fimmtudagur, september 21, 2006

Daglig dagen

Hér er hversdagsleikinn að drepa okkur eins og annars staðar. Nei annars það er ekki rétt. Nóg að gera bæði í sociallífinu, skóla og heimili.
Og vá hvað það eru mikið af tónleikum í gangi sem mig/okkur langar svo að fara á. En maður getur ekki farið á allt. Erum með 2 miða á ísskápnum okkar núna, Singapore sling/Stafrænn Hákon á föstudaginn og SnowPatrol í okt. Fullt meira sem freistar. Það heitasta er Keane í nóv... og fullt meira. En maður verður að skoða þetta vel og velja og hafna. Maður veður ekki í seðlum og getum kannski ekki verið með Sóldísi í pössun um hverja helgi.

Svo eru ma, pa og Arna að koma núna í okt. mmmm það verður huggó.
IMG_3282

Engin ummæli: