miðvikudagur, september 06, 2006

Mini Me
IMG_5354
Já stundum vill maður vera alveg eins og mamma :o)
Krúttan

Var að horfa á Ísland-Danmörk. Prump. Skrýtið hvernig við getum aldrei gert neitt á móti Dönum í fótbolta. Reyndar eru þeir betri en allt í lagi að standa aðeins upp í hárinu á þeim! Segi bara sama og Eiki. Við eigum alla vegana MAGASIN!

Annars er ég nánast grasekkja. Eiki var að keppa strax eftir skóla í dag og svo beint að horfa á leikinn með fótboltastrákunum. Svo er hann að fara að keppa aftur á morgun eftir skóla. Og svo á föstudaginn, eftir skóla, er hann að fara á klakamót (fótboltamót), alveg fram á sunnudag. Já sem sagt fótbolti og meiri fótbolti... það er eitthvað sem segir mér að hann þurfi nudd á sunnudaginn eftir allan þennan fótbolta. Vonandi, hans vegna, þekkir hann einhvern góðan nuddara... mér dettur enginn í hug...

Ein af okkur mæðgum svo í lokin

IMG_5402

Engin ummæli: