End of an era
Við mæðgur nývaknaðar og sætar :o)
Beið okkar bréf þegar við komum frá Århus þar sem litla stelpan okkar er komin með pláss í vuggestue frá og með 1. mars!
Blendnar tilfinningar brutust út hjá mér. Gleði þar sem fyrirlestrar byrja hjá mér næsta mánudag og gott að komast á sem flesta. Og svo bara yfirþyrmandi sorg yfir því að litla stelpan sé bara orðin stór delpa á leikskóla! Kúrimorgnar með mömmu og barneignarorlof á enda. Líka smá sektarkend gagnvart henni að setja hana svona snemma frá mér. En svona er þetta bara.
Vuggestuen (börn frá 6 mánaða til 3 ára) er hérna í húsinu sem er frábærlega þægilegt á alla kanta. Við verðum svo bara að vera dugleg að fara í hjólatúra svo barnið sjái eitthvað annað en Solbakken :o) Fórum í dag í smá viðtal og okkur leist bara vel á. Nice fólk og svona, sem mest mikilvægast! Ákváðum svo að hún myndi ekki byrja fyrr en á mánudaginn, þannig ég hef rétt tæpa viku í að njóta þess að vera í barneignarorlofi :o)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli