Blogg og myndir
Jæja er ekki réttast að skrifa nokkrar línur.
Við erum að fara til Århus eftir 2 tíma að heimsækja Trausta, Brynju og Sölku Sól. Langþráð ferð sem við erum búin að þurfa að fresta aftur og aftur síðan í haust. Hlökkum ýkt mikið til
Svo erum við búin að vera með Sigga og Gunnhildi í Køben í vikunni. Þau eru búin að vera í fríi, barnlaus og aðeins að máta stórborgina. Búið að vera rosa nice að fá þau og sjá þau
Lífið gengur sinn vanagang hérna í dk eins og í rvk reikna ég með. Hversdagsleikinn er nú frekar óspennandi. Ég er aðeins farin að glugga í bækurnar. Fødevaresikkerhed (matvælaöryggi) er á borðum, eins óspennandi og það hljómar. Fer í prófið snemma í apríl en þetta er nú mest upprifjun þar sem ég er nú búin að lesa þetta áður en fór ekki í prófið því ég fékk botnlangakast
Sóldís er nú orðin 7 mánaða. Ótrúlegt hvað þetta er fljótt að líða. Erum svo að bíða eftir leikskólaplássi fyrir skvísuna þar sem ég byrja í tímum 6.mars í Farmakologi (lyfjafræði). Sé ekki fram á að mæta mikið til að byrja með þar sem leikskólaplássin vaxa ekki á trjánum hérna í Køben. En vonandi kemur þetta á næstu vikum.
Jæja verð að fara að gera okkur klár fyrir ferðalagið
Góða helgi
p.s. komnar nýjar myndir inn á síðuna hennar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli