Veður og stúlkurnar mínar
Jæja í dag er fyrsti kaldi dagurinn í MJÖG langan tíma, enda ekki nema 17 gráður úti og rigning í morgun. Þeir segja að júlí hafi verið sólríkasti mánuður í 60 ár! Vá. Óheppnir þeir sem búa hérna en fóru heim til Íslands að vinna í sumar... hahahhahahahhaha. Hope it was worth it!
Ástrós, Gunni og Rúnar Freyr eru á leiðinni til okkar í dag. Jibbíí. Þau fá nú reyndar smá rigningu til að byrja með en svo á að verða tæplega 30 stiga hiti og glampandi sól um helgina sem vegur upp á móti :o)
En mundi eftir því í morgun að stóra stelpan okkar varð 2 ára á mánudaginn og við steingleymdum því! Ömurlegir foreldrar, en okkur er fyrirgefið þar sem stóra stelpan okkar hafði ekki hugmynd um það sjálf og því meira er að henni var sko alveg skítsama.
En í tilefni þess að báðar stelpurnar okkar áttu afmæli í júlí með tæpu ári á milli sín ætla ég að láta þessa mynd fylgja
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli