miðvikudagur, mars 08, 2006

Smá upprifjun

Århus var æði. Bara allt of stutt eins og vanalega... næst stoppum við í viku :o)
Við Brynja skelltum okkur á djammið á laugardagskvöldinu. Fórum á árshátíð íslenskra læknanema í Danmörku. Mér fannst ég vera óttarleg boðflenna en var svo tekin með opnum örmum :o) Hitti fullt af frábæru fólki, en þó var skemmtilegast að hitta Söru og Ástu vinkonur mínar frá Odense
Svo leið vikan og núna á laugardagskvöldið skellti ég mér aftur út á lífið. Við Heiða og Ingibjörg (sem er að vinna með Heiðu) fórum á Snow Patrol tónleika í Vega. Það var rosa stuð. Ég þekkti þessa hljomsveit ekki neitt áður og komu þeir skemmtilega á óvart. Söngvarinn var líka mjög skemmtilegur á sviði og djókaði mikið milli laga sem mér finnst alltaf svo skemmtilegt. Var svo aðeins kíkt á djammið sem endaði á trúnó með Heiðu og Dóra á Pilegården :o)
En núna er litla snúllan búin að vera lasin. Var fyrst hitalaus í morgun og vonandi helst það ég dag. Líklegast verður svo fyrsti leikskóladagurinn hennar á morgun !

Tengdó eru svo að koma á fös og ma og pa eftir tæpar 2 vikur! Jibbííí

Engin ummæli: