mánudagur, júlí 10, 2006

monday bloody monday

Sumarfríið er búið.
Eiki mætti sprækur í vinnuna í morgun. Er s.s. að vinna hjá Pihl & son í sumar í verkefni á Hovedbanen. Mjög spennandi allt saman.
Sóldís fór svo í Vuggestuen og ég er hérna heima í enduskipulagi. Komið með svo mikið ógeð af íbúðinni og óskipulaginu í öllum skápum og drullunni í öllum hornum. Ætla sem sagt að taka íbúðina í gegn, ætlum líka að gera svona leikhorn fyrir skvísuna inni í svefnherbergi, þ.e. ef við finnum pláss :o)
Ma, pa og Arna fóru síðasta fös. Tár. Erum búin að hafa það alveg rosalega notalegt, bæði hér og á Ítalíu. Sóldís María var líka svo gott barnabarn að hún ákvað að taka fyrstu skrefin sín fyrir ömmu og afa í garðinum áður en þau færu. Fattaði ekki þegar hendinni hennar var sleppt og labbaði bara áfram alein og óstudd. En eftir ca. 6 skref fattaði mín það og teygði sig eftir aðstoð. Svona er það svo búið að ganga í nokkra daga og erum við nokkuð viss að mín verði farin að ganga á 1 árs afmælinu, sem er nú eftir aðeins 9 daga!!!
Úr einu í annað.
Hvað var Zidane að spá?! Úff hvílíkur máti að enda ferilinn... skil vel að hann kom ekki að sækja silfrið sitt því ég er nokkuð viss um að hann hafi grátið eins og ungabarn af svekkelsi yfir sjálfum sér og þ.a.l. ekki getað gengið. En mér finnst samt að Frakkland hefði átt að vinna.... æi veit ekki, ég hélt svo sem ekki með hvorugum. Þýðir aldrei að halda með Englandi því þeir ná alltaf að klúðra. Brassarnir voru ekki nógu sannfærandi. Argentína var fín. Þýskaland voru góðir og voru að spila mun skemmtilegri bolta en hafa verið að gera áður.... ætli ég verði ekki að segja að eftir Englandi hefði ég viljað sjá Þýskaland vinna. Sem er alveg ótrúlegt því ég hef aldrei ALDREI haldið með Þýskalandi pýskalandi og hefði aldrei trúað því að ég myndi nokkurn tímann gera. En overall þá voru Ítalarnir betri en Frakkar í keppninni en Frakkar betri í lokaleiknum sjálfum...
Jæja. Ætla að halda áfram í tiltektinni.

Engin ummæli: