drengurinn ekki að tala svona illilega upp úr svefni! Og mín fyrstu viðbrögð var að ýta Eika aftur niður í rúmið með flötum lófa yfir andlitið, þar sem hann hélt áfram að sofa. En nei, það var orðið of seint. Því litla var glaðvöknuð og sko alveg til í að fara á fætur. Ó men. Það tók mig um klukkutíma að koma henni niður aftur og lítil hjálp í kallinum....
Og svo um 3 var snúllan sofnuð. Hjúkket hugsaði ég og djö ælta ég að sofa fast og vel það sem eftir er að nóttinni...
EN
Hálftíma seinna vaknaði ég eitthvað skrítin í maganum og örfáum augnablikum seinna var hausinn kominn í klósettið.
Jújú mín komin með ælupestina sem er búin að vera að ganga.
En afrakstur dagsins, fyrir utan ófáar ferðir á toilettið, eru nýjar myndir á síðunni hennar Sóldísar...
miðvikudagur, nóvember 15, 2006
Lorte-vakt
Er í vinnunni. Ömurleg vakt, allt að fara úrskeiðis. Þoli ekki svona vaktir. Púlsinn í hæsta og sviti á meðan ég er að redda hinu og þessu og svo alveg dauðir punktar inn á milli... sem eru bara til þess að byggja upp kvíða fyrir næstu törn.
úff
En þetta og þetta er búið að halda mér gangandi í nótt. Pínlegt en fyndið
Er í vinnunni. Ömurleg vakt, allt að fara úrskeiðis. Þoli ekki svona vaktir. Púlsinn í hæsta og sviti á meðan ég er að redda hinu og þessu og svo alveg dauðir punktar inn á milli... sem eru bara til þess að byggja upp kvíða fyrir næstu törn.
úff
En þetta og þetta er búið að halda mér gangandi í nótt. Pínlegt en fyndið
mánudagur, nóvember 13, 2006
föstudagur, nóvember 10, 2006
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Vinter
Jæja fyrsti snjórinn fallinn í Køben og auðvitað skellti ég mér í stuttan hjólatúr til að brjóta upp próflesturinn. Fór að kaupa ullarklædda inniskó fyrir dóttur mína þar sem það er svo gólfkalt í Vuggestuen. Ég nánast dó. Shit hvað það er kalt. Fór auðvitað ekki með húfu né vettlinga enda ekki komin í vetrargírinn. Og svo varð mér svo kalt á rassinum þar sem hnakkurinn á hjólinu var rakur. En ferðin var success og snúllan komin með þessa fínu skó.
Á leiðinni heim varð ég vitni að atviki sem gerir mann svo pisst! Fólk er fífl.
Einn gaur var að fara yfir á gangbraut með hjól og þá komu 2 á bíl og keyrðu næstum því á hann. Gæinn með hjólið dauðbrá og gaf þeim í bílnum Fokk-merki. Nei nei, þetta fór ekkert lítið fyrir brjóstið á þeim að þeir snarhemluðu og ruku út úr bílnum með látum. Bíllinn sem sagt stóð þarna á miðjum gatnamótum og stoppar alla umferð. Bílstjórinn æðir ógnandi að manninum með hjólið og öskrar á hann margoft "Hvem tror du giver et fuck-mærke til!" "Du giver ikke et fuck-mærke til mig" og vinurinn dansar ógnandi í kring líka.
Í fyrsta lagi fóru þeir yfir ólöglega yfir gangbrautina, í öðru lagi er ekki í lagi að lemja einhvern fyrir þetta og í þriðja lagi þá stoppar maður ekki alla umferð fyrir ekki meira en þetta. En fólk getur verið svo veruleikafirrt og sjálfselskt að það hálfa væri nóg og til að toppa þetta þá hentu þeir hjólinu hjá gæjanum út á mið gatnamót með tilheyrandi tilþrifum.
Svona fólk er fífl og ekkert annað. Egóið að fara með þá.
Jæja fyrsti snjórinn fallinn í Køben og auðvitað skellti ég mér í stuttan hjólatúr til að brjóta upp próflesturinn. Fór að kaupa ullarklædda inniskó fyrir dóttur mína þar sem það er svo gólfkalt í Vuggestuen. Ég nánast dó. Shit hvað það er kalt. Fór auðvitað ekki með húfu né vettlinga enda ekki komin í vetrargírinn. Og svo varð mér svo kalt á rassinum þar sem hnakkurinn á hjólinu var rakur. En ferðin var success og snúllan komin með þessa fínu skó.
Á leiðinni heim varð ég vitni að atviki sem gerir mann svo pisst! Fólk er fífl.
Einn gaur var að fara yfir á gangbraut með hjól og þá komu 2 á bíl og keyrðu næstum því á hann. Gæinn með hjólið dauðbrá og gaf þeim í bílnum Fokk-merki. Nei nei, þetta fór ekkert lítið fyrir brjóstið á þeim að þeir snarhemluðu og ruku út úr bílnum með látum. Bíllinn sem sagt stóð þarna á miðjum gatnamótum og stoppar alla umferð. Bílstjórinn æðir ógnandi að manninum með hjólið og öskrar á hann margoft "Hvem tror du giver et fuck-mærke til!" "Du giver ikke et fuck-mærke til mig" og vinurinn dansar ógnandi í kring líka.
Í fyrsta lagi fóru þeir yfir ólöglega yfir gangbrautina, í öðru lagi er ekki í lagi að lemja einhvern fyrir þetta og í þriðja lagi þá stoppar maður ekki alla umferð fyrir ekki meira en þetta. En fólk getur verið svo veruleikafirrt og sjálfselskt að það hálfa væri nóg og til að toppa þetta þá hentu þeir hjólinu hjá gæjanum út á mið gatnamót með tilheyrandi tilþrifum.
Svona fólk er fífl og ekkert annað. Egóið að fara með þá.
föstudagur, október 27, 2006
The Joke´s on Me
Eins og flestir vita plataði ég Eika upp úr skónum fyrir rúmri viku síðan.
Siggi vinur okkar náði að fá hann með sér upp á Kastrup í því yfirskyni að þurfa að ná í einhverjar töskur en þegar þangað var komið stóðum við Sóldís með flugmiða og flug eftir 2 tíma. Við skelltum okkur til Íslands á Airwaves og Sóldís var í góðu yfirlæti hjá ömmum og öfum.
En á meðan ég var að plotta þetta allt saman var Eiki líka að plotta!
Og hann keypti LÍKA miða til Íslands! En bara fyrir mig og sem betur fer ekki sömu helgi :o)
Jújú það er nefnilega reunion hjá gamla gaggóbekknum mínum eftir rúma viku og karlinn ætlar að senda mig þangað.
En hann ætlaði ekkert að segja mér þetta fyrr en þann dag sem ég færi, en þar sem ég er að fara í próf í vikunni á eftir sem hann vissi ekki af, ákvað hann að segja mér þetta núna til að ég gæti skipulagt mig í kringum þetta :o)
Þannig... the joke´s on me!
Eins og flestir vita plataði ég Eika upp úr skónum fyrir rúmri viku síðan.
Siggi vinur okkar náði að fá hann með sér upp á Kastrup í því yfirskyni að þurfa að ná í einhverjar töskur en þegar þangað var komið stóðum við Sóldís með flugmiða og flug eftir 2 tíma. Við skelltum okkur til Íslands á Airwaves og Sóldís var í góðu yfirlæti hjá ömmum og öfum.
En á meðan ég var að plotta þetta allt saman var Eiki líka að plotta!
Og hann keypti LÍKA miða til Íslands! En bara fyrir mig og sem betur fer ekki sömu helgi :o)
Jújú það er nefnilega reunion hjá gamla gaggóbekknum mínum eftir rúma viku og karlinn ætlar að senda mig þangað.
En hann ætlaði ekkert að segja mér þetta fyrr en þann dag sem ég færi, en þar sem ég er að fara í próf í vikunni á eftir sem hann vissi ekki af, ákvað hann að segja mér þetta núna til að ég gæti skipulagt mig í kringum þetta :o)
Þannig... the joke´s on me!
miðvikudagur, október 04, 2006
Sósíalistarnir á Solbakken
Jújú haldið ekki að það hafi verið mótmæli á bakkanum og foreldrar Sóldísar meðal þeirra fremstu! Væntanlegur niðurskurður í barnastofnunum voru á dagskránni og voru ekki allir sáttir. Og því var svona forældre-blokade um allt land sem hindraði starfsmönnum Vuggustue/Børnehave/Fritidshjemme að mæta til vinnu, til að vekja athygli á óánægjunni hjá okkur foreldrum.
Eiki var mættur klukkan 7 fyrir utan hér á bakkanum og við Sóldís um 8. Starfsmennirnir voru nú ekki með neitt uppsteit þar sem þeir voru bara sammála okkur og kom því ekki til átaka :o) Svo kom löggan og starfsmenn sveitafélagsins að tékka á þessu.
Nú bíðum við bara spennt hvort það verði verkfall hjá starfsmönnunum, ef svo, þá vona ég að það verði í næstu viku þar sem ma, pa og Arna eru að koma :o)
Já maður er fyrst fullorðinn þegar maður er farinn að berjast fyrir velferð barna sinna :o)
Annars er ég í vinnunni núna. Róleg nótt. Dejlig nat. Klukkan er hálf 7 og fólk farið að týnast inn til vinnu sem þýðir að vinnudagurinn er á enda hjá mér.
Nú tekur bara við 3 klukkustunda fyrirlestur um fótaveiki hjá kúm og svínum. Vei.
Síðasta vika var crazy í skipulagi og vorum við lítið heima. Siggi hafði einmitt orð á því við okkur á laugardaginn að það væri sama hvenær hann hringdi yfir þá svaraði aldrei. Fórum m.a. í sveitaferð til Anne skólasystur minnar. Hún keypti sér lítinn bóndabæ fyrir utan Kaupmannahöfn og er með nokkra hesta og hund. Sóldís mín er með voðalega lítið hjarta þegar kemur að dýrum. Finnst þau voða flott og spennandi svona í hæfilegri fjarðlægð en þegar það kemur að því að klappa þeim þá segir hún stopp. Hún þorir bara að koma við Kisu. Ekkert stærra en það!
Yfir og út
Jújú haldið ekki að það hafi verið mótmæli á bakkanum og foreldrar Sóldísar meðal þeirra fremstu! Væntanlegur niðurskurður í barnastofnunum voru á dagskránni og voru ekki allir sáttir. Og því var svona forældre-blokade um allt land sem hindraði starfsmönnum Vuggustue/Børnehave/Fritidshjemme að mæta til vinnu, til að vekja athygli á óánægjunni hjá okkur foreldrum.
Eiki var mættur klukkan 7 fyrir utan hér á bakkanum og við Sóldís um 8. Starfsmennirnir voru nú ekki með neitt uppsteit þar sem þeir voru bara sammála okkur og kom því ekki til átaka :o) Svo kom löggan og starfsmenn sveitafélagsins að tékka á þessu.
Nú bíðum við bara spennt hvort það verði verkfall hjá starfsmönnunum, ef svo, þá vona ég að það verði í næstu viku þar sem ma, pa og Arna eru að koma :o)
Já maður er fyrst fullorðinn þegar maður er farinn að berjast fyrir velferð barna sinna :o)
Annars er ég í vinnunni núna. Róleg nótt. Dejlig nat. Klukkan er hálf 7 og fólk farið að týnast inn til vinnu sem þýðir að vinnudagurinn er á enda hjá mér.
Nú tekur bara við 3 klukkustunda fyrirlestur um fótaveiki hjá kúm og svínum. Vei.
Síðasta vika var crazy í skipulagi og vorum við lítið heima. Siggi hafði einmitt orð á því við okkur á laugardaginn að það væri sama hvenær hann hringdi yfir þá svaraði aldrei. Fórum m.a. í sveitaferð til Anne skólasystur minnar. Hún keypti sér lítinn bóndabæ fyrir utan Kaupmannahöfn og er með nokkra hesta og hund. Sóldís mín er með voðalega lítið hjarta þegar kemur að dýrum. Finnst þau voða flott og spennandi svona í hæfilegri fjarðlægð en þegar það kemur að því að klappa þeim þá segir hún stopp. Hún þorir bara að koma við Kisu. Ekkert stærra en það!
Yfir og út
föstudagur, september 22, 2006
fimmtudagur, september 21, 2006
Daglig dagen
Hér er hversdagsleikinn að drepa okkur eins og annars staðar. Nei annars það er ekki rétt. Nóg að gera bæði í sociallífinu, skóla og heimili.
Og vá hvað það eru mikið af tónleikum í gangi sem mig/okkur langar svo að fara á. En maður getur ekki farið á allt. Erum með 2 miða á ísskápnum okkar núna, Singapore sling/Stafrænn Hákon á föstudaginn og SnowPatrol í okt. Fullt meira sem freistar. Það heitasta er Keane í nóv... og fullt meira. En maður verður að skoða þetta vel og velja og hafna. Maður veður ekki í seðlum og getum kannski ekki verið með Sóldísi í pössun um hverja helgi.
Svo eru ma, pa og Arna að koma núna í okt. mmmm það verður huggó.
Hér er hversdagsleikinn að drepa okkur eins og annars staðar. Nei annars það er ekki rétt. Nóg að gera bæði í sociallífinu, skóla og heimili.
Og vá hvað það eru mikið af tónleikum í gangi sem mig/okkur langar svo að fara á. En maður getur ekki farið á allt. Erum með 2 miða á ísskápnum okkar núna, Singapore sling/Stafrænn Hákon á föstudaginn og SnowPatrol í okt. Fullt meira sem freistar. Það heitasta er Keane í nóv... og fullt meira. En maður verður að skoða þetta vel og velja og hafna. Maður veður ekki í seðlum og getum kannski ekki verið með Sóldísi í pössun um hverja helgi.
Svo eru ma, pa og Arna að koma núna í okt. mmmm það verður huggó.
Heiða uppáhalds frænka
Já hún Heiða verður að eiga þann titil. Enda er Heija (lesið Heiða) fyrsta nafnið sem Sóldís sagði (eftir mamma og pabbi og kisa auðvitað). En þetta er svo sem ósanngjörn "keppni" þar sem Heiða er eina frænka Sóldísar sem hún hittir reglulega.
Sóldís er ekkert lítið hrifin af frænku sinni og andlitið lýsist alveg upp þegar hún kemur í heimsókn. Hún getur líka alltaf platað hana í leik og þær eru alltaf að kjánast með alls konar búkhljóðum og handahreyfingum.
Hér er Heiða nýbúin að kenna Sóldísi hvernig slangan gerir :o)
Heiða er líka ekkert lítið ánægð með litlu frænku sína og er með stóran hnút í maganum við tilhugsunina að vera að fara í langt ferðalag.
Sóldís og gamla settið hennar eigum eflaust eftir að sakna hennar líka... jafnvel bara kisa líka :o)
En svo langt er ferðalagið nú ekki og þetta verður fljótt að líða og mikið ævintýri... og við verðum hérna þegar þú kemur til baka. Knús
Já hún Heiða verður að eiga þann titil. Enda er Heija (lesið Heiða) fyrsta nafnið sem Sóldís sagði (eftir mamma og pabbi og kisa auðvitað). En þetta er svo sem ósanngjörn "keppni" þar sem Heiða er eina frænka Sóldísar sem hún hittir reglulega.
Sóldís er ekkert lítið hrifin af frænku sinni og andlitið lýsist alveg upp þegar hún kemur í heimsókn. Hún getur líka alltaf platað hana í leik og þær eru alltaf að kjánast með alls konar búkhljóðum og handahreyfingum.
Hér er Heiða nýbúin að kenna Sóldísi hvernig slangan gerir :o)
Heiða er líka ekkert lítið ánægð með litlu frænku sína og er með stóran hnút í maganum við tilhugsunina að vera að fara í langt ferðalag.
Sóldís og gamla settið hennar eigum eflaust eftir að sakna hennar líka... jafnvel bara kisa líka :o)
En svo langt er ferðalagið nú ekki og þetta verður fljótt að líða og mikið ævintýri... og við verðum hérna þegar þú kemur til baka. Knús
miðvikudagur, september 06, 2006
Mini Me
Já stundum vill maður vera alveg eins og mamma :o)
Krúttan
Var að horfa á Ísland-Danmörk. Prump. Skrýtið hvernig við getum aldrei gert neitt á móti Dönum í fótbolta. Reyndar eru þeir betri en allt í lagi að standa aðeins upp í hárinu á þeim! Segi bara sama og Eiki. Við eigum alla vegana MAGASIN!
Annars er ég nánast grasekkja. Eiki var að keppa strax eftir skóla í dag og svo beint að horfa á leikinn með fótboltastrákunum. Svo er hann að fara að keppa aftur á morgun eftir skóla. Og svo á föstudaginn, eftir skóla, er hann að fara á klakamót (fótboltamót), alveg fram á sunnudag. Já sem sagt fótbolti og meiri fótbolti... það er eitthvað sem segir mér að hann þurfi nudd á sunnudaginn eftir allan þennan fótbolta. Vonandi, hans vegna, þekkir hann einhvern góðan nuddara... mér dettur enginn í hug...
Ein af okkur mæðgum svo í lokin
Já stundum vill maður vera alveg eins og mamma :o)
Krúttan
Var að horfa á Ísland-Danmörk. Prump. Skrýtið hvernig við getum aldrei gert neitt á móti Dönum í fótbolta. Reyndar eru þeir betri en allt í lagi að standa aðeins upp í hárinu á þeim! Segi bara sama og Eiki. Við eigum alla vegana MAGASIN!
Annars er ég nánast grasekkja. Eiki var að keppa strax eftir skóla í dag og svo beint að horfa á leikinn með fótboltastrákunum. Svo er hann að fara að keppa aftur á morgun eftir skóla. Og svo á föstudaginn, eftir skóla, er hann að fara á klakamót (fótboltamót), alveg fram á sunnudag. Já sem sagt fótbolti og meiri fótbolti... það er eitthvað sem segir mér að hann þurfi nudd á sunnudaginn eftir allan þennan fótbolta. Vonandi, hans vegna, þekkir hann einhvern góðan nuddara... mér dettur enginn í hug...
Ein af okkur mæðgum svo í lokin
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
Jæja...
Af okkur er svo sem ekki mikið að frétta.
Við mæðgur erum meira og minna búnar að vera í veikindum í ágúst mánuð! Og sú stutta enn að berjast við flensuna.
Ég er í vinnunni á næturvakt og er klukkan núna um hálf þrjú. Svo tekur morgundagurinn við að hjúkra litlu stelpunni og fara svo snemma að sofa annað kvöld... reikna ég með.
Fór í gær að skoða kisukall fyrir kisuna okkar, leist svo sem vel á hann en þurfum aðeins að hugsa þetta og athuga hvort litlir kettlingar passi inn í skipulagið hjá okkur. Ég er alveg veik en Eiki að reyna að vera skynsami aðilinn :o) Kemur í ljós
Mér finnst alveg eins og sumarið sé búið... sem og það reyndar er. Skóli næsta mánudag frá 9-17, ekkert byrjað rólega... neinei
Held hreinlega að við Eiki eigum eftir að drukkna í lærdómi þessa önnina og Sóldís verður algjört stofnannabarn. Úff fæ alveg hnút í magann við tilhugsunina. En þýðir ekki að stressa sig á því núna......
... ómen hvað bloggin mín eru orðin dull.... verð að fara að gera eitthvað í þessu
Af okkur er svo sem ekki mikið að frétta.
Við mæðgur erum meira og minna búnar að vera í veikindum í ágúst mánuð! Og sú stutta enn að berjast við flensuna.
Ég er í vinnunni á næturvakt og er klukkan núna um hálf þrjú. Svo tekur morgundagurinn við að hjúkra litlu stelpunni og fara svo snemma að sofa annað kvöld... reikna ég með.
Fór í gær að skoða kisukall fyrir kisuna okkar, leist svo sem vel á hann en þurfum aðeins að hugsa þetta og athuga hvort litlir kettlingar passi inn í skipulagið hjá okkur. Ég er alveg veik en Eiki að reyna að vera skynsami aðilinn :o) Kemur í ljós
Mér finnst alveg eins og sumarið sé búið... sem og það reyndar er. Skóli næsta mánudag frá 9-17, ekkert byrjað rólega... neinei
Held hreinlega að við Eiki eigum eftir að drukkna í lærdómi þessa önnina og Sóldís verður algjört stofnannabarn. Úff fæ alveg hnút í magann við tilhugsunina. En þýðir ekki að stressa sig á því núna......
... ómen hvað bloggin mín eru orðin dull.... verð að fara að gera eitthvað í þessu
miðvikudagur, ágúst 02, 2006
Veður og stúlkurnar mínar
Jæja í dag er fyrsti kaldi dagurinn í MJÖG langan tíma, enda ekki nema 17 gráður úti og rigning í morgun. Þeir segja að júlí hafi verið sólríkasti mánuður í 60 ár! Vá. Óheppnir þeir sem búa hérna en fóru heim til Íslands að vinna í sumar... hahahhahahahhaha. Hope it was worth it!
Ástrós, Gunni og Rúnar Freyr eru á leiðinni til okkar í dag. Jibbíí. Þau fá nú reyndar smá rigningu til að byrja með en svo á að verða tæplega 30 stiga hiti og glampandi sól um helgina sem vegur upp á móti :o)
En mundi eftir því í morgun að stóra stelpan okkar varð 2 ára á mánudaginn og við steingleymdum því! Ömurlegir foreldrar, en okkur er fyrirgefið þar sem stóra stelpan okkar hafði ekki hugmynd um það sjálf og því meira er að henni var sko alveg skítsama.
En í tilefni þess að báðar stelpurnar okkar áttu afmæli í júlí með tæpu ári á milli sín ætla ég að láta þessa mynd fylgja
Jæja í dag er fyrsti kaldi dagurinn í MJÖG langan tíma, enda ekki nema 17 gráður úti og rigning í morgun. Þeir segja að júlí hafi verið sólríkasti mánuður í 60 ár! Vá. Óheppnir þeir sem búa hérna en fóru heim til Íslands að vinna í sumar... hahahhahahahhaha. Hope it was worth it!
Ástrós, Gunni og Rúnar Freyr eru á leiðinni til okkar í dag. Jibbíí. Þau fá nú reyndar smá rigningu til að byrja með en svo á að verða tæplega 30 stiga hiti og glampandi sól um helgina sem vegur upp á móti :o)
En mundi eftir því í morgun að stóra stelpan okkar varð 2 ára á mánudaginn og við steingleymdum því! Ömurlegir foreldrar, en okkur er fyrirgefið þar sem stóra stelpan okkar hafði ekki hugmynd um það sjálf og því meira er að henni var sko alveg skítsama.
En í tilefni þess að báðar stelpurnar okkar áttu afmæli í júlí með tæpu ári á milli sín ætla ég að láta þessa mynd fylgja
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Sól og meiri sól
Jæja þá er það orðið official.
Það er frábært sumar í Danmörku og ÖMURLEGT sumar á Íslandi.
Liggaligga lái.
Mér finnst þetta bara sanngjarnt þar sem við vorum með mjög langan og kaldan vetur og varla hægt að kalla vetur á Íslandi. Þetta er bara munurinn á meginlandsloftslagi og úthafsloftslagi. Og hana nú.
Fyrri part dags fer í heimilisstörf og seinni parturinn í að sleikja sólina og dundast með Sóldísi minni og Eiki slæst í hópinn eftir vinnu.
Sóldís María dafnar og dafnar. Hún spjallar í sífellu, allan daginn og enginn skilur hvað hún er að segja. Maður nær þó að greina nokkur orð, t.d. "meira", "takk", "skór", "jamm", "mamma" og "babba" sem er notað fyrir flest allt annað :o) Svo gerir hún furðuleg rúlli hljóð sem enginn getur leikið eftir.
Hún er líka alveg farin að labba. Byrjaði á sjálfum afmælisdeginum sínum, ekki amalegt það. Nú trítlar hún út um allt en sem betur fer fer hún ekki langt frá ma og pa.... enn sem komið er....
Hún er annars voðalega glöð lítil stúlka, mannblendin, ákveðin! og spjallari af guðs náð. Það gen virðist hafa erfst frá móðurættinni ;o)
Sem sagt bara kát hérna á Solbakken
Jæja þá er það orðið official.
Það er frábært sumar í Danmörku og ÖMURLEGT sumar á Íslandi.
Liggaligga lái.
Mér finnst þetta bara sanngjarnt þar sem við vorum með mjög langan og kaldan vetur og varla hægt að kalla vetur á Íslandi. Þetta er bara munurinn á meginlandsloftslagi og úthafsloftslagi. Og hana nú.
Fyrri part dags fer í heimilisstörf og seinni parturinn í að sleikja sólina og dundast með Sóldísi minni og Eiki slæst í hópinn eftir vinnu.
Sóldís María dafnar og dafnar. Hún spjallar í sífellu, allan daginn og enginn skilur hvað hún er að segja. Maður nær þó að greina nokkur orð, t.d. "meira", "takk", "skór", "jamm", "mamma" og "babba" sem er notað fyrir flest allt annað :o) Svo gerir hún furðuleg rúlli hljóð sem enginn getur leikið eftir.
Hún er líka alveg farin að labba. Byrjaði á sjálfum afmælisdeginum sínum, ekki amalegt það. Nú trítlar hún út um allt en sem betur fer fer hún ekki langt frá ma og pa.... enn sem komið er....
Hún er annars voðalega glöð lítil stúlka, mannblendin, ákveðin! og spjallari af guðs náð. Það gen virðist hafa erfst frá móðurættinni ;o)
Sem sagt bara kát hérna á Solbakken
mánudagur, júlí 10, 2006
monday bloody monday
Sumarfríið er búið.
Eiki mætti sprækur í vinnuna í morgun. Er s.s. að vinna hjá Pihl & son í sumar í verkefni á Hovedbanen. Mjög spennandi allt saman.
Sóldís fór svo í Vuggestuen og ég er hérna heima í enduskipulagi. Komið með svo mikið ógeð af íbúðinni og óskipulaginu í öllum skápum og drullunni í öllum hornum. Ætla sem sagt að taka íbúðina í gegn, ætlum líka að gera svona leikhorn fyrir skvísuna inni í svefnherbergi, þ.e. ef við finnum pláss :o)
Ma, pa og Arna fóru síðasta fös. Tár. Erum búin að hafa það alveg rosalega notalegt, bæði hér og á Ítalíu. Sóldís María var líka svo gott barnabarn að hún ákvað að taka fyrstu skrefin sín fyrir ömmu og afa í garðinum áður en þau færu. Fattaði ekki þegar hendinni hennar var sleppt og labbaði bara áfram alein og óstudd. En eftir ca. 6 skref fattaði mín það og teygði sig eftir aðstoð. Svona er það svo búið að ganga í nokkra daga og erum við nokkuð viss að mín verði farin að ganga á 1 árs afmælinu, sem er nú eftir aðeins 9 daga!!!
Úr einu í annað.
Hvað var Zidane að spá?! Úff hvílíkur máti að enda ferilinn... skil vel að hann kom ekki að sækja silfrið sitt því ég er nokkuð viss um að hann hafi grátið eins og ungabarn af svekkelsi yfir sjálfum sér og þ.a.l. ekki getað gengið. En mér finnst samt að Frakkland hefði átt að vinna.... æi veit ekki, ég hélt svo sem ekki með hvorugum. Þýðir aldrei að halda með Englandi því þeir ná alltaf að klúðra. Brassarnir voru ekki nógu sannfærandi. Argentína var fín. Þýskaland voru góðir og voru að spila mun skemmtilegri bolta en hafa verið að gera áður.... ætli ég verði ekki að segja að eftir Englandi hefði ég viljað sjá Þýskaland vinna. Sem er alveg ótrúlegt því ég hef aldrei ALDREI haldið með Þýskalandi pýskalandi og hefði aldrei trúað því að ég myndi nokkurn tímann gera. En overall þá voru Ítalarnir betri en Frakkar í keppninni en Frakkar betri í lokaleiknum sjálfum...
Jæja. Ætla að halda áfram í tiltektinni.
Sumarfríið er búið.
Eiki mætti sprækur í vinnuna í morgun. Er s.s. að vinna hjá Pihl & son í sumar í verkefni á Hovedbanen. Mjög spennandi allt saman.
Sóldís fór svo í Vuggestuen og ég er hérna heima í enduskipulagi. Komið með svo mikið ógeð af íbúðinni og óskipulaginu í öllum skápum og drullunni í öllum hornum. Ætla sem sagt að taka íbúðina í gegn, ætlum líka að gera svona leikhorn fyrir skvísuna inni í svefnherbergi, þ.e. ef við finnum pláss :o)
Ma, pa og Arna fóru síðasta fös. Tár. Erum búin að hafa það alveg rosalega notalegt, bæði hér og á Ítalíu. Sóldís María var líka svo gott barnabarn að hún ákvað að taka fyrstu skrefin sín fyrir ömmu og afa í garðinum áður en þau færu. Fattaði ekki þegar hendinni hennar var sleppt og labbaði bara áfram alein og óstudd. En eftir ca. 6 skref fattaði mín það og teygði sig eftir aðstoð. Svona er það svo búið að ganga í nokkra daga og erum við nokkuð viss að mín verði farin að ganga á 1 árs afmælinu, sem er nú eftir aðeins 9 daga!!!
Úr einu í annað.
Hvað var Zidane að spá?! Úff hvílíkur máti að enda ferilinn... skil vel að hann kom ekki að sækja silfrið sitt því ég er nokkuð viss um að hann hafi grátið eins og ungabarn af svekkelsi yfir sjálfum sér og þ.a.l. ekki getað gengið. En mér finnst samt að Frakkland hefði átt að vinna.... æi veit ekki, ég hélt svo sem ekki með hvorugum. Þýðir aldrei að halda með Englandi því þeir ná alltaf að klúðra. Brassarnir voru ekki nógu sannfærandi. Argentína var fín. Þýskaland voru góðir og voru að spila mun skemmtilegri bolta en hafa verið að gera áður.... ætli ég verði ekki að segja að eftir Englandi hefði ég viljað sjá Þýskaland vinna. Sem er alveg ótrúlegt því ég hef aldrei ALDREI haldið með Þýskalandi pýskalandi og hefði aldrei trúað því að ég myndi nokkurn tímann gera. En overall þá voru Ítalarnir betri en Frakkar í keppninni en Frakkar betri í lokaleiknum sjálfum...
Jæja. Ætla að halda áfram í tiltektinni.
þriðjudagur, júlí 04, 2006
Próf-Ítalía-HM-Danmörk-Meira HM
Jú jú maður er á lífi.
Fórum til Ítalíu strax eftir prófin. Hittum þar ma og pa og Örnu, og auðvitað kom Heiða líka. Byrjuðum í Toscana í sumarhúsi þar og svo vorum við í 2-3 daga hjá geitabóndanum mínum við Alparætur. Ekkert smá nice... og alveg ROSALEGA heitt.
Komum svo skítug og þreytt heim rétt eftir miðnætti í gær. Gátum nefnilega ekkert farið í sturtu á geitabænum og svo vorum við í 10 tíma á flugvellinum í Milanó. Úff hvað það var gott að koma heim.
Svo eru ma, pa og Arna hjá okkur og verða fram á föstudag.
Ú já og svo erum við systur að fara á Robbie Williams á fim. Heiða náði að redda miða. Varð uppselt samdægurs á báða tónleikana hans hérna í Parken eða 90.000 miðar. Þó svo ég sé ekki stærsti aðdáandi Robba þá held ég að það sé geðveikt að sjá hann á tónleikum, natural entertainer.
En í kvöld er það Ítalía vs. Þýskaland. Go Þýskaland (er ennþá fúl út í Ítalana þegar þeir fiskuðu vítaspyrnu í lok leiks á móti Ástalíu)
Jæja er farin út að njóta góða veðursins. Ciao
Jú jú maður er á lífi.
Fórum til Ítalíu strax eftir prófin. Hittum þar ma og pa og Örnu, og auðvitað kom Heiða líka. Byrjuðum í Toscana í sumarhúsi þar og svo vorum við í 2-3 daga hjá geitabóndanum mínum við Alparætur. Ekkert smá nice... og alveg ROSALEGA heitt.
Komum svo skítug og þreytt heim rétt eftir miðnætti í gær. Gátum nefnilega ekkert farið í sturtu á geitabænum og svo vorum við í 10 tíma á flugvellinum í Milanó. Úff hvað það var gott að koma heim.
Svo eru ma, pa og Arna hjá okkur og verða fram á föstudag.
Ú já og svo erum við systur að fara á Robbie Williams á fim. Heiða náði að redda miða. Varð uppselt samdægurs á báða tónleikana hans hérna í Parken eða 90.000 miðar. Þó svo ég sé ekki stærsti aðdáandi Robba þá held ég að það sé geðveikt að sjá hann á tónleikum, natural entertainer.
En í kvöld er það Ítalía vs. Þýskaland. Go Þýskaland (er ennþá fúl út í Ítalana þegar þeir fiskuðu vítaspyrnu í lok leiks á móti Ástalíu)
Jæja er farin út að njóta góða veðursins. Ciao
miðvikudagur, júní 21, 2006
laugardagur, júní 10, 2006
DK
Vá hvað það er dýrt að lifa á Íslandi... sérstaklega þegar maður er í fríi og leyfir sér hlutina. Nóg um það.
Erum bara búin að vera að slaka á og byrja á lærdómnum aftur í vikunni.
Reyndar kíktum við Heiða út á miðvikudagskvöldið í tilefni 29 ára afmælis hennar :o) Nyhavn, sól, bjór og Sticks´n´Sushi. Rosalega góð blanda.
En núna eru aðeins 2 vikur í Ítalíuferð.... sem þýðir að það sé minna en 2 vikur í Farmakologi próf....
Ó MEN hvað er ég að hanga á netinu!
overandout
Vá hvað það er dýrt að lifa á Íslandi... sérstaklega þegar maður er í fríi og leyfir sér hlutina. Nóg um það.
Erum bara búin að vera að slaka á og byrja á lærdómnum aftur í vikunni.
Reyndar kíktum við Heiða út á miðvikudagskvöldið í tilefni 29 ára afmælis hennar :o) Nyhavn, sól, bjór og Sticks´n´Sushi. Rosalega góð blanda.
En núna eru aðeins 2 vikur í Ítalíuferð.... sem þýðir að það sé minna en 2 vikur í Farmakologi próf....
Ó MEN hvað er ég að hanga á netinu!
overandout
föstudagur, júní 02, 2006
Iceland... 12 points!
Já það er alltaf jafn indælt að koma á klakann.
Afmælisboð hjá tvíbbunum hennar Aspar
Grillveisla á Selfossi hjá Gunna og Ástrósu
Skoðuðum Óðinn í sveitinni
Mugison í Austurbæ
Kaffihús með skvísunum að austan
Matarboð hjá Gunnu og Villa
Sigling á bátnum hans pabba (by the way þá heitir báturinn Sóldís María)
Kaffihúsaráp og shoppað á Laugarveginum
Snilldarleikritið Fullkomið Brúðkaup
erum svo að fara á Nings í kvöld þar sem Arna systir er 17 ára í dag (já og til hamingju Friðsemd og Heiðbjört með 26 árin í dag), á djammið seinna í kvöld, kaffiboð á morgun og svo verður slakað á fram að flugi á sunnudaginn.
Downsides???
Held hreinlega að ég sé búin að overdose-a á Bragðarefum
Hef ekki lært bút, enda í landinusemekkierhægtaðlæraí
Stórt gat á veskið mitt
Og að þurfa að kveðja alla jafnóðum og maður knúsar þá hæ
Já það er alltaf jafn indælt að koma á klakann.
Afmælisboð hjá tvíbbunum hennar Aspar
Grillveisla á Selfossi hjá Gunna og Ástrósu
Skoðuðum Óðinn í sveitinni
Mugison í Austurbæ
Kaffihús með skvísunum að austan
Matarboð hjá Gunnu og Villa
Sigling á bátnum hans pabba (by the way þá heitir báturinn Sóldís María)
Kaffihúsaráp og shoppað á Laugarveginum
Snilldarleikritið Fullkomið Brúðkaup
erum svo að fara á Nings í kvöld þar sem Arna systir er 17 ára í dag (já og til hamingju Friðsemd og Heiðbjört með 26 árin í dag), á djammið seinna í kvöld, kaffiboð á morgun og svo verður slakað á fram að flugi á sunnudaginn.
Downsides???
Held hreinlega að ég sé búin að overdose-a á Bragðarefum
Hef ekki lært bút, enda í landinusemekkierhægtaðlæraí
Stórt gat á veskið mitt
Og að þurfa að kveðja alla jafnóðum og maður knúsar þá hæ
fimmtudagur, maí 25, 2006
Oj
hvað ég er ódugleg að blogga!
En það helsta sem er búið að gerast síðustu 20 daga er eftirfarandi
Skóli
Mamma kom í heimsókn og áttum notalega helgi með henni
Próf hjá Eika
Leikskóli hjá Sóldísi
Gummi Jóh
Eurovision
Þynka djöfulsins
Belle & Sebastian - Ó men hvað það var gaman
Erum að fara til Íslands í kvöld
Sjáumst :o)
hvað ég er ódugleg að blogga!
En það helsta sem er búið að gerast síðustu 20 daga er eftirfarandi
Skóli
Mamma kom í heimsókn og áttum notalega helgi með henni
Próf hjá Eika
Leikskóli hjá Sóldísi
Gummi Jóh
Eurovision
Þynka djöfulsins
Belle & Sebastian - Ó men hvað það var gaman
Erum að fara til Íslands í kvöld
Sjáumst :o)
föstudagur, maí 05, 2006
Hverdagen
Eftir páska og próf tók hversdagsleikinn við hjá okkur. Núna mæti ég í skólann alla daga klukkan hálf níu (nema fös). Fíla þetta alveg geðveikt, líka þar sem ég er í svo skemmtilegu og áhugaverðu fagi... er eitthvað svo relevant. En fagið er lyfjafræði og er drullu erfitt, en bara eitthvað svo dýralæknalegt eitthvað.
En í aðrar óskemmtilegri fréttir. Þá er einhver að stela reglulega niðri í þvottahúsi! Hversu ömurlega glatað er það þegar maður býr í svona litlu samfélagi (Solbakken). Alla vega þá hef ég tekið eftir því síðustu vikur að það eru komin rosalega margir miðar upp þar sem fólk er að lýsa eftir hinu og þessu sem hefur horfið úr þvottinum og yfirleitt eru þetta einmitt svona stærri og eigulegri hlutir (ekki sokkar). Svo fór undirrituð að þvo í gær og ákvað að skella stutta, svart flauelisjakkanum mínum með. Og svo þegar Eiki fór að setja í þurrkarann var hann horfinn!!
djö$&%&#"$... ans#"!/)(#... hel&%$#"...
GLATAÐ!
Það er ekki eins og hann sé splúnkunýr og hafi verið dýr en hann var bara svo endalaust góður og ég gat verið í honum í öllum veðrum... var rosahlýr en ekki heldur of heitur þegar það var hlýtt... og ... ohh er bara ýkt fúl........
Jæja það er geggjað veður úti. Ég er á leið með fjölskylduna mína upp í skólann minn að hitta skólasystur þar sem það er árshátíð í skólanum og allir úti í picknick og drekka bjór og live tónlist. Allir að hita upp fyrir kvöldið og annað kvöld (árshátíðin í skólanum mínum er nefnilega tveggja sólarhringa djamm)
Eftir páska og próf tók hversdagsleikinn við hjá okkur. Núna mæti ég í skólann alla daga klukkan hálf níu (nema fös). Fíla þetta alveg geðveikt, líka þar sem ég er í svo skemmtilegu og áhugaverðu fagi... er eitthvað svo relevant. En fagið er lyfjafræði og er drullu erfitt, en bara eitthvað svo dýralæknalegt eitthvað.
En í aðrar óskemmtilegri fréttir. Þá er einhver að stela reglulega niðri í þvottahúsi! Hversu ömurlega glatað er það þegar maður býr í svona litlu samfélagi (Solbakken). Alla vega þá hef ég tekið eftir því síðustu vikur að það eru komin rosalega margir miðar upp þar sem fólk er að lýsa eftir hinu og þessu sem hefur horfið úr þvottinum og yfirleitt eru þetta einmitt svona stærri og eigulegri hlutir (ekki sokkar). Svo fór undirrituð að þvo í gær og ákvað að skella stutta, svart flauelisjakkanum mínum með. Og svo þegar Eiki fór að setja í þurrkarann var hann horfinn!!
djö$&%&#"$... ans#"!/)(#... hel&%$#"...
GLATAÐ!
Það er ekki eins og hann sé splúnkunýr og hafi verið dýr en hann var bara svo endalaust góður og ég gat verið í honum í öllum veðrum... var rosahlýr en ekki heldur of heitur þegar það var hlýtt... og ... ohh er bara ýkt fúl........
Jæja það er geggjað veður úti. Ég er á leið með fjölskylduna mína upp í skólann minn að hitta skólasystur þar sem það er árshátíð í skólanum og allir úti í picknick og drekka bjór og live tónlist. Allir að hita upp fyrir kvöldið og annað kvöld (árshátíðin í skólanum mínum er nefnilega tveggja sólarhringa djamm)
miðvikudagur, maí 03, 2006
Nasty Nasty Nasty Boy
Það er svo sem ekki frásögufærandi að segja frá því þegar fólk fer í klippingu en núna stenst ég ekki mátið.
Eiki hefur nú verið þekktur fyrir krúttaralegu krullurnar sínar. En nú er af sem áður var.
Krullurnar kvaddar
Vorum að spá í að halda þessum lokk :o)
Resultatet
Algjör töffari!
Það er svo sem ekki frásögufærandi að segja frá því þegar fólk fer í klippingu en núna stenst ég ekki mátið.
Eiki hefur nú verið þekktur fyrir krúttaralegu krullurnar sínar. En nú er af sem áður var.
Krullurnar kvaddar
Vorum að spá í að halda þessum lokk :o)
Resultatet
Algjör töffari!
fimmtudagur, apríl 20, 2006
gærdagurinn
Var alveg ferlega ljúfur (fyrir utan lestur um kúk).
Vaknaði við Sóldísi Maríu og söng frá Eika
Las
Svo fórum við Eiki út að borða á Stick´s & Sushi og vá hvað það var gott. Fengum okkur svo auðvitað Paradis-ís í eftirrétt. Eiki gaf mér líka þessi fínu sólgleraugu í afmælisgjöf og er því svaka skutla. Hann gaf mér líka ilmvatn sem ég á eftir að prufa á mér en boðar gott og nýja Prince diskinn sem er mjög góður við fyrstu hlustun alla vega.
Las meira
Dóri kom í mat og Eiki eldaði naut og lúxus meðlæti... mmm. Svo var náttúrulega meiri Paradis-ís í eftirmat :o)
Las enn meira
Kláraði Paradis-ísinn (roðn)
Sofa
Takk fyrir allar kveðjurnar :o) ... og já ég veit... Ég heiti Vigdís Tryggvadóttir og ég er Paradis-ísaholic
Var alveg ferlega ljúfur (fyrir utan lestur um kúk).
Vaknaði við Sóldísi Maríu og söng frá Eika
Las
Svo fórum við Eiki út að borða á Stick´s & Sushi og vá hvað það var gott. Fengum okkur svo auðvitað Paradis-ís í eftirrétt. Eiki gaf mér líka þessi fínu sólgleraugu í afmælisgjöf og er því svaka skutla. Hann gaf mér líka ilmvatn sem ég á eftir að prufa á mér en boðar gott og nýja Prince diskinn sem er mjög góður við fyrstu hlustun alla vega.
Las meira
Dóri kom í mat og Eiki eldaði naut og lúxus meðlæti... mmm. Svo var náttúrulega meiri Paradis-ís í eftirmat :o)
Las enn meira
Kláraði Paradis-ísinn (roðn)
Sofa
Takk fyrir allar kveðjurnar :o) ... og já ég veit... Ég heiti Vigdís Tryggvadóttir og ég er Paradis-ísaholic
Hva´ ??! Dansk?!
Nej nej nej nej... ÉG TALA BARA SVONA GÓÐA ÍSLENSKU!
Skil ekkert í þessu með mig. Ég er eitthvað alveg ferlega málhölt þessa dagana þegar það kemur að dönsku. Tók einmitt eftir þessu fyrir rúmri viku síðan þegar við Eiki fórum að tala við þjónustufulltrúann í bankanum. Held hann hafi átt voða erfitt með að trúa því að ég væri búinn að búa hér í 5 ár en auðvelt með að trúa mér þegar ég sagði honum að ég væri léleg í tungumálum.
Svo var ég upp í skóla í dag í munnlegu prófi og ég var svo hryllilega málhölt og asnaleg eitthvað. Jú auðvitað kom stress inn í og allt það en samt eitthvað alveg ferlega glötuð.
En af prófinu er svo sem ekki mikið að segja nema að ég féll. Fyrri hlutinn fjallaði um geymslu og dreyfingu á kúaskít, gekk ágætlega en með nokkrum holum. En svo var ég alveg ferlega óheppin þegar kennarinn ákvað að spyrja mig rosa mikið út úr lög og reglugerðir um meðhöndlun og dreyfingu á ræsisúrgangi. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekki búin að lesa mig mikið til um danskar reglugerðir um mannapiss og varð þetta bara eitt stórt kúkur og piss!
Nej nej nej nej... ÉG TALA BARA SVONA GÓÐA ÍSLENSKU!
Skil ekkert í þessu með mig. Ég er eitthvað alveg ferlega málhölt þessa dagana þegar það kemur að dönsku. Tók einmitt eftir þessu fyrir rúmri viku síðan þegar við Eiki fórum að tala við þjónustufulltrúann í bankanum. Held hann hafi átt voða erfitt með að trúa því að ég væri búinn að búa hér í 5 ár en auðvelt með að trúa mér þegar ég sagði honum að ég væri léleg í tungumálum.
Svo var ég upp í skóla í dag í munnlegu prófi og ég var svo hryllilega málhölt og asnaleg eitthvað. Jú auðvitað kom stress inn í og allt það en samt eitthvað alveg ferlega glötuð.
En af prófinu er svo sem ekki mikið að segja nema að ég féll. Fyrri hlutinn fjallaði um geymslu og dreyfingu á kúaskít, gekk ágætlega en með nokkrum holum. En svo var ég alveg ferlega óheppin þegar kennarinn ákvað að spyrja mig rosa mikið út úr lög og reglugerðir um meðhöndlun og dreyfingu á ræsisúrgangi. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekki búin að lesa mig mikið til um danskar reglugerðir um mannapiss og varð þetta bara eitt stórt kúkur og piss!
þriðjudagur, apríl 18, 2006
Páskar
Vaknaði páskadagsmorgun við það þegar Eiki var að læðast fram að ná í páskaeggið til að ná að fela það áður en ég skildi vakna... en páskaeggið var ekki á sínum stað, þar sem ég faldi það klukkan 5 um nóttina, eftir að Sóldís María hafði rumskað. hahahaha.
Eiki var svo í góðan tíma að leita og meira að segja var búinn að leita í skápnum sem ég faldi í og hefði þá verið endalaust lengi að leita ef við hefðum ekki tekið upp heitt/kalt kerfið. Egginu var svo slátrað með morgunkaffinu og fengum við málsháttinn Vinnan gefur vænan svefn.
Skelltum okkur svo til Malmø upp úr hádegi, til njóta páskalærisins með Elínu, Guðjóni, Oddi (bróðir Guðjóns) og Kristínu (kærasta Odds). Þetta var sko ekkert smá gott. Fleirri eggjum var líka slátrað í Svergie :o)
Við fjölskyldan rákum svo Elínu og Guðjón svefnsófann og tókum yfir hjónarúmið þá nóttina. Svo á mánudagsmorgun var horft á gæðateiknimynd frá DreamWorks að nafni Madagaskar og enn öðru páskaeggi slátrað... úff, þar fór megrunin! Eftir göngutúr um Malmø var brunað með lestinni aftur yfir í menningaborgina (þar sem er alltaf betra veður en í Malmø!)
Kisa tók svo fagnandi á móti okkur :o)
Vaknaði páskadagsmorgun við það þegar Eiki var að læðast fram að ná í páskaeggið til að ná að fela það áður en ég skildi vakna... en páskaeggið var ekki á sínum stað, þar sem ég faldi það klukkan 5 um nóttina, eftir að Sóldís María hafði rumskað. hahahaha.
Eiki var svo í góðan tíma að leita og meira að segja var búinn að leita í skápnum sem ég faldi í og hefði þá verið endalaust lengi að leita ef við hefðum ekki tekið upp heitt/kalt kerfið. Egginu var svo slátrað með morgunkaffinu og fengum við málsháttinn Vinnan gefur vænan svefn.
Skelltum okkur svo til Malmø upp úr hádegi, til njóta páskalærisins með Elínu, Guðjóni, Oddi (bróðir Guðjóns) og Kristínu (kærasta Odds). Þetta var sko ekkert smá gott. Fleirri eggjum var líka slátrað í Svergie :o)
Við fjölskyldan rákum svo Elínu og Guðjón svefnsófann og tókum yfir hjónarúmið þá nóttina. Svo á mánudagsmorgun var horft á gæðateiknimynd frá DreamWorks að nafni Madagaskar og enn öðru páskaeggi slátrað... úff, þar fór megrunin! Eftir göngutúr um Malmø var brunað með lestinni aftur yfir í menningaborgina (þar sem er alltaf betra veður en í Malmø!)
Kisa tók svo fagnandi á móti okkur :o)
5 ár
Já sá merkilegur atburður átti sér stað þann 9. apríl síðast liðinn. Við Eiki áttum fimm ára afmæli í Danmörku. Í tilefni dagsins bakaði Eiki pönnukökur, og gerði það svona lista vel. Meðan við nutum þeirra, ásamt rabbabarasultu og ís, rifjuðum við upp minningar síðustu 5 ára. Meðal þess var:
*Villt sumar 2001 og bakstur á Viktoriagade :o)
*Allt frábæra fólkið sem við erum búin að kynnast... og endurkynnast
*Hinar ýmsu heimsóknir sem við erum búin að fá
*Tónleikar og fleirri tónleikar í Vega
*Tranehavegård og gamla liðið
*Netto: Léleg úrval, illalyktandi fólk en ódýrt
*Hjól
*Billigt øl
*Horfa eftir fólki heim :o(
*Pres, pres, pres,pres.... det er en pige!!!
...æi og svo margt fleirra
En læt þessa skemmtilegu mynd af mér að njóta Eikabaksturs í tilefni dagsins fylgja með
Já sá merkilegur atburður átti sér stað þann 9. apríl síðast liðinn. Við Eiki áttum fimm ára afmæli í Danmörku. Í tilefni dagsins bakaði Eiki pönnukökur, og gerði það svona lista vel. Meðan við nutum þeirra, ásamt rabbabarasultu og ís, rifjuðum við upp minningar síðustu 5 ára. Meðal þess var:
*Villt sumar 2001 og bakstur á Viktoriagade :o)
*Allt frábæra fólkið sem við erum búin að kynnast... og endurkynnast
*Hinar ýmsu heimsóknir sem við erum búin að fá
*Tónleikar og fleirri tónleikar í Vega
*Tranehavegård og gamla liðið
*Netto: Léleg úrval, illalyktandi fólk en ódýrt
*Hjól
*Billigt øl
*Horfa eftir fólki heim :o(
*Pres, pres, pres,pres.... det er en pige!!!
...æi og svo margt fleirra
En læt þessa skemmtilegu mynd af mér að njóta Eikabaksturs í tilefni dagsins fylgja með
þriðjudagur, apríl 04, 2006
Lærdómur, veikindi og rigning
Þetta eru lykilorðin hjá okkur þessa dagana.
Próf hjá mér í næstu viku og vikuna eftir það og verkefnaskil hjá Eika framundan.
Svo náði sú litla sér í einhverja flensu og vaknaði í nótt með hita og stíflað nef. Raskar aðeins lærdóminn en vinnum úr því.
Loksins hætt að vera þessi skítakuldi og tek ég rigningunni fagnandi. Vorboðinn ljúfi.
Ó men hvað þetta er leiðinlegt blogg....
Þetta eru lykilorðin hjá okkur þessa dagana.
Próf hjá mér í næstu viku og vikuna eftir það og verkefnaskil hjá Eika framundan.
Svo náði sú litla sér í einhverja flensu og vaknaði í nótt með hita og stíflað nef. Raskar aðeins lærdóminn en vinnum úr því.
Loksins hætt að vera þessi skítakuldi og tek ég rigningunni fagnandi. Vorboðinn ljúfi.
Ó men hvað þetta er leiðinlegt blogg....
laugardagur, mars 25, 2006
Ma, Pa og TRABANT
Þetta er búin að vera alveg rosalega hugguleg vika. Mamma og pabbi komu á þriðjudaginn og við erum bara búin að vera í hygge, spjalli og bæjarrápi síðan. Er strax komin með kvíða fyrir að þurfa að kveðja þau á mánudaginn.
En þegar amman og afinn eru í heimsókn er maður náttúrulega með pottþétta pössun og við hjónakornin nýttum okkur það svo sannarlega í gærkveldi. Eiki skellti sér í þrítugsafmæli hjá Baldvini fótboltafélaga sínum og ég fór ásamt Heiðu og Dóra á TRABANT tónleika. Sjitt hvað það var gaman. Þetta er nú meira showið hjá þeim. Ekkert smá skemmtilegir á sviði. Mjög kynferðislegir en jarða við að vera bara perralegir í stað sexy. En gera þetta svona skemmtilega vel að maður tekur ekki augun af þeim á meðan :o) Mér leið eins og ég væri í einkapartýi því þarna voru á bilinu 100-200 íslendingar og sviðið á hæð við skókassa. Hitti fullt af góðu fólki, bæði gömlu og nýju :o)
Þetta er búin að vera alveg rosalega hugguleg vika. Mamma og pabbi komu á þriðjudaginn og við erum bara búin að vera í hygge, spjalli og bæjarrápi síðan. Er strax komin með kvíða fyrir að þurfa að kveðja þau á mánudaginn.
En þegar amman og afinn eru í heimsókn er maður náttúrulega með pottþétta pössun og við hjónakornin nýttum okkur það svo sannarlega í gærkveldi. Eiki skellti sér í þrítugsafmæli hjá Baldvini fótboltafélaga sínum og ég fór ásamt Heiðu og Dóra á TRABANT tónleika. Sjitt hvað það var gaman. Þetta er nú meira showið hjá þeim. Ekkert smá skemmtilegir á sviði. Mjög kynferðislegir en jarða við að vera bara perralegir í stað sexy. En gera þetta svona skemmtilega vel að maður tekur ekki augun af þeim á meðan :o) Mér leið eins og ég væri í einkapartýi því þarna voru á bilinu 100-200 íslendingar og sviðið á hæð við skókassa. Hitti fullt af góðu fólki, bæði gömlu og nýju :o)
sunnudagur, mars 19, 2006
Brúðkaupsafmæli
by Guðjón Jónsson (klikkið á myndina til að sjá fleirri sýnishorn)
Jæja, 1. brúðkaupsafmælið gengið í garð, pappírs brúðkaup minnir mig að það sé kallað. Vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða.
Já man að á svipuðum tíma í fyrra þá var ég í bílnum ásamt mömmu og systrum á leið á Selfoss í flikk fyrir athöfnina. Þarna sat ég að þjala á mér neglurnar og var að hugsa "Ó mæ god, í dag er brúðkaupsdagurinn minn". Enginn kvíði bara tilhlökkun. Það var allt frekar grámyglulegt og rigning öðru hvoru en það var ekkert að angra mig, mér var alveg sama. Svo þegar við Eiki vorum að koma keyrandi að kirkjunni stytti upp og sólargeislarnir brutust í gegnum skýin.
Fyndnast fannst mér hvað ég var bjartsýn að ég myndi ekki gráta. Sagði við Eika rétt áður en ég labbaði inn að ég héldi bara að ég myndi ekkert gráta. Hann var ekki eins bjartsýnn og sannfærði mig að taka með mér tissjú og vá hvað ég þakkaði honum mikið fyrir því séra Auður Eir var ekki búin með eina setningu þegar mín var komin með ekkann!
Við erum nú talin frekar meir í minni fjölskyldu, sérstaklega (eða eingöngu) kvenleggurinn og í lok athöfninnar heyrðist varla í Söru Bjarney þegar hún söng, fyrir ekkasogum :o)
Dagurinn var í alla staði frábær.
Takk enn og aftur fyrir okkur, allar gjafir, alla sem hjálpuðu okkur.
Vil sérstaklega þakka Söru fyrir flottan söng í kirkjunni, Guðjóni fyrir allar fallegu myndirnar, pabba fyrir eftirminnilega ræðu í veislunni og fjölskyldu fyrir alla hjálpina og stuðninginn.
Takk
by Guðjón Jónsson (klikkið á myndina til að sjá fleirri sýnishorn)
Jæja, 1. brúðkaupsafmælið gengið í garð, pappírs brúðkaup minnir mig að það sé kallað. Vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða.
Já man að á svipuðum tíma í fyrra þá var ég í bílnum ásamt mömmu og systrum á leið á Selfoss í flikk fyrir athöfnina. Þarna sat ég að þjala á mér neglurnar og var að hugsa "Ó mæ god, í dag er brúðkaupsdagurinn minn". Enginn kvíði bara tilhlökkun. Það var allt frekar grámyglulegt og rigning öðru hvoru en það var ekkert að angra mig, mér var alveg sama. Svo þegar við Eiki vorum að koma keyrandi að kirkjunni stytti upp og sólargeislarnir brutust í gegnum skýin.
Fyndnast fannst mér hvað ég var bjartsýn að ég myndi ekki gráta. Sagði við Eika rétt áður en ég labbaði inn að ég héldi bara að ég myndi ekkert gráta. Hann var ekki eins bjartsýnn og sannfærði mig að taka með mér tissjú og vá hvað ég þakkaði honum mikið fyrir því séra Auður Eir var ekki búin með eina setningu þegar mín var komin með ekkann!
Við erum nú talin frekar meir í minni fjölskyldu, sérstaklega (eða eingöngu) kvenleggurinn og í lok athöfninnar heyrðist varla í Söru Bjarney þegar hún söng, fyrir ekkasogum :o)
Dagurinn var í alla staði frábær.
Takk enn og aftur fyrir okkur, allar gjafir, alla sem hjálpuðu okkur.
Vil sérstaklega þakka Söru fyrir flottan söng í kirkjunni, Guðjóni fyrir allar fallegu myndirnar, pabba fyrir eftirminnilega ræðu í veislunni og fjölskyldu fyrir alla hjálpina og stuðninginn.
Takk
þriðjudagur, mars 14, 2006
Eirðarlaus
Sit hérna heima og veit ekkert hvað ég á að gera við mig... horfi stanslaust á klukkuna... korter eftir!
Var að afhenda Sóldísi í fyrsta skipti í Vuggestuen. Litla skinnið fór að gráta þegar ég kvaddi hana. Hún á bara að vera í hálftíma, svona í fyrsta skiptið, og svo má ég koma.
12 mín eftir.
Sit hérna heima og veit ekkert hvað ég á að gera við mig... horfi stanslaust á klukkuna... korter eftir!
Var að afhenda Sóldísi í fyrsta skipti í Vuggestuen. Litla skinnið fór að gráta þegar ég kvaddi hana. Hún á bara að vera í hálftíma, svona í fyrsta skiptið, og svo má ég koma.
12 mín eftir.
fimmtudagur, mars 09, 2006
Lost in Translation?
Þær stóru fréttir voru að berast í Fífuhvamminn og alla leið hingað á Solbakken að hún Arna Steinunn litla systir mín var að fá jákvætt svar frá AFS varðandi skiptinám í Japan. Já skvísan er að fara í eitt ár til Japans frá og með 1. feb 2007!
Efaðist eiginlega aldrei um að hún myndi ekki vera valin úr hópi umsækjanda. Enda eins og þeir sem þekkja hana vita, þá er Arna algjör gullmoli og heimurinn væri betri ef það væru fleirri Örnur á ferð. Jákvæðaðri og betri manneskju hef ég ekki kynnst.
Það eina sem væri hægt að saka hana um væri að hún talaði of mikið :o)
Til lukku með þetta Adda Padda mín
Þær stóru fréttir voru að berast í Fífuhvamminn og alla leið hingað á Solbakken að hún Arna Steinunn litla systir mín var að fá jákvætt svar frá AFS varðandi skiptinám í Japan. Já skvísan er að fara í eitt ár til Japans frá og með 1. feb 2007!
Efaðist eiginlega aldrei um að hún myndi ekki vera valin úr hópi umsækjanda. Enda eins og þeir sem þekkja hana vita, þá er Arna algjör gullmoli og heimurinn væri betri ef það væru fleirri Örnur á ferð. Jákvæðaðri og betri manneskju hef ég ekki kynnst.
Það eina sem væri hægt að saka hana um væri að hún talaði of mikið :o)
Til lukku með þetta Adda Padda mín
miðvikudagur, mars 08, 2006
Smá upprifjun
Århus var æði. Bara allt of stutt eins og vanalega... næst stoppum við í viku :o)
Við Brynja skelltum okkur á djammið á laugardagskvöldinu. Fórum á árshátíð íslenskra læknanema í Danmörku. Mér fannst ég vera óttarleg boðflenna en var svo tekin með opnum örmum :o) Hitti fullt af frábæru fólki, en þó var skemmtilegast að hitta Söru og Ástu vinkonur mínar frá Odense
Svo leið vikan og núna á laugardagskvöldið skellti ég mér aftur út á lífið. Við Heiða og Ingibjörg (sem er að vinna með Heiðu) fórum á Snow Patrol tónleika í Vega. Það var rosa stuð. Ég þekkti þessa hljomsveit ekki neitt áður og komu þeir skemmtilega á óvart. Söngvarinn var líka mjög skemmtilegur á sviði og djókaði mikið milli laga sem mér finnst alltaf svo skemmtilegt. Var svo aðeins kíkt á djammið sem endaði á trúnó með Heiðu og Dóra á Pilegården :o)
En núna er litla snúllan búin að vera lasin. Var fyrst hitalaus í morgun og vonandi helst það ég dag. Líklegast verður svo fyrsti leikskóladagurinn hennar á morgun !
Tengdó eru svo að koma á fös og ma og pa eftir tæpar 2 vikur! Jibbííí
Århus var æði. Bara allt of stutt eins og vanalega... næst stoppum við í viku :o)
Við Brynja skelltum okkur á djammið á laugardagskvöldinu. Fórum á árshátíð íslenskra læknanema í Danmörku. Mér fannst ég vera óttarleg boðflenna en var svo tekin með opnum örmum :o) Hitti fullt af frábæru fólki, en þó var skemmtilegast að hitta Söru og Ástu vinkonur mínar frá Odense
Svo leið vikan og núna á laugardagskvöldið skellti ég mér aftur út á lífið. Við Heiða og Ingibjörg (sem er að vinna með Heiðu) fórum á Snow Patrol tónleika í Vega. Það var rosa stuð. Ég þekkti þessa hljomsveit ekki neitt áður og komu þeir skemmtilega á óvart. Söngvarinn var líka mjög skemmtilegur á sviði og djókaði mikið milli laga sem mér finnst alltaf svo skemmtilegt. Var svo aðeins kíkt á djammið sem endaði á trúnó með Heiðu og Dóra á Pilegården :o)
En núna er litla snúllan búin að vera lasin. Var fyrst hitalaus í morgun og vonandi helst það ég dag. Líklegast verður svo fyrsti leikskóladagurinn hennar á morgun !
Tengdó eru svo að koma á fös og ma og pa eftir tæpar 2 vikur! Jibbííí
mánudagur, mars 06, 2006
Veikindi og þreyta
Litla skvísan tók upp á því í gær að ná sér í einhverja pest og var komin með hita í gærkvöldi. Þannig við mæðgur erum bara heima og enginn fyrsti dagur í Vuggestue... vonandi verður hún orðin frísk fyrir morgundaginn.
Svo er ég þreytt þar sem ég vakti yfir Óskarnum í nótt. Hefð síðan 1991 og engin breyting þar á. Þetta var fínn Óskar og so suprises fyrr en í lokin þegar Crash vann bestu mynd. Var nokkuð viss um að Brokeback Mountain myndi vinna og var eflaust ekki sú eina sem hélt það. Jon Stewart var mjög góður á köflum og bara ágætis hátíð, en ekki sú besta sem ég hef séð.
Jæja hún er vöknuð og kallar á mömmu sína.... meira seinna
Litla skvísan tók upp á því í gær að ná sér í einhverja pest og var komin með hita í gærkvöldi. Þannig við mæðgur erum bara heima og enginn fyrsti dagur í Vuggestue... vonandi verður hún orðin frísk fyrir morgundaginn.
Svo er ég þreytt þar sem ég vakti yfir Óskarnum í nótt. Hefð síðan 1991 og engin breyting þar á. Þetta var fínn Óskar og so suprises fyrr en í lokin þegar Crash vann bestu mynd. Var nokkuð viss um að Brokeback Mountain myndi vinna og var eflaust ekki sú eina sem hélt það. Jon Stewart var mjög góður á köflum og bara ágætis hátíð, en ekki sú besta sem ég hef séð.
Jæja hún er vöknuð og kallar á mömmu sína.... meira seinna
mánudagur, febrúar 27, 2006
End of an era
Við mæðgur nývaknaðar og sætar :o)
Beið okkar bréf þegar við komum frá Århus þar sem litla stelpan okkar er komin með pláss í vuggestue frá og með 1. mars!
Blendnar tilfinningar brutust út hjá mér. Gleði þar sem fyrirlestrar byrja hjá mér næsta mánudag og gott að komast á sem flesta. Og svo bara yfirþyrmandi sorg yfir því að litla stelpan sé bara orðin stór delpa á leikskóla! Kúrimorgnar með mömmu og barneignarorlof á enda. Líka smá sektarkend gagnvart henni að setja hana svona snemma frá mér. En svona er þetta bara.
Vuggestuen (börn frá 6 mánaða til 3 ára) er hérna í húsinu sem er frábærlega þægilegt á alla kanta. Við verðum svo bara að vera dugleg að fara í hjólatúra svo barnið sjái eitthvað annað en Solbakken :o) Fórum í dag í smá viðtal og okkur leist bara vel á. Nice fólk og svona, sem mest mikilvægast! Ákváðum svo að hún myndi ekki byrja fyrr en á mánudaginn, þannig ég hef rétt tæpa viku í að njóta þess að vera í barneignarorlofi :o)
Við mæðgur nývaknaðar og sætar :o)
Beið okkar bréf þegar við komum frá Århus þar sem litla stelpan okkar er komin með pláss í vuggestue frá og með 1. mars!
Blendnar tilfinningar brutust út hjá mér. Gleði þar sem fyrirlestrar byrja hjá mér næsta mánudag og gott að komast á sem flesta. Og svo bara yfirþyrmandi sorg yfir því að litla stelpan sé bara orðin stór delpa á leikskóla! Kúrimorgnar með mömmu og barneignarorlof á enda. Líka smá sektarkend gagnvart henni að setja hana svona snemma frá mér. En svona er þetta bara.
Vuggestuen (börn frá 6 mánaða til 3 ára) er hérna í húsinu sem er frábærlega þægilegt á alla kanta. Við verðum svo bara að vera dugleg að fara í hjólatúra svo barnið sjái eitthvað annað en Solbakken :o) Fórum í dag í smá viðtal og okkur leist bara vel á. Nice fólk og svona, sem mest mikilvægast! Ákváðum svo að hún myndi ekki byrja fyrr en á mánudaginn, þannig ég hef rétt tæpa viku í að njóta þess að vera í barneignarorlofi :o)
föstudagur, febrúar 24, 2006
Blogg og myndir
Jæja er ekki réttast að skrifa nokkrar línur.
Við erum að fara til Århus eftir 2 tíma að heimsækja Trausta, Brynju og Sölku Sól. Langþráð ferð sem við erum búin að þurfa að fresta aftur og aftur síðan í haust. Hlökkum ýkt mikið til
Svo erum við búin að vera með Sigga og Gunnhildi í Køben í vikunni. Þau eru búin að vera í fríi, barnlaus og aðeins að máta stórborgina. Búið að vera rosa nice að fá þau og sjá þau
Lífið gengur sinn vanagang hérna í dk eins og í rvk reikna ég með. Hversdagsleikinn er nú frekar óspennandi. Ég er aðeins farin að glugga í bækurnar. Fødevaresikkerhed (matvælaöryggi) er á borðum, eins óspennandi og það hljómar. Fer í prófið snemma í apríl en þetta er nú mest upprifjun þar sem ég er nú búin að lesa þetta áður en fór ekki í prófið því ég fékk botnlangakast
Sóldís er nú orðin 7 mánaða. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða. Erum svo að bíða eftir leikskólaplássi fyrir skvísuna þar sem ég byrja í tímum 6.mars í Farmakologi (lyfjafræði). Sé ekki fram á að mæta mikið til að byrja með þar sem leikskólaplássin vaxa ekki á trjánum hérna í Køben. En vonandi kemur þetta á næstu vikum.
Jæja verð að fara að gera okkur klár fyrir ferðalagið
Góða helgi
p.s. komnar nýjar myndir inn á síðuna hennar
Jæja er ekki réttast að skrifa nokkrar línur.
Við erum að fara til Århus eftir 2 tíma að heimsækja Trausta, Brynju og Sölku Sól. Langþráð ferð sem við erum búin að þurfa að fresta aftur og aftur síðan í haust. Hlökkum ýkt mikið til
Svo erum við búin að vera með Sigga og Gunnhildi í Køben í vikunni. Þau eru búin að vera í fríi, barnlaus og aðeins að máta stórborgina. Búið að vera rosa nice að fá þau og sjá þau
Lífið gengur sinn vanagang hérna í dk eins og í rvk reikna ég með. Hversdagsleikinn er nú frekar óspennandi. Ég er aðeins farin að glugga í bækurnar. Fødevaresikkerhed (matvælaöryggi) er á borðum, eins óspennandi og það hljómar. Fer í prófið snemma í apríl en þetta er nú mest upprifjun þar sem ég er nú búin að lesa þetta áður en fór ekki í prófið því ég fékk botnlangakast
Sóldís er nú orðin 7 mánaða. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða. Erum svo að bíða eftir leikskólaplássi fyrir skvísuna þar sem ég byrja í tímum 6.mars í Farmakologi (lyfjafræði). Sé ekki fram á að mæta mikið til að byrja með þar sem leikskólaplássin vaxa ekki á trjánum hérna í Køben. En vonandi kemur þetta á næstu vikum.
Jæja verð að fara að gera okkur klár fyrir ferðalagið
Góða helgi
p.s. komnar nýjar myndir inn á síðuna hennar
Klukk
Búið að klukka mig tvisvar og ég ætla að láta undan....
4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
-Hrauneyjafossvirkjun, Landsvirkjun (unglingavinna)
-Domino´s København (sendill á Scooter)
-Húsdýragarðurinn (dýrahirðir)
-Novo Nordisk (insúlín rannsóknir)
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
-Pretty Woman
-Spaceballs
-Reservoir Dogs
-Forrest Gump
4 staðir em ég hef búið á:
-Norður-Nýjabæ, Þykkvabæ
-Fífuhvammur 17, Kóp
-Tranehavegård 37, st.mf., København
-Rektorparken 14, 2tv, Solbakken, København
4 þættir sem ég fíla:
-Lost
-CSI
-Desperate Housewifes
-Shaka Zulu (man hvað ég var heilluð af þessum þáttum þegar ég var lítil)
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-New York, USA
-Venecia, IT
-Ísland
-Jótland, DK
4 síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan blogg):
-mbl.is
-kvl.dk
-aok.dk
-soldismaria.barnaland.is/gestabok
4 matarkyns sem ég held upp á:
-Kjöt í Karrý a la mamma
-Bragðarrefur með ferskum jarðaberum og góðgæti
-Fajitas a la Solbakken
-Paradis-ís (besti ís í heimi!!)
4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
-Sófahangsi í Fífó
-Upp í rúmi að kúra með Sóldísi, og Eiki mætti líka vera með :o)
-Á ferðalagi um Ástralíu, Nýja-Sjálandi eða Afríku
-Að keyra hringinn um Ísland (helst samt um sumar, come to think of it)
4 hljómsveitir sem ég vil sjá spila á tónleikum:
-U2
-Arcade Fire
-Anthony & The Johnsons
-Rufus Wainwright
4 hlutir sem ég sakna mest við Ísland:
-Sófahangs í Fífuhvammi
-Bragðarefur með ferskum jarðaberum og góðgæti
-Bílar
-og af sjálfsögðu allt frábæra fólkið okkar á klakanum :o)
Búið að klukka mig tvisvar og ég ætla að láta undan....
4 vinnur sem ég hef unnið um ævina:
-Hrauneyjafossvirkjun, Landsvirkjun (unglingavinna)
-Domino´s København (sendill á Scooter)
-Húsdýragarðurinn (dýrahirðir)
-Novo Nordisk (insúlín rannsóknir)
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
-Pretty Woman
-Spaceballs
-Reservoir Dogs
-Forrest Gump
4 staðir em ég hef búið á:
-Norður-Nýjabæ, Þykkvabæ
-Fífuhvammur 17, Kóp
-Tranehavegård 37, st.mf., København
-Rektorparken 14, 2tv, Solbakken, København
4 þættir sem ég fíla:
-Lost
-CSI
-Desperate Housewifes
-Shaka Zulu (man hvað ég var heilluð af þessum þáttum þegar ég var lítil)
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-New York, USA
-Venecia, IT
-Ísland
-Jótland, DK
4 síður sem ég skoða daglega: (fyrir utan blogg):
-mbl.is
-kvl.dk
-aok.dk
-soldismaria.barnaland.is/gestabok
4 matarkyns sem ég held upp á:
-Kjöt í Karrý a la mamma
-Bragðarrefur með ferskum jarðaberum og góðgæti
-Fajitas a la Solbakken
-Paradis-ís (besti ís í heimi!!)
4 staðir sem ég vildi helst vera á núna:
-Sófahangsi í Fífó
-Upp í rúmi að kúra með Sóldísi, og Eiki mætti líka vera með :o)
-Á ferðalagi um Ástralíu, Nýja-Sjálandi eða Afríku
-Að keyra hringinn um Ísland (helst samt um sumar, come to think of it)
4 hljómsveitir sem ég vil sjá spila á tónleikum:
-U2
-Arcade Fire
-Anthony & The Johnsons
-Rufus Wainwright
4 hlutir sem ég sakna mest við Ísland:
-Sófahangs í Fífuhvammi
-Bragðarefur með ferskum jarðaberum og góðgæti
-Bílar
-og af sjálfsögðu allt frábæra fólkið okkar á klakanum :o)
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
Helgin
Óhætt að segja að helgin sem var að líða hafi verið hrein snilld.
Gunna kom á fimmtudaginn og þar með hófst helgin. Röltum niður Istedgade og kíktum í búðir og fengum okkur svo Paradis, sem tryggir lesendur þessarrar heimasíðu vita, þykir mér ekki leiðinlegt.
Föstudagurinn fór svo í verslunarleiðangur niður í bæ og um kvöldið kom svo Villi hennar Gunnu. Þau skelltu sér öll í pre-Þorrablótspartý heim til Heiðu þar sem voru hinar ýmsu þjóðlegar veitingar í boði Danna sem kom með hvorki meira né minna en 14 kg af Þorramat og slatta mikið af íslensku nammi.
Svo á laugardaginn fóru þau hjónakornin niður í bæ og svo hófst undirbúningur fyrir kvöldið. Eiki var farinn snemma um morgunin að keppa í IcelandAir Open og vann hans lið. Þeir fengu flugmiða til Íslands í verðlaun, ekki slæmt það. Eiki var svo heima með Sóldísi á meðan við hin skelltum okkur út á lífið. Skemmti mér ÓGEÐS vel á Þorrablótinu og hitti fullt af skemmtilegu fólki.
Svo var bara slakað á á sunnudeginum. Fórum í bæinn og rifjuðum upp smá skautatakta á Kongens Nytorv. Shit hvað maður er nú búinn að gleyma. Verður að segjast að hún Gunna var nú mun tignarlegri á skautunum en ég :o) Villi flaug svo heim um kvöldið.
Svo í gær var aftur kíkt í búðir, þetta sinn í Fields. Það var nú ekki mikið skoðað bara verslað á litla Grím og fengið sér kaffi. Við Gunna og Friðsemd fórum svo út að borða í gærkveldi og skriðum við Gunna heim um hálf eitt. Nokkrum Mojito´s seinna :o)
Gunna fór svo í morgun. Og þar með var helgin búin :o(
Óhætt að segja að helgin sem var að líða hafi verið hrein snilld.
Gunna kom á fimmtudaginn og þar með hófst helgin. Röltum niður Istedgade og kíktum í búðir og fengum okkur svo Paradis, sem tryggir lesendur þessarrar heimasíðu vita, þykir mér ekki leiðinlegt.
Föstudagurinn fór svo í verslunarleiðangur niður í bæ og um kvöldið kom svo Villi hennar Gunnu. Þau skelltu sér öll í pre-Þorrablótspartý heim til Heiðu þar sem voru hinar ýmsu þjóðlegar veitingar í boði Danna sem kom með hvorki meira né minna en 14 kg af Þorramat og slatta mikið af íslensku nammi.
Svo á laugardaginn fóru þau hjónakornin niður í bæ og svo hófst undirbúningur fyrir kvöldið. Eiki var farinn snemma um morgunin að keppa í IcelandAir Open og vann hans lið. Þeir fengu flugmiða til Íslands í verðlaun, ekki slæmt það. Eiki var svo heima með Sóldísi á meðan við hin skelltum okkur út á lífið. Skemmti mér ÓGEÐS vel á Þorrablótinu og hitti fullt af skemmtilegu fólki.
Svo var bara slakað á á sunnudeginum. Fórum í bæinn og rifjuðum upp smá skautatakta á Kongens Nytorv. Shit hvað maður er nú búinn að gleyma. Verður að segjast að hún Gunna var nú mun tignarlegri á skautunum en ég :o) Villi flaug svo heim um kvöldið.
Svo í gær var aftur kíkt í búðir, þetta sinn í Fields. Það var nú ekki mikið skoðað bara verslað á litla Grím og fengið sér kaffi. Við Gunna og Friðsemd fórum svo út að borða í gærkveldi og skriðum við Gunna heim um hálf eitt. Nokkrum Mojito´s seinna :o)
Gunna fór svo í morgun. Og þar með var helgin búin :o(
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
Svefnlaus
Síðustu tvær nætur höfum við Eiki sofið mjög illa. Ekki af því að við þurfum að sinna Sóldísi... neeei heldur vegna þess að kisa er að breima.
Já sem sagt kisa er ekki kettlingafull. Og hún er að gera okkur gráhærð. Hún hefur sko alveg breimað áður en ekki í líkingu við þetta. Er sífellt vælandi og ekkert venjulegt væl. Held að þetta sé verra núna af því hún veit hvað það er sem henni vantar eftir að hún fór í heimsókn til Dahawk töffara.
Alla vega þetta hefur endað þannig báðar næturnar að ég loka okkur kisu inn í stofu svo hún veki ekki barnið. Það þýðir ekkert að loka hana eina frammi því þá hendir hún sér hvað eftir annað á hurðina og býr til þá bara ennþá meiri læti.
Er það nú ástand. Vona að þetta fari nú að hætta. En var að lesa á netinu að þetta gæti tekið allt að 10 daga!! ó nó
Síðustu tvær nætur höfum við Eiki sofið mjög illa. Ekki af því að við þurfum að sinna Sóldísi... neeei heldur vegna þess að kisa er að breima.
Já sem sagt kisa er ekki kettlingafull. Og hún er að gera okkur gráhærð. Hún hefur sko alveg breimað áður en ekki í líkingu við þetta. Er sífellt vælandi og ekkert venjulegt væl. Held að þetta sé verra núna af því hún veit hvað það er sem henni vantar eftir að hún fór í heimsókn til Dahawk töffara.
Alla vega þetta hefur endað þannig báðar næturnar að ég loka okkur kisu inn í stofu svo hún veki ekki barnið. Það þýðir ekkert að loka hana eina frammi því þá hendir hún sér hvað eftir annað á hurðina og býr til þá bara ennþá meiri læti.
Er það nú ástand. Vona að þetta fari nú að hætta. En var að lesa á netinu að þetta gæti tekið allt að 10 daga!! ó nó
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
Fyrir ykkur
sem nennið ekki að lesa langan pistil um Múhammeð teikningar.
Þá gengur lífið sinn vanagang. Gunna vinkona er svo að koma á morgun verðum eitthvað brallað um helgina. Við ætlum m.a. að skella okkur á Þorrablótið í Tívolí. Villi kemur líka þar sem hann millilendir í Köben frá Svíþjóð. Mmmm hvað ég hlakka til að fá súran matinn.
Sóldís María vex og dafnar og er farin að segja mamma. En það eru einhverjar skiptar skoðanir á því hjá okkur hjónunum :o)
Ég er að fara í klippingu. Yes. Þannig Over and Out.
sem nennið ekki að lesa langan pistil um Múhammeð teikningar.
Þá gengur lífið sinn vanagang. Gunna vinkona er svo að koma á morgun verðum eitthvað brallað um helgina. Við ætlum m.a. að skella okkur á Þorrablótið í Tívolí. Villi kemur líka þar sem hann millilendir í Köben frá Svíþjóð. Mmmm hvað ég hlakka til að fá súran matinn.
Sóldís María vex og dafnar og er farin að segja mamma. En það eru einhverjar skiptar skoðanir á því hjá okkur hjónunum :o)
Ég er að fara í klippingu. Yes. Þannig Over and Out.
Í deiglunni
Síðustu 10 daga er ég búin að vera með hnút í maganum. Verkjar í hjartað þegar ég horfi á fréttir og er með nettan kvíða fyrir morgundeginum. Veit ekki hvað þetta mál fyllir fréttatímann mikið á Íslandi en það er vart ekki talað um annað hérna í Danmörku, enda Danmörk miðjan í þessu máli.
Islam vs. Danmörk.
Já þetta er næstum óskiljanlegt fyrir okkur Vesturlandsbúa. "Hvað er málið!!" hugsa flestir, "þetta eru bara teikningar!" Það sem margir ekki vita það að samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að teikna, eða gera einhverja mynd/hugmynd af Múhammeð. "SO!!" hugsa flestir enn.
Já so! sagði ég líka og segi kannski enn. En viðbrögðin gagnvart þessu hafa verið miklu meiri og harðari en nokkur gerði sér grein fyrir eða hugarlund um og þetta er komið svo langt fram yfir þessar teikningar og boycott á dönskum vörum.
Ef við tökum t.d. þá atburði sem gerðust í Sýrlandi þar sem sendiráð Danmerkur og Noregs voru brennd niður. Þá er talið að þessi múgæsingur hafi aðallega myndast vegna sms-a sem gengu á milli fólks þar sem það var haldið fram að Danir væru að safnast saman á Rådhuspladsen til að brenna Kóraninn. Sem ég og þú vitum að átti sér engan veginn stað. Þetta er ekki eina dæmið um rangar staðreyndir sem hafa verið að ganga á milli fólks.
Svo er hægt að spyrja hvort JyllandsPosten hefðu átt að birta þessar myndir. Kannski ekki, til virðinga við múslima og þeirra trú. En svo ríkir jú málfrelsi og af hverju þá ekki að birta þessar myndir.
Ég skil báðar hliðar á málinu og það er ofsalega fín lína þarna á milli. En held samt að viðbrögðin séu komin langt umfram normið. Og ekki eru t.d. sms og rangur fréttaflutningur að hjálpa til. Fæ soldið á tilfinninguna að þessar teikningar séu afsökun fyrir útrás á einhverri reiði og frústreringu gagnvart hinum vestræna heimi. Við höfum jú alltaf sitið og litið niður á ýmis gildi og hefðir hjá múslimum (t.d. slæður) og fundist okkar gildi alltaf vera satt og rétt.
Það sem mér finnst nú kaldhæðnislegast við þetta allt saman er að við erum að tala um Danmörk. Land sem hefur verið mjög sveigjanlegt og tolerant gagnvart múslimum miðað við flest önnur vestræn ríki. Sem dæmi um það þá bjóða leikskólar í Kaupmannahöfn aðeins upp á Halal slátrað kjöt og margir skólar bjóða ekki upp á svínakjöt. Svo er hægt að ræða það hvort það sé rétt þróun.
Versta við þetta allt saman að það var lítill hópur af dönskum Imam múslimum (múslimahópur í DK, soldið öfgakenndur) sem fóru til miðausturlanda með þessar myndir og mötuðu fjölmiðla og hina ýmsu hópa með þessum upplýsingum og krydduðu þetta víst vel. Fremstur í flokki var hann Abu Laban. Skil eiginlega ekki hvað þessi maður er að gera hérna í DK ennþá. Flestir (ef ekki allir) terroristar sem hafa tengst Danmörku á einhvern hátt hafa allir verið persónulegir vinir þessa manns. Svo hefur hann t.d. í þessu máli öllu verið að segja eitt hérna í Danmörku og annað við arabíska fjölmiðla. Kannski er bara gott að hafa hann nálægt til að fylgjast með honum.
Svo er hægt að spyrja. Eru þessi viðbrögð sem við sjáum í fréttum að sýna rétta mynd á skoðunum og viðbrögðum múslima overall? Eða er þetta aðeins einhver minnihluta hópur af ofsatrúarmönnum? Ég væri alla vega ekki til í að hópur af ofsatrúuðum kristnum mönnum væri að tala fyrir mína hönd í ýmsum málum, eins og t.d. kynlífi og fóstureyðingum, eða bara í flestum málum.
En til að ljúka þessu röfli hjá mér þá fannst mér nokkuð gott sem ein múslimakona sagði í fréttunum hérna í fyrradag. Hún sagðist skilja vel að fólk væri sárt og ósatt yfir þessum myndum enda stæði það skýrt í Kóraninum að þetta væri bannað. En það stæði líka skýrt í Kóraninum að fólk ætti að vera með friðsamleg mótmæli og mætti ekki drepa. Og hún væri orðin þreytt á þessum double moral hjá öfgatrúuðum múslimum.
Síðustu 10 daga er ég búin að vera með hnút í maganum. Verkjar í hjartað þegar ég horfi á fréttir og er með nettan kvíða fyrir morgundeginum. Veit ekki hvað þetta mál fyllir fréttatímann mikið á Íslandi en það er vart ekki talað um annað hérna í Danmörku, enda Danmörk miðjan í þessu máli.
Islam vs. Danmörk.
Já þetta er næstum óskiljanlegt fyrir okkur Vesturlandsbúa. "Hvað er málið!!" hugsa flestir, "þetta eru bara teikningar!" Það sem margir ekki vita það að samkvæmt Kóraninum er stranglega bannað að teikna, eða gera einhverja mynd/hugmynd af Múhammeð. "SO!!" hugsa flestir enn.
Já so! sagði ég líka og segi kannski enn. En viðbrögðin gagnvart þessu hafa verið miklu meiri og harðari en nokkur gerði sér grein fyrir eða hugarlund um og þetta er komið svo langt fram yfir þessar teikningar og boycott á dönskum vörum.
Ef við tökum t.d. þá atburði sem gerðust í Sýrlandi þar sem sendiráð Danmerkur og Noregs voru brennd niður. Þá er talið að þessi múgæsingur hafi aðallega myndast vegna sms-a sem gengu á milli fólks þar sem það var haldið fram að Danir væru að safnast saman á Rådhuspladsen til að brenna Kóraninn. Sem ég og þú vitum að átti sér engan veginn stað. Þetta er ekki eina dæmið um rangar staðreyndir sem hafa verið að ganga á milli fólks.
Svo er hægt að spyrja hvort JyllandsPosten hefðu átt að birta þessar myndir. Kannski ekki, til virðinga við múslima og þeirra trú. En svo ríkir jú málfrelsi og af hverju þá ekki að birta þessar myndir.
Ég skil báðar hliðar á málinu og það er ofsalega fín lína þarna á milli. En held samt að viðbrögðin séu komin langt umfram normið. Og ekki eru t.d. sms og rangur fréttaflutningur að hjálpa til. Fæ soldið á tilfinninguna að þessar teikningar séu afsökun fyrir útrás á einhverri reiði og frústreringu gagnvart hinum vestræna heimi. Við höfum jú alltaf sitið og litið niður á ýmis gildi og hefðir hjá múslimum (t.d. slæður) og fundist okkar gildi alltaf vera satt og rétt.
Það sem mér finnst nú kaldhæðnislegast við þetta allt saman er að við erum að tala um Danmörk. Land sem hefur verið mjög sveigjanlegt og tolerant gagnvart múslimum miðað við flest önnur vestræn ríki. Sem dæmi um það þá bjóða leikskólar í Kaupmannahöfn aðeins upp á Halal slátrað kjöt og margir skólar bjóða ekki upp á svínakjöt. Svo er hægt að ræða það hvort það sé rétt þróun.
Versta við þetta allt saman að það var lítill hópur af dönskum Imam múslimum (múslimahópur í DK, soldið öfgakenndur) sem fóru til miðausturlanda með þessar myndir og mötuðu fjölmiðla og hina ýmsu hópa með þessum upplýsingum og krydduðu þetta víst vel. Fremstur í flokki var hann Abu Laban. Skil eiginlega ekki hvað þessi maður er að gera hérna í DK ennþá. Flestir (ef ekki allir) terroristar sem hafa tengst Danmörku á einhvern hátt hafa allir verið persónulegir vinir þessa manns. Svo hefur hann t.d. í þessu máli öllu verið að segja eitt hérna í Danmörku og annað við arabíska fjölmiðla. Kannski er bara gott að hafa hann nálægt til að fylgjast með honum.
Svo er hægt að spyrja. Eru þessi viðbrögð sem við sjáum í fréttum að sýna rétta mynd á skoðunum og viðbrögðum múslima overall? Eða er þetta aðeins einhver minnihluta hópur af ofsatrúarmönnum? Ég væri alla vega ekki til í að hópur af ofsatrúuðum kristnum mönnum væri að tala fyrir mína hönd í ýmsum málum, eins og t.d. kynlífi og fóstureyðingum, eða bara í flestum málum.
En til að ljúka þessu röfli hjá mér þá fannst mér nokkuð gott sem ein múslimakona sagði í fréttunum hérna í fyrradag. Hún sagðist skilja vel að fólk væri sárt og ósatt yfir þessum myndum enda stæði það skýrt í Kóraninum að þetta væri bannað. En það stæði líka skýrt í Kóraninum að fólk ætti að vera með friðsamleg mótmæli og mætti ekki drepa. Og hún væri orðin þreytt á þessum double moral hjá öfgatrúuðum múslimum.
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Hversdagsleikinn
Eiki byrjaður í skólanum. Við Sóldís María vorum í mødreguppe í dag.
Held það sé svo bara best að tjá sig sem minnst um þetta mál.
Eiki byrjaður í skólanum. Við Sóldís María vorum í mødreguppe í dag.
Held það sé svo bara best að tjá sig sem minnst um þetta mál.
miðvikudagur, janúar 25, 2006
fimmtudagur, janúar 19, 2006
Í dag
Er Sóldís María hálfs árs og við Eiki búin að vera saman í 6+1 ár.
The Beginning
Þetta byrjaði allt saman sumarið ´97 á fjöllunum þar sem við Eiki vorum að vinna saman fyrir Landsvirkjun. Eitthvað dúllerí í gangi það sumarið en byrjaði formlega á Busaballinu í Kvennó í september.
Man hvað mér kveið geðveikt fyrir að hitta alla vini hans. Enda vissi ég ekkert hvað Fellagengið segðu við svona saklausri sveitastúlku.
Eftir frábært ár, hættum við þó saman, enda bara 18 ára og áttum eftir að gera svo margt. Við vorum í engu sambandi í rúmt ár en fórum svo að hittast aftur hjá sameiginlegum vini okkar fyrir tilviljun. One led to another... og gamlir neistar kviknuðu á ný :o)
Ári seinna lágu leiðir okkar til Danmerkur í nám og erum við bara búin að hafa það huggó síðan.
Æ það er svo margt búið að gerast á þessum 7 árum okkar og ómögulegt að telja að allt upp. Eitt stendur þó upp úr og vil ég því hér með formlega þakka Eika kærlega fyrir samstarfið á "Making Of Sóldís María".
Tekið áðan, rétt áður en Sóldís María fór að sofa. Komin með hita eftir bólusetninguna í dag
(við hin höfum enga afsökun)
Er Sóldís María hálfs árs og við Eiki búin að vera saman í 6+1 ár.
The Beginning
Þetta byrjaði allt saman sumarið ´97 á fjöllunum þar sem við Eiki vorum að vinna saman fyrir Landsvirkjun. Eitthvað dúllerí í gangi það sumarið en byrjaði formlega á Busaballinu í Kvennó í september.
Man hvað mér kveið geðveikt fyrir að hitta alla vini hans. Enda vissi ég ekkert hvað Fellagengið segðu við svona saklausri sveitastúlku.
Eftir frábært ár, hættum við þó saman, enda bara 18 ára og áttum eftir að gera svo margt. Við vorum í engu sambandi í rúmt ár en fórum svo að hittast aftur hjá sameiginlegum vini okkar fyrir tilviljun. One led to another... og gamlir neistar kviknuðu á ný :o)
Ári seinna lágu leiðir okkar til Danmerkur í nám og erum við bara búin að hafa það huggó síðan.
Æ það er svo margt búið að gerast á þessum 7 árum okkar og ómögulegt að telja að allt upp. Eitt stendur þó upp úr og vil ég því hér með formlega þakka Eika kærlega fyrir samstarfið á "Making Of Sóldís María".
Tekið áðan, rétt áður en Sóldís María fór að sofa. Komin með hita eftir bólusetninguna í dag
(við hin höfum enga afsökun)
föstudagur, janúar 13, 2006
Home Sweet Home
Rosalega höfðum við það huggulegt á Íslandinu yfir jólin... og takk kærlega fyrir okkur.
En það var líka rosalega gott að komast heim. Erum bara búin að "hygge" síðan við komum. Kisa kom svo og í morgun frá Jótlandi og var notalegt að fá hana heim í "hygge"-ið.
Get ekki séð í fljótu bragði að hún sé kettlingafull en það kemur bara í ljós með tímanum :o)
Rosalega höfðum við það huggulegt á Íslandinu yfir jólin... og takk kærlega fyrir okkur.
En það var líka rosalega gott að komast heim. Erum bara búin að "hygge" síðan við komum. Kisa kom svo og í morgun frá Jótlandi og var notalegt að fá hana heim í "hygge"-ið.
Get ekki séð í fljótu bragði að hún sé kettlingafull en það kemur bara í ljós með tímanum :o)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)