þriðjudagur, apríl 18, 2006

5 ár

Já sá merkilegur atburður átti sér stað þann 9. apríl síðast liðinn. Við Eiki áttum fimm ára afmæli í Danmörku. Í tilefni dagsins bakaði Eiki pönnukökur, og gerði það svona lista vel. Meðan við nutum þeirra, ásamt rabbabarasultu og ís, rifjuðum við upp minningar síðustu 5 ára. Meðal þess var:

*Villt sumar 2001 og bakstur á Viktoriagade :o)
*Allt frábæra fólkið sem við erum búin að kynnast... og endurkynnast
*Hinar ýmsu heimsóknir sem við erum búin að fá
*Tónleikar og fleirri tónleikar í Vega
*Tranehavegård og gamla liðið
*Netto: Léleg úrval, illalyktandi fólk en ódýrt
*Hjól
*Billigt øl
*Horfa eftir fólki heim :o(
*Pres, pres, pres,pres.... det er en pige!!!
...æi og svo margt fleirra

IMG_3505
En læt þessa skemmtilegu mynd af mér að njóta Eikabaksturs í tilefni dagsins fylgja með

Engin ummæli: