mánudagur, desember 31, 2007

2007

Stiklað á stóru


Lærdómur
Amma og afi koma að passa Sóldísi
Lærdómur
Eiki Búa Verkfræðingur
Hlaupabóla hjá frumburðinum
Verklegt eykst í skólanum
Íslandsferð
Arna til Japans
Sumarhús á Fjóni
Sóldís varð pabbastelpa
Heiða kom heim!
Eiki og Sóldís komu óvænt til Íslands
Ólétta
Við Sóldís á Íslandi í júlí og Eiki í nokkra daga
Útileiga í Galtalæk
Brúðkaup
Praktík hjá mér í Garðabænum
Audi A6
Útileiga á Jótland
Fósturlát
Rectal Exploration og Gin- og klaufaveiki
Berlin!
Heimsóknir frá Íslandi
Veikindi
Veikindi
Jól og meiri veikindi


Í lengra máli, þó ekki löngu...


Árið byrjaði með miklum lærdómi hjá okkur hjónum. Ég var að fara í stór próf í lok janúar og Eiki átti að skila lokaverkefninu sínu skömmu seinna. Svo mikill var lærdómurinn að við þurftum að flytja inn eitt par ömmu og afa til að sinna frumburðinum. Sóldís tók þessarri vanrækslu foreldra sinna með stakri ró og stóð sig eins og hetja.
Allt gekk vel hjá Eika og bætti hann við enn einum titlinum, verkfræðingur. Atvinnuleitin hófst og fór hann í nokkur viðtöl. Eiki átti svo við það lúxus problem að stríða að honum var boðin allar vinnurnar og við tók tæp vika af innri baráttu því honum þótti þær allar spennandi. EKJ varð fyrir valinu og verður hann alltaf ánægðari og ánægðari þar.
Skólinn hjá mér hefur breyst mikið, frá 7000 blaðsíðna lestri til verklegs og verkefnaskila. S.s. orðið mikið skemmtilegra en um leið erfiðara þar sem við erum í símati og manni finnst maður vera í prófi upp á hvern einasta dag.
Um páskana fórum við í sumarhús á Fjóni ásamt velvöldu liði frá Solbakken og var frábært. Pottþétt leikið eftir á næsta ári.
Heiða kom heim eftir 8 mánaða heimsreisu og gátum við tekið gleði okkar á ný :o)
Við komumst að því að við ættum von á öðru barni og var það hrein gleði. En seinna um sumarið, þegar ég var komin rétt tæpar 12 vikur missti ég fóstrið. Þetta var erfiður tími en við tækluðum þetta bara með góðum Pollýönnuleik.
Sóldís og Eiki komu óvænt til Íslands til að halda upp á 60 ára afmæli ömmu Höllu og skömmu seinna komu ég og Sóldís til Íslands og vorum allan júlí mánuð.
Ég var í praktík í Garðabænum og skemmti mér vel og lærði mikið.
En það var voðalega gott að koma heim á Solbakken. Við fórum svo með vinafólki til Jótlands í útileigu. Vorum með bíl í láni í 3 vikur og það var þvílíkur lúxus.
Skólinn byrjaði svo með fullum krafti og voru ýmsar grensur testaðar.
Við hjónin fórum til Berlínar yfir helgi. Dirty weekend eins og sumir myndu kalla það. Þetta var frábært og Berlin var æði. Mæli með Berlin.
Við fórum á nokkra tónleika á árinu; Damien Rice var ljúfur, JT var hrein skemmtun og Arcade Fire voru æði.
Annars hefur hversdagsleikinn verið í fyrirrúmi í haust. Síðustu vikuna í nóv. veiktist Sóldís og hefur verið meira en minna veik síðan. Hún er búin að vera algjör hetja.
Við vorum svo hér 3 um jólin og höfðum það huggó. Við erum búin að vera í stanslausum matar/búðar/læknisleik (s.s. jólagjafir) milli þess sem við höfum borðað góðan mat. Á annan í jólum hittust Íslendingarnir á Solbakken og borðuðum hangikjöt saman. Seinna koma svo jólasveinninn og var dansað í kringum jólatréð og sungnir klassískir smellir. Stórt móment hjá Sóldísi þar sem hún áttaði sig á því að jólasveinninn væri ekki af hinu illa, eins og hún hélt áður.
Núna erum við að gera okkur klár til þess að fara til Lyngby. Ætlum að borða góðan mat og fagna nýju ári með Fríðu, Bigga og Hildi.
Knús og kossar.

sunnudagur, desember 30, 2007

Miki

Fyrir bráðum 4 árum tók ég mér frí frá skólanum og fór til Ítalíu.
Ég gerði þetta þar sem ég var komin með skólaleiða og var að glíma við þunglyndi.

Flestir hafa heyrt mig tala um geitabóndann minn, Michele Ratti, eða Miki eins og hann er oftast kallaður. Ég bjó hjá honum í tæpar 3 vikur og skottaðist upp og niður fjallshlíðar með honum ásamt 20 geitum, hundi og einni kú. Á kvöldin gerðum við svo geitaosta úr mjólkinni sem hann handmjólkaði yfir daginn.

Hann er magnaður maður og hjálpaði mér mikið. Hann hefur sérstakar skoðanir og fær mann til að hugsa og endurmeta það sem maður hefur og ekki hefur.
Heimurinn væri betri ef það væru fleirri Miki-ar á ferðinni.


Myndbrot með Michele Ratti

fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólakortin

Í dag fengum við 5 jólakort. Fólk hefur verið eitthvað seint á ferðinni.
Reyndar voru 3 af þeim of sein af því að það vantaði "2 tv" á umslagið. Já þetta getur verið flókið.
En hvað er málið með að stíla öll kort á Eika? Eiríkur Steinn Búason og fjöl. Ótrúlegasta fólk sem hefur gert það... meira að segja alnafna mín og amma, sem hefur hitt Eika max 2 sinnum. Kannski finnst henni jafn kjánalegt og ég að stíla kortið á Frú Vigdís Tryggvadóttir og fjöl.
Með á upptöku

"O my god", "O meeennn" og "Bootylicious" hefur dóttir mín m.a. sagt yfir hátíðirnar.
Hún er ekki orðin tveggja og hálfs árs.
Mig grunar hvaðan hún hefur þetta og verður viðkomandi að taka sig á í því hvernig viðkomandi talar í návist barnsins.

Kv.
Viðkomandi
Ofbeldi

Þessar tölur eru "skræmmende"

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg Jólog hafið það sem allra best um jólin
Heilsuleysi

Sóldís hélt áfram að vera veik, hver veikin tók við af annarri og náði hún sér í 4 pestir í heildina. Þannig að á 4 vikum fór hún í heila 4 daga í leikskólann!
Heilsan á mér hefur verið upp og niður. En það sem hefur háð mér þó mest er krónískur hálsrígur sem ég er búin að hafa í 4-5 vikur. Og er enn.
Eiki náði sér líka í einhverja pest og lá hérna í 2-3 daga.

En nú eru allir lausir við allar pestir og jólin mega koma :o)

föstudagur, nóvember 30, 2007

Vika Dauðans

Auðvitað varð Sóldís veik um leið og skólinn byrjaði aftur eftir 3 vikna frí! Og til að toppa það þá er skyldumæting hjá mér og deadline í vinnunni hjá Eika.
Þannig síðustu dagar hafa verið þannig að ég mæti í skólann og þegar ég kem heim fer Eiki í vinnuna og vinnur fram á kvöld.
En vikan er ekki búin og stefnir í að Eiki mæti í vinnuna bæði lau og sun og einhvers staðar þarna inn á milli verð ég að grípa í bækurnar.
Fyrir öllu er þó að heilsan á Sóldísi orðin mun betri.
Hvar eru ömmurnar þegar maður þarf á þeim að halda!!! :o)

En núna ætla ég að elda nautasteikina og opna rauðvínið, enda ekki á hverjum degi sem kallinn á afmæli...

föstudagur, nóvember 23, 2007

Guðrún Hekla
"Skrapp" til Århus í gær (ekki nema 3 tímar aðra leið) til að sjá þessa litlu prinsessu.
Til hamingju Brynja, Trausti og Salka Sól stóra systir.
ArnaStolt af litlu systur.
Hérna er hún í Kimono sem hún fékk gefins. Ótrúlegt að hún sé að koma heim eftir rúma 2 mánuði... vá hvað tíminn er fljótur að líða.
Þetta er bara draumur

Ég vaknaði snemma í morgun við grátinn í sjálfri mér. Eiki horfði á mig furðu lostinn og spurði hvort allt væri í lagi.
Fyndið hvernig tilfinningar sem maður hefur í draumum geta smitast á mann í lifandi lífi.
Ég var lengi að ná mér og náði loksins að sofna aftur en vaknaði samt í morgun með hnút í maganum. Vona að hann fari að hverfa fljótlega.

En fyrir ykkur sem vilja vita hvað mig var að dreyma þá kemur það hér í stuttu máli.
Arna systir hafði dáið í einhverju furðulegu slysi. Og allir létu eins og ekkert væri. Ég var svo aðframkomin af sorg og skyldi ekki hvernig restin að fjölskyldunni minni var það ekki. Þau sögðu að Arna hefði alltaf verið svo glöð og jákvæð og að hún vildi eflaust ekki að við værum að syrgja hana. Ég sat og var að tala um þetta við Eika og segja honum hvað mér þætti þetta rangt þegar síminn hringdi. Þá var mér tilkynnt að Dögg vinkona hefði dáið í eldsvoða. Og mér var bara allri lokið...
Um þetta leyti vakna ég. En af hverju Arna og Dögg? ... ætli það sé vegna þess hversu langt í burtu þær eru, ein í Japan og hin í Kína?

Anyways.....

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Í Dag

Fá Birger og Dorte frá Lemvig STÓRAN mínus fyrir að hringja í vitlaust númer í morgun og vekja bæði mig og Sóldísi. Flott hjá ykkur.
Jújú

Arcade Fire stóðu fyrir sínu og var mikil gleði.
Gæsahúð kvöldsins var þegar þau fóru úr Neighborhood #1 (Tunnels) beint yfir í Neighborhood #3 (Power Out). Slagverks gæjarnir tóku sitt flipp og enduðu eiginlega á því að berja hvorn annan í þessum lögum.
Önnur gæsahúð líka þegar My Body Is a Cage byrjaði.
Það sem kom kannski mest á óvart þegar þeir tóku lagið Kiss Off með Violent Femmes.
Eitt nýtt lag, mjög gott.
Og svo komu tárin þegar þeir tóku Wake Up í lokin og allir sungu með...
...koma svo...

OooooooOooooooo OooOoooo............. Something.....

miðvikudagur, nóvember 07, 2007

ARCADE FIRE!

Langþráður draumur að rætast í kvöld.
Sá upptöku einu sinni hjá Gumma Jóh af þessu bandi live og síðan þá hafa þau verið í topp 3 must see live listanum mínum.
Ég efast ekki um að þau standi undir væntingum og það verði gæsahúð eftir gæsahúð og ef ég þekki mig rétt, jafnvel nokkur tár.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Back From the Dead

Jæja mín loksins búin í prófum, í bili, og barasta mjög sátt við útkomuna.
Næstu 3 vikur ætla ég bara að nússast með litlu fjölskyldunni minni og taka heimilið í gegn.

mánudagur, október 29, 2007

Fjölskyldulíf?

Jæja þá er komið að því.
Er að fara í 2 verkleg og 2 munnleg próf á næstu 3 dögum.
Ég er ekki búin að vera heima hjá mér í marga daga núna og rétt hitt þau á morgnana, áður en ég læði mér út aftur.
Núna er ég að fara til Jótlands og kem aftur annað kvöld. Vonandi með bros á vör og tilbúin í næsta slag.

Fimmtudaginn kl. 12 verð ég hamingjusöm kona. Hvort sem verður Bestået eða Ikke Bestået.

laugardagur, október 20, 2007

The Things I Love About Denmark

2,6 kg af ferskum kjúklingabringum á 59 DKK.

fimmtudagur, október 11, 2007

Pólitík

Ja hérna hér.

þriðjudagur, október 09, 2007

Ég...

...mana fólk að dilla sér ekki þegar það hlustar á þetta lag.

Kannski er það bara ég en það er eitthvað við þetta lag.
Annað lag sem fær mig til að dilla mér við heimilisstörfin er þetta.

Fyndið hvað sum lög virka misjafnt á mann.
Til eru lög sem fá mann bara til að stoppa allt og syngja með, með fullri innlifun, eins og t.d. þetta.
og þetta.

sunnudagur, október 07, 2007

Tónleikar og fleirri tónleikar

Úff það er svo mikið úrval af tónleikum á næstunni og takmarkaðir fjárhagir og tími. Get ekki valið

Arcade Fire, Alphabeat, Manu Chao, Joss Stone, Amy Whinehouse, Aniima, Sigurrós, Brett Anderson, Tina Dickow, Mika, Air, Blue Foundation, Mugison, Saybia, Múm, Editors og The Cure

er m.a. í boði á næstu mánuðum.
Ég er með valkvíða...

mánudagur, október 01, 2007

Jótland og kúarassar

Þá er mín farin aftur í sveitina fram á fimmtudag.
Heyrumst.

sunnudagur, september 30, 2007

Við hjóninÞegar það tók að líða á kvöldið/nóttina í Berlin fóru að myndast raðir við passamyndakassana. Við Eiki skelltum okkur í röðina.
Skemmtileg hefð.

þriðjudagur, september 25, 2007

Berlin

Stóð fyrir sínu. Við gistum í æðislegu hverfi sem heitir Prenzlauer Berg og borðuðum rosalega mikið af góðum og ódýrum mat. Gæti alveg búið þarna. Við gerðum lítið af túristahlutum, ráfuðum aðallega milli kaffihúsa og garða.

Annars er maður bara á fullu í skólanum. Keisari á kú á morgun.
Gunna vinkona var í Køben um helgina og var huggað.
Og svo eru ma og pa að koma á morgun og það verður æði líka. Hlakka líka svo til að Sóldís hitti þau því hún er oft að tala um ömmur og afa á Íslandinu.
Til umhugsunar

Binna vinkona mín benti mér á þessa grein Illuga Jökulssonar í helgarblaði Blaðsins og hvet ég fólk til að lesa hana :o)

„Þetta eru okkar menn!“

Illugi Jökulsson skrifar um fíkniefnasmygl

Það er óhætt að óska lögreglunni til lukku með vel heppnaða aðgerð í fyrradag þegar fíkniefni að verðmæti hundruð milljóna voru tekin úr skútu á Fáskrúðsfirði. Þótt ég viti ekki meira um það mál en komið hefur fram í fréttum verður ekki betur séð en vel hafi verið að verki staðið. Þarna þurfti íslenska lögreglan að bregða sér í sjaldgæfan bófaleik og allt sýnist hafa gengið upp. Undarlegast er líklega að horfa upp á viðbrögð Þórarins Tyrfingssonar hjá SÁÁ þegar hann var spurður hvort þessi stóri fengur lögreglunnar myndi ekki slá rösklega á framboðið á eiturlyfjum hér á næstunni – og hann taldi svo ekki verða. Nú veit Þórarinn efalaust meira um þennan markað en ég, en það er óneitanlega hálf hrollvekjandi ef ekki munar neitt að ráði um 60 kíló af amfetamíni á íslenska fíkni efna mark aðnum.

Hverjum var efnið ætlað?
Meðan ég var í fyrradag að fylgjast með fréttum af atburðum á Fáskrúðsfirði, þá varð mér einmitt hugs að til þeirra sem þessi stóra sending af dópi var ætluð.
Skyldu nú allir þeir sem stunda það að fá sér línu af spítti þegar þeir fara út að skemmta sér um helgar sitja heima við útvarps tækið og gnísta tönnum af reiði yfir því að bölvuð lögreglan hafi verið að skipta sér af innflutningi á efninu
„þeirra“?
Svo mikið magn af eiturlyfjum er nefnilega ekki að eins ætlað hinum langt leiddu eiturlyfjasjúklingum sem alltaf eru dregnir fram þegar fjallað er um eiturlyfjavandann – krakkarnir með sprautu nálarnar lafandi í handleggnum, föl og tekin andlitin, flóttalegt augna ráðið, skjálfandi fingur.

Ætlað „venjulegu“ fólki
Onei, þetta gífurlega magn er náttúrlega fyrst og fremst ætlað „venjulegu“ fólki. Því fólki sem fer út að skemmta sér um helgar og telur sig þurfa á eitrinu að halda til þess að halda út heila nótt á skemmtistöðunum, til þess að fjörinu linni aldrei, til þess að orkan verði óþrjótandi. Þetta fólk hef ur áreiðanlega líkt og ég fylgst með fréttum af atburðum á Fáskrúðsfirði og frekar samsamað sig með löggunni en ekki bófunum, af því það telur sig vera heiðarlegt og lög hlýðið fólk – svona í stórum drátt um. Og telur sig vera óra langt frá hráslagalegum veruleik sprautufíklanna – þó það fái sér í nös öðru hverju.
Og vinalegi dílerinn sem gaukar að því grammi af spítti fyrir helgina, nánast af greiðasemi, bara svo fólk skemmti sér betur, sá almennilegi díler getur varla átt neitt skylt við það gengi handrukkara og ofbeldismanna sem nú virðist að hafi staðið í smyglinu á Fáskrúðsfirði.

Innkaup
En þetta er nú bara óvart allt sama tóbakið. Vinalegi dílerinn er vissulega á snærum handrukkara og ofbeldismanna. Efnið í snyrtilega litla um slaginu sem dílerinn laumar að manni, það er vissulega það sama efni og örvæntingarfullir sprautufíklarnir dæla í æðar sér og verður þeim oftar en ekki á endanum að bana. Þeir sem telja sig nota fíkniefni bara svona öðru hverju sér til ánægju og gleði, af því þeir ráði svo vel við það, en FÍKNIEFNAVANDINN margum talaði, hann komi þeim ekkert við, þeir verða nú eiginlega að hugsa sinn gang.
Þeir eru nefnilega ekki í liði með löggunni og okkur hinum. Þeir eru í liði með smyglurum, handrukkurum, steratröllum, barsmíða föntum og hnífa strákum – því það eru mennirnir sem sjá þeim fyrir spíttinu og gleðipillunum um helgar. Og þeir bera líka fulla ábyrgð á þeim ógæfusömu einstaklingum sem leiðast æ lengra út á braut eiturlyfjanna uns loks er engin leið til baka – því það eru innkaup þeirra sem halda markaðnum gangandi.

Gleðipilla um helgar ...
Því segi ég við unga fólkið sem fær sér gleðipillu um helgar, háskólanemana sem fá sér bara eina línu að gamni, skrifstofu dísirnar, bankamennina, fjölmiðlastjörnurnar og alla hina – horfið á smyglarana leidda með lambhúshetturnar sínar út úr lögreglu bílun um í sjónvarpsfréttunum, horfið á handrukkarana geifla sig framan í myndavélarnar og hlæja storkandi að fórnar lömbum sem þeir hafa lúskrað á – og segið svo með stolti: „Þetta eru okkar menn!“

fimmtudagur, september 13, 2007

First we take Manhattan, then we take Berlin

Reyndar öfugt hjá okkur Eika.
Núna er verið að leggja lokahönd á undirbúninginn á ferðinni okkar Eika. Pakka og leggja línurnar fyrir Heiðu barnapíu.
Þetta verður rosa huggó, án efa.

Annars er brjálað að gera í skólanum og ég er að gera margt sem er jafnvel ekki fyrir flesta. M.a. aftappa sæði, skera kálf í 6 hluta inni í kú og keisari. En allt mjög spennandi fyrir dýralæknanema :o)

Góða helgi.

föstudagur, september 07, 2007

Gin- og klaufaveiki, Mund- og klovsyge, Foot and Mouth Disease??

Jæja dagurinn í dag var nú meira dramað.
Við vorum í sláturhúsi í Holsterbro alla vikuna á skoða kýr rétt fyrir slátrun og svo gerðist hið svo merkilega að inn kom kú með sömu einkenni og kýr með gin- og klaufaveiki.
Gin- og klaufaveiki er háalvarlegur sjúkdómur, sem er ekki aðeins hræðilegur fyrir dýrin sjálf heldur líka efnahagslega fyrir þau lönd sem þessi veiki kemur upp í.
Og hvað var gert.
Fyrst var smá panik. Og svo voru teknar prufur og sendar í ræktun.
Öllum starfsmönnum var bannað að yfirgefa svæðið (löggan og læti), sjónvarpið mætt (og við sáumst í sjónvarpinu). Svo var skrúbb-bað og enginn mátti fara heim með föt eða annað sem hafði komist í tæri við sláturhúsið þennan dag. Það þýddi ÖLL föt hjá okkur 14 dýralæknastúlkum, þar sem við vorum með fötin til að fara heim í í sama skúr og við sátum í pásu rétt áður.
Okkur voru svo settar nokkrar reglur varðandi umgengni við önnur klaufdýr og fólk sem umgengst önnur klaufdýr og sendar heim 3 tímum of seint (misstum af lestinni til Köben) í fínum hálf (eða heil) gegnsæjum göllum. Já ég sagði gegnsæjum. Við vöktum þó nokkra lukku hjá öðrum starfsmönnum sláturhússins (sem voru bara karlmenn fyrir utan nokkra dýralækna og mötuneytið). En við náðum þó að grenja út sloppa skömmu seinna þegar það var nokkuð ljóst að við gætum ekki labbað um svæðið svona útlítandi :o)
Úff hvað það var gott að koma heim seint í gærkvöldi.

En þetta var samt rosa spennandi allt saman og við fengum að sjá þessa kú og pota aðeins í hana og svona... allt mjög spennandi fyrir 14 dýralæknanema.
Embættisdýralæknirinn skoðaði á meðan allar kýrnar á bænum sjálfum sem þessi kúm kom frá og fannst engin önnur með einkennin. Því er mjög ólíklegt að þetta sé gin- og klaufaveiki þar sem sá virus er bráðsmitandi. Hvað er þetta þá?
En þeir fá ekki svar úr ræktuninni fyrr en á þriðjudaginn.

Geðveikt anticlimax eftir öll lætin en rosalega gott fyrir samfélagið og tala ekki um fyrir dýrin sjálf.

Annars skemmti ég mér bara nokkuð vel í fyrstu rectal exploration ferðinni minni til Jótlands og Tinna mín, aldrei að vita nema ég leyfi þér að prófa í framtíðinni :o)

mánudagur, september 03, 2007

Rectal exploration

Jæja mín á leið til Jótlands í 4 daga á vegum skólans.
Þetta er fyrsta af þremur ferðum mínum (þó sú þriðja mun styttri, eða ein nótt).
Og hvað er mín að fara að gera. Jú það er þetta stereotype job sem allir vita að dýralæknar gera, eða rectal exploration eins og það heitir. Þarna eiga kýrnar eftir að standa í röðum og mín með hanskann upp á axlir. Tilgangurinn er til að greina hvort kýr eru með kálf og hversu langt þær eru komnar.

En ég verð sem sagt í 4 daga og svo verður farið til Berlinar í 4 daga og svo fer ég aftur fljótlega í 4 daga á Jótland. Sem þýðir að á einum mánuði verð ég 12 daga í burtu frá Sóldísi. Líst ekkert á þetta. Þá held ég að mömmustelpu vs. pabbastelpu keppnin sé töpuð.
Hún verður Heiðu og pabbastelpa áður en það kemur október.

Heyrumst eftir óteljandi hanska, sleipikremi og kúarössum seinna.

föstudagur, ágúst 31, 2007

Draumar

Ótrúlegt hvað draumar geta haft mikil áhrif á mann yfir daginn.
Í morgun vaknaði ég hlæjandi. Mig dreymdi yndislegan draum og var svo hamingjusöm á því augnabliki sem ég vaknaði að það er búið að fylgja mér í allan dag. Ætla ekki að fara í neina detaila með drauminn, ef fólk á ekki að æla úr væmni.
En ég vaknaði hlæjandi og var með eitt stórt bros í morgun... og það hefur varla farið af mér síðan.
Hlakka til seinni partinn þegar Eiki kemur úr vinnunni og Sóldís úr Vuggestuen.

En þangað til bíður mín ritgerð.

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Pollýanna, Berlin

Síðustu dagar höfum við Eiki verið dugleg í Pollýönnuleik.
Hann er stundum nauðsynlegur til að viðhalda jákvæðni. Og það virkar vel.

Við áttum nefnilega von á barni í byrjun mars en á mánudaginn síðasta kom í ljós að fóstrið hafði ekki þroskast eðlilega og látist fyrir skömmu. Ég var komin tæpar 12 vikur á leið. Þetta hafa verið erfiðir síðustu dagar en maður verður bara að líta á björtu hliðarnar og sem betur fer kom þetta í ljós núna en ekki seinna víst að svona átti að fara. Við vitum líka að við getum þetta og það vonandi gengur bara betur næst :o)

Við hjónin ákváðum að það væri kominn tími fyrir smá hygge tíma, tvö ein, og vorum að bóka flug og hótel í Berlin eftir 3 vikur. Heiða sæta ætlar að vera í mömmó þá helgi og passa Sóldísi og kisu fyrir okkur á meðan.
Ji hvað ég hlakka til.

föstudagur, ágúst 17, 2007

Audi

Erum búin að vera með bíl Lyngbyfjölskyldunnar í láni núna í 10 daga og þvílíkur draumur!
Erum búin að nýta hann í tætlur og fórum m.a. í útileigu á Jótland síðustu helgi með fríðu föruneyti.
Gistum í hjólhýsi með risa fortjaldi á frábæru tjaldsvæði. Þetta var rosa nice.
Nú styttist í að við þurfum að skila bílnum og fæ ég næstum tár í augun við tilhugsunina.

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Nýr bíll

Við Eiki er loksins komin á bíl(*). Ákváðum að vera bara grand á því og fengum okkur glænýjan Audi A6.
Já ekki slæmt að vera námsmaður í Danmörku.

* Lesist: í láni í 2 vikur

mánudagur, ágúst 06, 2007

Glöð á ný

Síðan Arcade Fire aflýstu tónleikunum sínum í vor hefur ekki liðið sá dagur sem ég græt þá ekki.
En nú get ég tekið gleði mína á ný þar sem þeir koma aftur 7. nóv og ég var að tryggja mér og mínum miða

sunnudagur, ágúst 05, 2007

Danskt sumar

Ahhh það er loksins komið sumar í dk.
Var að því tilefni farið á Paradis og keyptar 3 kúlur, jarðaberja, melónu og svo auðvitað Stracciatella, sem er náttúrulega nauðsynlegur þegar farið er á Paradis.
Röltum svo í gegnum Christianiu með Heiðu stóru systir. Mmmm dk líf.

Heimsóttum Heiðu í nýju íbúðina. Hún er ekkert smá fín og er án djóks 50 m frá aðalinngangi Christianiu. Fengum þennan fína brunch og röltum um hverfið. Vá hvað ég væri til í að búa á þessu svæði. Christianshavn er ekkert smá flott hverfi.

Héldum upp á afmælið hennar Sóldísar í gær. Var voða huggulegt. Skvísan fékk fullt af kjólum og bókum, enda alsæl með daginn.

föstudagur, júní 29, 2007

Ísland

í fyrramálið.
Er bara orðin nokkuð spennt á að fara að vinna á dýralæknastofu næstu 3 vikurnar. Smá challenge.

En núna er stubburinn veikur heima. Hún vaknaði með hita og voða lítil í sér. Greit. Og við sem erum að fara í ferðalag á morgun. Vonandi verður hún hressari. Og svo líka fullt eftir að erindast.
Er einhver á lausu í Køben í dag til að passa??

þriðjudagur, júní 26, 2007

Sumarið er tíminn

Var að fatta það, að síðast þegar ég var á Íslandi yfir sumartíma, var fyrir 3 árum! Vá hvað tíminn er fljótur að líða.
Nú hlakkar mig ennþá meira til að koma heim á laugardaginn.

sunnudagur, júní 24, 2007

JT

Er entertainer af Guðs náð. Hann stóð fyrir sínu. Takk fyrir mig.
Góða nótt

föstudagur, júní 22, 2007

Stress

2 munnleg próf á 3 dögum er meira en mínar taugar þola.
Úff

sunnudagur, júní 17, 2007

Grasekkja

Eiki og Sóldís skelltu sér óvænt til Íslands um helgina og ég skilin eftir. 3 próf framundan og eitt verkefni... sem sagt nóg að gera hjá minni.

Díses hvað íbúðin verður flótt ógeðsleg þegar maður er svona einn. Og svo er maður eiginlega bara hálf ógeðslegur sjálfur... nenni ekki einu sinni að klæða mig. En maður þarf víst ekki að shine-a sig fyrir bækurnar.

Gleðilega þjóðhátíð annars.
Ble.
Note to self

Aldrei fara í Føtex í Fisketorvinu, 20 mín fyrir 5, á laugardagseftirmiðdegi

þriðjudagur, júní 05, 2007

Leiðinlegt blogg

Þar sem ég get ekki verið neitt sniðug þessa dagana vegna orkuleysis er þetta bloggið mitt í dag.

Hversdagsleikinn í fyrirrúmi. En erum að fá Hildi litlu frænku mína í heimsókn í 2 daga núna. Hún er rétt rúmlega eins árs og því verður fjör hér á bæ.

Ég er á fullu í skólanum að gera verkefni sem ég þarf svo að flytja ásamt hópnum mínum. Það fjallar um Perianal fistulas hjá Schafer (þýskum fjárhundi). Þið getið ímyndað ykkur hvað þetta er skemmtilegt.

En stóra málið er að Heiða er að koma á sunnudaginn heim eftir tæplega 8 mánaða reisu. Hún er núna í Laos og er á leið til Bangkok á næstu dögum og flýgur þaðan heim. Jibbíí!!

sunnudagur, maí 20, 2007

Pabbastelpa að eigin frumkvæði?

Ef ég segi við Sóldísi að hún sé mömmustelpa, leiðréttir hún mig snarlega og segist vera pabbastelpa. Svo þegar ég segist eiga tásurnar hennar eða bumbuna... eða nokkuð annað á henni, segir hún ákveðið "Nei PABBI á tásur mína" eða "Nei PABBI á bumbu mína".
Eiki sver að hann hafi ekki verið að prenta þetta í barnið... og ég næstum trúi því, þar sem ég hef aldrei heyrt hann segja þetta við hana.
En til að toppa það í gær. Þá mátti ég ekki sitja hjá pabba hennar í sófanum og fékk rosa svip. Hún var bara afbrýðissöm. Ja hérna
En ég vissi það svo sem alltaf að hún yrði algjör pabbastelpa. Eiki er bara þannig.

En annars er Sóldís alltaf að koma okkur á óvart og í gær gerðist það enn og aftur.
Hún var komin í skó og veski frá mér og var á leið út. Þá spurði ég hana hvert hún væri að fara, sagði hún hátt og skýrt "Ég er að fara (að) leika við Jakob" sem er nokkuð gott fyrir ekki 2 ára gamla skvísu

miðvikudagur, maí 02, 2007

Stundum getur maður bara grátið...

Milan voru bara einfaldlega betri í kvöld.
En súrt maður.

laugardagur, apríl 28, 2007

Djö

Ég var aðeins og sein að yfirbjóða...

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Búin

Búin í prófinu og gjörsamlega búin á því. Ætla sko ekki að opna bók í fokkings...já sem sagt í 2 daga.
En var núna að koma heim af Stuðmenn/Sálin tónleikum/balli. Þrælfínt. Fína og fræga fólkið mætt (fína lesist sem ríka) og ég.
En 2 barþjónar fyrir allt þetta fólk og ekki nóg með það að þetta hafi verið fólk þá voru þetta mjög þyrstir íslendingar sem voru búnir að fljúga alla leið frá Íslandi til þess að kaupa bjór og horfa á Stuðmenn/Sálin.
2 barþjónar, seriously.
Enda kom mín bara bláedrú af tónleikunum/ballinu og verð rosalega fegin í fyrramálið að það hafi bara verið 2 barþjónar. Góða nótt.

föstudagur, apríl 13, 2007

Próf.

Próf og punktur. Lítið annað sem kemst að. Vakna með Eika og Sóldísi og borða kvöldmat með þeim. Þetta er það eina sem ég sé af þeim annars. Og svona verður þetta fram á miðvikudag.
En ég ætla ekki að kvarta...

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Kisan

Kisan mín er að fara til æxlunarfærasérfræðings á morgun. Jújú, þrátt fyrir að hún hafi verið geld fyrir ca. einum og hálfum mánuði er mín ennþá að breima. Auk þess er hún með aukin brjóstvef og greinilegt hormónaójafnvægi. Sónar, blóðprufur og annað bíður hennar og ekki nóg með það þá þarf hún að vera fastandi, þar sem við þurfum að deyfa hana vegna hversu crazy hún verður á spítalanum.
Hlakka ekkert rosa til en samt pínku spennandi.

En einn útúrdúr. Dýralæknirinn heitir Gry. GRY! Þetta er ljótasta nafn sem ég veit um. Sérstaklega þegar það er sagt með sterkum dönskum hreim. Grrrrruujjj. Oj

sunnudagur, apríl 08, 2007

Gleðilega páska

Komum heim í gær eftir ótrúlega ljúfa ferð í sumarhús.
Nú erum við södd og sæl eftir að hafa stútað einu litlu páskaeggi nr. 3, frá Nóa og Siríusi auðvitað.
Sóldís fékk líka og var alsæl. Og mátti heyra hátt og skýrt "Míííínnnnnnnn!" þegar eggið fór að minnka og henni fór ekki að lítast á blikuna :o) En "mín" er uppáhalds orðið hennar þessa dagana.

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Sommerhus

Jæja við erum á leið með 5 öðrum barnafjölskyldum í glæsilegt sumarhús á Fyn. Verðum þar fram á laugardag. Hlökkum rosa til en líka viss um að það verði viða gott að koma heim aftur.

þriðjudagur, apríl 03, 2007

Lussingesyge

Og hvað er nú það eiginlega??! Góð spurning. Það er hin svokallaða fimmta barnaveikin eða Faraldsroði. Einhverju nær?
Jújú hún Sóldís mín hefur líklegast náð sér í svoleiðis og er því heima. Ekki hentugt fyrir mæður í prófalestri. Nema hvað að samkvæmt mínum heimildum hættir maður að smita um leið og útbrot koma fram, sem er líklegast hennar tilfelli (segi líklegast því læknirinn var ekki 100% viss um að þetta væri lussingesyge til að byrja með). En samt vilja þau ekki fá hana á Vuggestuen, annars er hún fullfrísk.
Smá frústrering í gangi og ég ekki skilja.

laugardagur, mars 31, 2007

Að taka hrósi

Jæja núna er praktíkin á spítalanum fyrir minni húsdýr lokið. Þetta er búið að vera ekkert smá gaman en ógeðslega erfitt.
En í gær þá fékk ég rosa hrós frá kennaranum sem var með okkur síðustu vikuna. Hún sagði að ég hafi staðið upp úr í hópnum mínum. Var alltaf undibúin og tilbúin að takast á við hlutina. Ekki amarlegt það.
En af hverju þarf ég alltaf að verða eins og auli þegar fólk er að hrósa mér? Roðna, stama og fer alltaf að snúa út úr. Verð að æfa mig betur í þessu.

föstudagur, mars 30, 2007

Vorið er komið

Vorboðinn ljúfi í Danmörku er kominn. En það er ekki Lóan heldur rónar. Jújú allir mættir á sinn stað og á sína bekki með sinn bjór og eitt stykki hund hver.
Við Eiki fórum í göngutúr seinni partinn í gær um Vesturbro á ónefndan ísstað. Og við sáum fleirri róna í þeirri ferð en við erum búin að sjá í allan vetur. Það þýðir bara eitt. Það er komið vor.

laugardagur, mars 24, 2007

NNNOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!!!!!!

Það er búið að aflýsa Arcade Fire á morgun! Ég gæti grátið.

fimmtudagur, mars 22, 2007

DR

Damien Rice í kvöld. Eftir 2 tíma. Ó men hvað ég hlakka til....
Og djö fæ ég mikla gæsahúð og djö syng ég hátt með þegar þetta kemur:

Or you can sit on chimneys
Put some fire up your ass
No need to know what you're doing or waiting for
But if anyone should ask
Tell them I've been licking coconut skins
And we've been hanging out
Tell them God just dropped by to forgive our sins
And relieve us our doubt
La la la la la la la...

Gummi, I know your jealous!
Já stutt var það

Jæja enn ein Íslandsförin að baki og auðvitað hitti ég ekki nærri því alla og allt of stutt þessa sem ég hitti. Þannig er þetta eiginlega alltaf.
En í sumar kem ég heim í mánuð og Eiki í 2 vikur og vonandi náum við að hitta fleirri.

Ísland var gott. Fannst ekki eins erfitt að kveðja Örnu og ég var búin að ímynda mér en held það sé vegna þess ég er alltaf að kveðja hana og við búum hvort sem er í sitt hvoru landinu fyrir. En var með smá hnút í maganum fyrir hennar hönd. Allt svo nýtt og öðruvísi framundan. Ji þetta verður örugglega rosalega gaman.

Nokkrar heimsóknir teknar. Þó aðallega til aldraðra ættmenna. Kringlan tekin 2-3 sinnum og Bragðarrefur með jarðaberum, bananstöng og þrist líka tekinn 2-3 sinnum :o)

Fór í geðveikt partý á laugardeginum. Hópsöngur og læti allt kvöldið. Við eigum svo skemmtilega vini :o) Arna var driver og var hún ekki alveg eins spennt yfir þessu partýi og við hin. Held það vanti tæp 10 ár í það :o)

Var svo hálfveik síðasta daginn og var mest spæld yfir að komast ekki og sjá alla þessa skemmtilegu vini á sviði... bara næst.

föstudagur, mars 16, 2007

i Island eller på Island?

Skiptir ekki máli. En ég lendi þar eftir ca. 8 tíma. Ætla að halda áfram að pakka. Jibbíííí
House

Var að horfa á House, sem eru by the way rosalega góðir þættir. Kom smá komment um Ísland. Þá sagði ein 17 ára stelpa sem var að tæla House kallinn að maður væri lögríða 14 ára á Íslandi. Kannaðist reyndar ekki við það.

Var að átta mig á því að samkvæmt lögum þá mega læknar ekki deyða manneskju sem er dauðvona og engin von um bata. En aftur á móti eru dýralæknar skyldugir í að deyða dýrum sem eru dauðvona (og auðvitað "in pain") og engin von um bata... hmmmm

laugardagur, mars 10, 2007

Oj!

Þetta er bara fáranlega margir!!! Það eru alltaf til einn og einn weirdo, en 1.800 á dag!
Ef við snúum þessu yfir á Ísland þá erum við að tala um tæpalega 100 einstaklinga. Á dag! Ó men.

Farin að hallast að því að það eigi að gelda þessa einstaklinga. Ég bíð mig fram. Treysti mér sko alveg í það. Eista er eista.
Vesen

Var að setja nýjar myndir inn á síðuna hennar Sóldísar. En eru allar úr fókus! En samt gerði ég nákvæmlega eins og ég er von. Why?

föstudagur, mars 09, 2007

Vor í lofti

Sóldís
Eina mynd af skvísunni

Áttum ljúfan dag. Fórum niður í bæ og fengum sýnishorn af Stafrænum Hákoni og skemmtum okkur vel. Svo fórum við út að borða. Ótrúlega ljúft eitthvað.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Allir frískir

Sóldís fór á leikskólann í gær, reyndar öll flekkótt og með einstaka sárskorpur. En vá hvað ég er fegin að þetta sé búið. Tímasetningin var líka svo frábær að við Eiki misstum ekki úr skóla né vinnu, létum bara tengdó um þetta :o)
Kisa er öll að koma til og ef við vissum ekki betur mætti halda að hún væri að byrja að breyma. Kötturinn er svo hryllilega kelinn þessa dagana, nánast límd við okkur.

Aðeins farið að róast hérna í Køben. Ólætin náðu alla leið í götuna okkar, þar sem það var kveikt í einum bíl hérna fyrir utan. Annar eigandinn var íslensk stelpa. En þetta er 100% tjón fyrir þau! Ef maður er ekki í kaskó þá fær maður ekki neitt. Og svo var þeim bara tilkynnt að þau ættu að láta fjarlægja hann, á sinn kostnað líka! Glatað. Held að ástæða ólætanna hér, sé vegna þess að fangelsið sem við erum með nánast í garðinum okkar, er proppað af mótmælendum og svo er búið að vera mótmælendur fyrir utan fangelsið að mótmæla að það séu mótmælendur fangelsaðir. Úff. En vonandi fer þessu nú öllu að linna, þó grunar mig að það verði eitthvað meira vesen.

Við Sóldís erum svo að koma til Íslands. Komum 16. mars. Arna litla systir er nefnilega að fara til Japans sem skiptinemi í ár, þann 20. mars og við ætlum að knúsa hana aðeins áður en hún fer. Við verðum í ca. 5 daga og verðum meira og minna í Fífó. Endilega kíkið við. Og þið sem viljið getið þá smellt einum á Örnu líka :o)

Annars þá er vitlaust að gera í skólanum. Er núna í Kirurgi (skurðlækningum). Er reyndar bara búin að vera í geldingum í þessarri viku en fer svo í meira spennandi í næstu (t.d. fjarlægja æxli, enterotomi, gastrotomi... og meira spennandi).

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Veikar stúlkur

Báðar stelpurnar mínar eru lasnar.
Sóldís er orðin ein hlaupabóla. Litla skinnið. Henni klæjar svo. En þá er þetta búið hjá henni blessaðri.
Kisa skvís er svo að ná sér eftir geldinguna í gær. Jújú ég fór með hana með mér í skólann. Ég er ákkúrat í skurðaðgerðum þessar vikurnar. Ég reyndar gerði ekki aðgerðina sjálf og vildi það líka einhvern veginn ekki. En ég tók á móti henni þegar aðgerðin var búin og hjálpaði henni að vakna og svona.

Þannig ég er með köttinn í annarri hendi og hlaupabólustelpuna í hinni

föstudagur, febrúar 23, 2007

Verkfræðingur

Jæja nú er Eiki lagður í ann upp í skóla að undirbúa sig fyrir vörnina á lokaverkefninu. Ég ætla að mæta og styðja minn mann. Það er ljóst að þeir eru búnir að ná, bara spurning um að "få det overstået"... og jú svo auðvitað einkunn

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Frábær tímasetning!

Það er nú margt sem má betur fara í húsvarðarmálum hérna á Solbakken, án þess að ég ætli að fara út í smáatriði.
En núna fengu þeir enn annað (mínus) prikið í kladdann.
Hitinn var tekinn af húsinu í dag og átti að koma á skömmu seinna. Nema kom ekki.
Núna erum við að krókna úr kulda, enda snjóbylur úti. Það er svo kalt inni að við settum Sóldísi í flísgalla í háttinn.
Ég meina... come on!

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Fjáfesting eða peningaeyðsla?

Það kom köttur inn á spítalann til mín í dag sem kostaði 50.000 danskar krónur. Og fyrir ykkur sem vita ekki hvað það eru miklir peningar þá erum við að tala um 588.350 íslenskar krónur!
Já það er ýmislegt sem fólk vill eyða peningunum sínum í, en djö var þessi læða flott!

mánudagur, febrúar 19, 2007

Er ég eitthvað þroskaheft?

Held ég sé búin að þróa hjá mér námstrega. Það gerðist í flugvélinni yfir Atlandshafinu á leið til Danmerkur, apríl 2001.
Djúdinn

Oj, held hreinlega að ég hafi aldrei verið jafn afbrýðissöm!

fimmtudagur, febrúar 15, 2007

Jæja

Jú jú ég er á lífi.
Það er bara búið að vera brjálað að gera og hef ekki orkað eitt né annað.
Er sem sagt byrjuð í verklegu í skólanum og mér finnst ég vera að drukkna. Er á spítalanum í skólanum að taka á móti sjúklingum og standa undir yfirheyrslum frá kennaranum. Hausinn á manni er á yfirkeyrslu allan daginn og í ofanálag er ég með bölvaða kvefpest. Svo þegar dagurinn er búinn í skólanum tekur við lestur og undirbúningur fyrir næsta dag. En þetta er reyndar alveg hryllilega gaman enda að "leika" dýralækni alla daga.

Ég er búin að komast að því að ég hrjáist af ótrúlegri einbeitningaleysi. Ég get bara ekki verið 100% fókuseruð. Þoli það ekki. Var einu sinni með allt á hreinu, og svör við öllu. Eins og t.d. í dag þá spurði kennarinn mig hvað væri algengasti hjartasjúkdómur hjá köttum. Ég vissi það alveg en bara gat ekki flett því upp í kollinum á mér. Óþolandi. Ég er að fara að sofa klukkan 10 öll kvöld og tek inn lýsi, vítamín, steinefni og gingsen til að hjálpa en þetta er ekkert að lagast. Þegar ég fer að spá í það þá hefur þetta verið svona í allt of langan tíma. Hvernig í veröldinni get ég fengið einbeitninguna aftur?!

"Hvor er livet fru Stella!!" :o)

þriðjudagur, janúar 30, 2007

FUCKINGS FUUUUUUUUCCCCKKKKKKK!!!!!!

Oj hvað það er leiðinlegt að búa í skíta Danmerkurdruslu núna!

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Allt í ruglinu

Týpískt.
Þegar það er engi tími vegna prófa/skila. Og enginn peningur vegna m.a. nýrrar tannar. Þá þarf Vigdís að detta og eyðileggja gleraugun sín...

mánudagur, janúar 15, 2007

Margt skrýtið sem gerist á Solbakken

Um miðjan daginn í gær vorum við Sóldís staddar inni í herbergi og ég var að reyna að fá hana til að leggja sig. Allt í einu heyrðum við þessi þvílíku læti að utan, hljóð sem ég hef aldrei heyrt áður.
Haldiði ekki að eitt af stóru trjánum í garðinum hafi klofnað og annar helmingur legið á hliðinni!

Mynd kemur seinna

sunnudagur, janúar 14, 2007

ARCADE FIRE, 25. MARS Á VEGA

ó men hvað það er eitthvað sem ég verð að sjá. Geðveik hljómsveit og alveg síðan Gummi sýndi okkur upptökur af tónleikum með þeim hafa þau verið efst á listanum yfir þær hljómsveitir sem ég VERÐ að sjá!

mánudagur, janúar 08, 2007

Löt í blogginu enda brjálað að gera.
Get ekki beðið eftir að mamma kemur þann 18. að hjálpa. Endalaust þakklát fyrir.

Dagarnir fara nú lítið annað en í lærdóm. Eiki er í skólanum allan daginn og ég uppi á 11. hæð í lessalnum. Sæki Sóldísi og svo þegar Eiki kemur heim næ ég kannski klukkutíma fyrir kvöldmat í lestri og svo erum við bæði farin að læra aftur þegar skvísan er sofnuð. Ég fór einmitt upp að lesa á laugardagskvöldinu og hitti eina þar sem ég kannast við. Við vorum sammála því að það væri gott merki að það væri brjálað að gera þegar maður situr uppi í lessal á laugardagskvöldi. En þetta er bara tímabil.

Heimska vikunnar á ég þó. Þegar ég sauð mér vatn og skellti í hitakönnu ásamt tepoka. Kvaddi Eika og Sóldísi og skellti mér í lyftuna til að fara á 11. hæðina. Svo þegar ég var svona hálfnuð ákvað ég í einhverju hugsunarleysi að fá mér einn gúllara af tei.
Note to self: Ekki taka stóran sopa af nýsoðnu vatni.
Teinu var snögglega skilað á lyftugólfið. Gat ekki drukkið neitt í marga klukkutíma á eftir. Tungan er enn bólgin og helaum.
Rugl
Jæja pásan búin

mánudagur, janúar 01, 2007

2006

Árið hófst í góðu yfirlæti í foreldrahúsum á Íslandinu eftir mikla átveislu yfir hátíðarnar (eins og alltaf!).
Eiki í skólann og ég enn í barneignarorlofi
Breimandi köttur
Islam vs. Danmörk
Þorrablót með Gunnu og Villa
Siggi og Gunnhildur í heimsókn og skólaskoðun
Århusferð
Sóldís María byrjar á Vuggestuen, end of an era
Tengdó í heimsókn
1. brúðkaupsafmælið
Familien í heimsókn
Trabant tónleikar, fyndið
5 ár í Danmörku
Próf
Malmø/Lundarferðir til Elínar og Guðjóns
26 ára
Mamma í heimsókn
Belle & Sebastian, ó men hvað það var gaman
Og auðvitað kom Gummi Jóh
Við til Íslands, alltaf gaman
Próf
Ítalía með Fífuhvammsgenginu, vítamínsprauta
HM
Siggi, Gunnhildur, Friðrika og Jakob bætast inn í Solbakkagengið, jibbííí
Dóri okkar kvaddur með tárum… og enn grátið…
Sóldís María 1 árs og labbandi!
Hitamet, rigningarmet og annað hitamet slegið í DK
Ástrós, Gunnar og Rúnar Freyr í heimsókn
Sommerfest
Halla og Búi a.k.a. tengdó í heimsókn
Skólinn hefst
Hversdagsleikinn
Forældreblokade
Fífó í heimsókn
SnowPatrol tónleikar, góðir
Íslandsför, plataði Eika upp úr skónum!
IcelandAirwaves, miklu skemmtilegra en ég þorði að vona
Heiða Heimsreisufari kvödd með stórum tárum…
Ég heim til Íslands og alveg plötuð upp úr skónum!
Reunion hjá Helluskóla
Próf
JT í Køben
Sufjan Stevens tónleikar, þvílík upplifun… vá
Eiki 26 ára
Hætti í vinnunni… með tárum
Teitur á tónleikum, fínir
Próf
Breimandi köttur
Jólin… mmm hvað þau voru notaleg
Og svo mjög góð áramót í góðra vina hópi

Í heild var þetta ár mjög gott en án efa stendur Sóldís upp úr. Breytingarnar hafa verið svo rosalegar. Frá vöggubarni til lítillar stelpu með skoðanir og segir “Nei takk” og “Ég vil líka”. Testar grensur og er farin að hafa skoðanir á fötunum sínum. Já uppeldið er hafið og oft er það ekki auðvelt en alveg hryllilega gaman að fá að vera með...

Takk æðislega fyrir okkur á þessu ári sem var að líða. Og hafið það sem allra best á þvi nýja