föstudagur, nóvember 24, 2006

1A

Strætóinn minn heitir 1A. Held hreinlega að þetta sé besti strætóinn í Kaupmannhöfn. Ekki nóg með það að hann keyrir mjög skemmtilega og þægilega leið um bæinn heldur líka það að hann er alltaf svo temmilega mannaður og maður fær yfirleitt alltaf gott sæti við gluggann. Mér finnst í rauninni mjög gaman að ferðast með strætó og þó þá sérstaklega 1A. Eitthvað svo róandi. Er oft hálf svekkt yfir því að vera komin á stoppistöðina sem ég ætlaði mér út á og langar oft að halda bara áfram. Horfa út um gluggann og dáðst að mannlífinu. Og oft geri ég það.

Aftur á móti eru margar strætóleiðir alveg manndrepandi. Og 3A er gott dæmi um það. Oj. Ef þú sækist eftir yfirfullum strætó af illalyktandi fólki þá er þetta strætóinn. Svo er leiðin líka svo langdregin.

Ef þig vantar að vita eitthvað um almenningssamgöngur í Køben. Bara að tala við mig.

2 ummæli:

Tinna sagði...

Skemmtilegur fróðleikur svona fyrir helgina;) Vildi óska þess að ég gæti komið og notað almenningssamgöngur Kaupmannahafnar oftar með þér.

Dísa Rós sagði...

oh já mér finnst 1A líka æði..nota hann samt ekki mikið lengur..núna er það alltaf 6A..hann er fínn - fer í gegnum strikið og svona :)

lítil saga: tók einu sinni 1A frá endastöð til endastöðvar - það var gleði :)