miðvikudagur, desember 13, 2006

Úff

Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég með gervitönn, s.s. önnur framtönnin í efri góm. Frá 1 árs og til 14 ára var ég alltaf með stórt gat í efri góm og muna eflaust þeir sem þekkja mig lengst vel eftir mér þannig. Frá ca. 5 ára aldri og til 18 ára aldurs var ég í reglulegri meðferð hjá hinum ýmsum tannfræðisérfræðingum eða þar til ég fékk implant.
Þvílíkt frelsi.

Fyrir ca. 3 vikum vorum við Sóldís að leika og í hita leiksins sló hún höfuðið beint á framtennurnar mínar! Og svo núna í vikunni var ég hjá sérfræðingi sem sagði mér að hluti af tönninni minni væri ónýt og ég þarf að fá nýja. Smá bakslag í bókhaldinu.
En þetta eru bara peningar...

2 ummæli:

Dóri sagði...

Ég á fjóra endajaxla sem ég er ekkert að nota, þú mátt fá þá. Þeir eru bara í boxi inná baði. Voru teknir úr mér þegar ég var 20 ára og þeir eru alveg heilir.

elín sagði...

Ég á einmitt nokkur stykki líka:)....