Slysó-Jólin-Kisa
Haldiði ekki að Eiki hafi þurft að fara á slysó enn og einu sinni... hann fer að vera fastagestur.
Hann skellti sér til Jótlands um helgina á Klakamótið þar sem íslensk fótboltafélög víðs vegar um Danmörku koma saman. En í áttaliða úrslitum var minn í sókn og varnarmaður Aalborgarliðsins kom hlaupandi á móti honum og smellti tökkunum á innanvert vinstra læri. Og þar með var Eiki úti. Þess má geta að þeir enduðu svo í 2. sæti.
Alla vega þá er hann kominn á hækjur og getur ekki stigið í fótinn og ég þarf að klæða hann í og úr.
Við komum ekki heim um jólin. Eiki er að gera lokaverkefnið í skólanum og þarf að skila 4. janúar og svo verður útskrift seinna í mánuðinum. Ég verð reyndar í fríi frá 22. des og út janúar en ég ætla ekki að skilja kallinn eftir einan um jólin og reyna svo að lesa eitthvað þar sem næsta önn verður ansi strembin.
Annars erum við búin að fá okkur kisu sem heitir Alísa. Hún er reyndar ennþá hjá mömmu sinni og við fáum hana ekki fyrr en 21. okt. Hún er Burmese og blá á litinn (sem sagt dökkgrá) og verður eflaust með gul augu. Fórum að skoða hana í síðustu viku og hún bræddi okkur alveg. Okkur hlakkar ekkert smá til að fá hana heim. Ég gat ekki lengur haldið út gæludýraleysið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli