fimmtudagur, mars 09, 2006

Lost in Translation?

IMG_2389
Þær stóru fréttir voru að berast í Fífuhvamminn og alla leið hingað á Solbakken að hún Arna Steinunn litla systir mín var að fá jákvætt svar frá AFS varðandi skiptinám í Japan. Já skvísan er að fara í eitt ár til Japans frá og með 1. feb 2007!
Efaðist eiginlega aldrei um að hún myndi ekki vera valin úr hópi umsækjanda. Enda eins og þeir sem þekkja hana vita, þá er Arna algjör gullmoli og heimurinn væri betri ef það væru fleirri Örnur á ferð. Jákvæðaðri og betri manneskju hef ég ekki kynnst.
Það eina sem væri hægt að saka hana um væri að hún talaði of mikið :o)

Til lukku með þetta Adda Padda mín

Engin ummæli: