fimmtudagur, september 21, 2006

Heiða uppáhalds frænka

Já hún Heiða verður að eiga þann titil. Enda er Heija (lesið Heiða) fyrsta nafnið sem Sóldís sagði (eftir mamma og pabbi og kisa auðvitað). En þetta er svo sem ósanngjörn "keppni" þar sem Heiða er eina frænka Sóldísar sem hún hittir reglulega.
Sóldís er ekkert lítið hrifin af frænku sinni og andlitið lýsist alveg upp þegar hún kemur í heimsókn. Hún getur líka alltaf platað hana í leik og þær eru alltaf að kjánast með alls konar búkhljóðum og handahreyfingum.
IMG_5174
Hér er Heiða nýbúin að kenna Sóldísi hvernig slangan gerir :o)

Heiða er líka ekkert lítið ánægð með litlu frænku sína og er með stóran hnút í maganum við tilhugsunina að vera að fara í langt ferðalag.
Sóldís og gamla settið hennar eigum eflaust eftir að sakna hennar líka... jafnvel bara kisa líka :o)
En svo langt er ferðalagið nú ekki og þetta verður fljótt að líða og mikið ævintýri... og við verðum hérna þegar þú kemur til baka. Knús

Engin ummæli: