Brúðkaupsafmæli
by Guðjón Jónsson (klikkið á myndina til að sjá fleirri sýnishorn)
Jæja, 1. brúðkaupsafmælið gengið í garð, pappírs brúðkaup minnir mig að það sé kallað. Vá hvað þetta er búið að vera fljótt að líða.
Já man að á svipuðum tíma í fyrra þá var ég í bílnum ásamt mömmu og systrum á leið á Selfoss í flikk fyrir athöfnina. Þarna sat ég að þjala á mér neglurnar og var að hugsa "Ó mæ god, í dag er brúðkaupsdagurinn minn". Enginn kvíði bara tilhlökkun. Það var allt frekar grámyglulegt og rigning öðru hvoru en það var ekkert að angra mig, mér var alveg sama. Svo þegar við Eiki vorum að koma keyrandi að kirkjunni stytti upp og sólargeislarnir brutust í gegnum skýin.
Fyndnast fannst mér hvað ég var bjartsýn að ég myndi ekki gráta. Sagði við Eika rétt áður en ég labbaði inn að ég héldi bara að ég myndi ekkert gráta. Hann var ekki eins bjartsýnn og sannfærði mig að taka með mér tissjú og vá hvað ég þakkaði honum mikið fyrir því séra Auður Eir var ekki búin með eina setningu þegar mín var komin með ekkann!
Við erum nú talin frekar meir í minni fjölskyldu, sérstaklega (eða eingöngu) kvenleggurinn og í lok athöfninnar heyrðist varla í Söru Bjarney þegar hún söng, fyrir ekkasogum :o)
Dagurinn var í alla staði frábær.
Takk enn og aftur fyrir okkur, allar gjafir, alla sem hjálpuðu okkur.
Vil sérstaklega þakka Söru fyrir flottan söng í kirkjunni, Guðjóni fyrir allar fallegu myndirnar, pabba fyrir eftirminnilega ræðu í veislunni og fjölskyldu fyrir alla hjálpina og stuðninginn.
Takk
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli