föstudagur, maí 05, 2006

Hverdagen

Eftir páska og próf tók hversdagsleikinn við hjá okkur. Núna mæti ég í skólann alla daga klukkan hálf níu (nema fös). Fíla þetta alveg geðveikt, líka þar sem ég er í svo skemmtilegu og áhugaverðu fagi... er eitthvað svo relevant. En fagið er lyfjafræði og er drullu erfitt, en bara eitthvað svo dýralæknalegt eitthvað.

En í aðrar óskemmtilegri fréttir. Þá er einhver að stela reglulega niðri í þvottahúsi! Hversu ömurlega glatað er það þegar maður býr í svona litlu samfélagi (Solbakken). Alla vega þá hef ég tekið eftir því síðustu vikur að það eru komin rosalega margir miðar upp þar sem fólk er að lýsa eftir hinu og þessu sem hefur horfið úr þvottinum og yfirleitt eru þetta einmitt svona stærri og eigulegri hlutir (ekki sokkar). Svo fór undirrituð að þvo í gær og ákvað að skella stutta, svart flauelisjakkanum mínum með. Og svo þegar Eiki fór að setja í þurrkarann var hann horfinn!!

djö$&%&#"$... ans#"!/)(#... hel&%$#"...

GLATAÐ!
Það er ekki eins og hann sé splúnkunýr og hafi verið dýr en hann var bara svo endalaust góður og ég gat verið í honum í öllum veðrum... var rosahlýr en ekki heldur of heitur þegar það var hlýtt... og ... ohh er bara ýkt fúl........

Jæja það er geggjað veður úti. Ég er á leið með fjölskylduna mína upp í skólann minn að hitta skólasystur þar sem það er árshátíð í skólanum og allir úti í picknick og drekka bjór og live tónlist. Allir að hita upp fyrir kvöldið og annað kvöld (árshátíðin í skólanum mínum er nefnilega tveggja sólarhringa djamm)

Engin ummæli: