laugardagur, desember 31, 2005

2005

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt með meiru.

Erfingi á leiðinni, Eiki tæknifræðingur, gifting í mars og krónprinsessan fæðist í júlí.

Óhætt að segja að þetta hafi verið besta ár ævi minnar fram að þessu. Sóldís María er algjört yndi og ég nýt hverrar stundar með henni... og Eika líka ;o)

Takk æðislega fyrir allar frábæru stundirnar á árinu sem er að líða. Love ya
Knús

fimmtudagur, desember 22, 2005

Heim í báðar áttir

Erum á leið heim á morgun. Er verið að leggja lokahönd á að pakka. Er ekki alveg að fatta að við séum að fara og þ.a.l. er tilhlökkunin ekki í hámarki. Kemur á morgun í leigaranum út á flugvöll.
Förum svo aftur heim 11. jan.
Hlökkum til að sjá ykkur

þriðjudagur, desember 20, 2005

Ó men...

...hvað ég er löt og léleg að blogga.
Ekki nóg með það að ég bloggi orðið sjaldan þá upp á síðkastið blogga ég orðið svo löng blogg, sem mér persónulegra leiðist. Hef alltaf verið svo hnitmiðuð í skrifum að það hefur háð mér í t.d. ritgerðasmíðum á minni skólagöngu. Veit ekki hvað er að gerast

Alla vega...
.. þá situr Eiki núna í síðasta prófinu sínu þessa önnina og verður svo í fríi til 1. feb!! Jibbííí!!!
Við Sóldís erum á leið niður í bæ og ég ætla að reyna að versla jólagjöfina hans Eika áður en hann hittir á okkur. Svo er bara tengdapabbi eftir, sem er hausverkurinn hver jól.
3 dagar í Ísland. 4 dagar til jóla!

sunnudagur, desember 11, 2005

Oooh La La La, It's the natural La that the Refugees Bring

Já óhætt að segja að við skemmtum okkur vel á Fugees!
Byrjaði að Wyclef, sem er by the way geðveikur entertainer, kom og hitaði upp flokkinn með m.a. Jump Around (House of Pain).
Ég hélt varla vatni yfir spenningi að sjá Lauryn Hill sem er í miklu uppáhaldi hjá mér en ó my god hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum!! Hún var í svo ÓGEÐSLEGA ljótum fötum að það eyðilagði næstum því fyrir okkur tónleikana.. ég varð bara að einbeita mér að horfa ekki á hana... ég meina það. Til að gefa dæmi þá var hún í svörtum háhæluðum skóm og hvítum sport sokkum!! Hvað er það?! Og restin var ekkert betri. Meira að segja hárkollan hennar var glötuð. ó men...
Þau byrjuðu reyndar svona lala þar sem fyrstu 2-3 lögin sungu þau öll í einu ofan í hvort annað en breyttist mjög fljótlega í frábært performans. Lögin voru flest í nýjum búningi, t.d. var No Woman No Cry mun rokkaðra en vanalega. Þau tóku líka nokkur lög af sóló plötunum sínum, m.a. 3 lög af plötunni hennar LH (That Thing, Lost Ones og Ex-Factor) mér til mikillar gleði. Hápunkturinn var þó þegar Killing Me Softly kom, eins og ég vissi svo sem fyrir fram :o)
Eins og áður kom fram var Wyclef þvílíkt flottur á sviðinu og stundum fannst manni eins og hann væri bara einn þar sem það fór lítið fyrir hinum 2. Hann kom líka upp í stúku og fór niður í áhorfendaskarann og sprellaði endalaust. Líka gaman að sjá hvað þau skemmtu sér vel, voru síbrosandi

Svo fórum við á Franz Ferdinand og skemmti mér ekki minna þar!
Fór með Eika, Dóra, Elínu og Guðjóni. Heiða stóra frænka var að passa.
Upphitunarbandið, Arctic Monkeys, voru mjög góðir og góð upphitun fyrir Franzarana. Þetta var í annað skipti sem ég sá FF. Sá þá á Roskilde í fyrra og voru þetta bestu tónleikar hátíðarinnar.
Þeir eru bara svo ógeðslega flottir. Doldið nördalegir en geðveikt töff. Söngvarinn og gítarleikarinn eru líka mjög skemmtilegir á sviði, flott múv.
Eiga orðið líka svo ógeðslega mikið af frábærum lögum. Við Elín tróðum okkur framar og svo ákvaðum við að hitta á strákana því prógrammið hlyti að verða bráðum búið en það komu hver slagarinn eftir öðrum og maður hugsaði alltaf "já þetta lag, auðvitað"
Alla vega... enduðu tónleikana á This Fire og ég flaug heim...

Jæja svo á morgun förum við í smá ferðalag til Horsens með kisu. Þar sem hún hittir Dahawk kærastann sinn. Hún verður þar í 3-5 daga og vonandi verður hún "kisa ekki ein" þegar hún kemur aftur :o)

mánudagur, desember 05, 2005

Jólagjöfin er ég og þú....

Já sjitt hvað ég hlakka til jólanna. Aðallega vegna þess að þá verður kallinn kominn í frí og hefur meira en mánuð til að dúllast með okkur mæðgum. Er orðin hundleið á þessu.

Fórum til Svíþjóðar í gær, s.s. við mæðgur ásamt Heiðu og Dóra. Eiki var auðvitað í skólanum. Þar hittum við á Malmø-búana Elínu Búa og Guðjón. Við þræddum flestar búðirnar í Malmø og var eitthvað verslað. Já og hún Vigdís Tryggvadóttir keypti á sig spariskó, sem er svo sem ekki frásögu færandi nema hvað að þeir voru með háum hæl!!! Já fyrsta skipti sem svoleiðis er verslað og varð Eiki mjög hissa þegar hann kom heim.

Við erum búin að vera að leita af kisukalli fyrir hana Alísu okkar. Óhætt að segja að hún sé að springa úr greddu. Gengur ekkert allt of vel, þar sem þeir verða nú að vera hreinræktaðir og óskyldir og helst nálægt Køben. Erum búin að finna 2 á Jótlandi en bara soldið vesen að fara þangað ein með hana og litlu skvís í lestinni.

Sóldís María hefur svo verið með einhverja mannafælu takta. Sem er ekkert allt of gott þar sem við Eiki eigum miða á Franz Ferdinand á föstudaginn og Heiða frænka ætlaði að passa. Svo var hún reyndar ótrúlega lítið hrædd um helgina og því er smá von enn að við komumst bæði. Heiða ætlar að koma annað kvöld að passa á meðan við Eiki troðum okkur í heimsókn hérna á kollegieinu. Smá test. Vona að það gangi upp. Þá fer Heiða bara í staðinn fyrir mig. Ekki get ég skikkað Eika til að vera heima þar sem hann fékk miðana í afmælisgjöf :o)
Reyndar er ég að fara ásamt Heiðu á Fugees tónleika í kvöld. Verður forvitnilegt að sjá. Hlakka svo til að sjá Lauryn Hill þar sem hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Fór reyndar á þau þegar þau voru á Íslandi ´97 en skemmti mér ekkert svo vel, þar sem ég var nýkomin úr aðgerð og félagsskapurinn fannst tónlistin þeirra ekkert skemmtileg.

Óver end át