fimmtudagur, júlí 27, 2006

Sól og meiri sól

Jæja þá er það orðið official.
Það er frábært sumar í Danmörku og ÖMURLEGT sumar á Íslandi.
Liggaligga lái.
Mér finnst þetta bara sanngjarnt þar sem við vorum með mjög langan og kaldan vetur og varla hægt að kalla vetur á Íslandi. Þetta er bara munurinn á meginlandsloftslagi og úthafsloftslagi. Og hana nú.
Fyrri part dags fer í heimilisstörf og seinni parturinn í að sleikja sólina og dundast með Sóldísi minni og Eiki slæst í hópinn eftir vinnu.

Sóldís María dafnar og dafnar. Hún spjallar í sífellu, allan daginn og enginn skilur hvað hún er að segja. Maður nær þó að greina nokkur orð, t.d. "meira", "takk", "skór", "jamm", "mamma" og "babba" sem er notað fyrir flest allt annað :o) Svo gerir hún furðuleg rúlli hljóð sem enginn getur leikið eftir.
Hún er líka alveg farin að labba. Byrjaði á sjálfum afmælisdeginum sínum, ekki amalegt það. Nú trítlar hún út um allt en sem betur fer fer hún ekki langt frá ma og pa.... enn sem komið er....
Hún er annars voðalega glöð lítil stúlka, mannblendin, ákveðin! og spjallari af guðs náð. Það gen virðist hafa erfst frá móðurættinni ;o)
IMG_0147
Sem sagt bara kát hérna á Solbakken

Engin ummæli: