föstudagur, ágúst 22, 2008

Fíl´etta!

Þær eru hressar þessarfimmtudagur, ágúst 21, 2008

Hvað er að þér kisa?

Kötturinn okkar er búinn að vera stórfurðulegur í nokkra daga núna.
Símjálmandi, líka á ókristilegum tíma. Labbar fram og til baka í íbúðinni og virðist voða stressuð eitthvað. Augasteinninn risastór. Er alltaf að hoppa upp á mann og mjálma í andlitið á okkur...

Ég hélt hún væri eitthvað veik eða eitthvað... eða væri að reyna að segja okkur. Gerði almenna skoðun á henni (henni til mikilla ama) og gat ekki fundið neitt...

Vorum ekki að fatta þetta... fyrr en í gærkveldi...

ENGIN SÓLDÍS! Hún er ekki alveg að ná þessu... Hvar er Sóldís?!

En fyrir þá sem ekki vita þá er Sóldís búin að vera á Íslandi síðan á föstudaginn. Hún fór með Heiðu frænku sinni og er í essinu sínu í heimsóknum hjá ömmum og öfum á klakanum.

En það er alla vega teorian hjá okkur. Hlakka til að sjá hvort hún róist eitthvað þegar Sóldís kemur heim aftur á sunnudaginn :o)