föstudagur, nóvember 17, 2006

"Það er kominn dagur"

Nóttin í nótt byrjaði svo sem eins og venjuleg nótt. Reyndar upp úr 1 fór Sóldís eitthvað að rumska og varð öll ómöguleg og því ákvað ég að taka hana upp í. Eftir smá brölt sofnaði hún aftur mér til mikillar ánægju.
EN
Um 2 vaknaði ég við einhverja kunnulega rödd. Jú jú það var Eiki sem hálf sat uppi og var að tala við dóttir sína... "Sóldís... tími til að vakna... Það er kominn dagur... hver ætlar að fara á Vuggestuen... "
!!!!!
What the FXXX!!
Var þá drengurinn ekki að tala svona illilega upp úr svefni! Og mín fyrstu viðbrögð var að ýta Eika aftur niður í rúmið með flötum lófa yfir andlitið, þar sem hann hélt áfram að sofa. En nei, það var orðið of seint. Því litla var glaðvöknuð og sko alveg til í að fara á fætur. Ó men. Það tók mig um klukkutíma að koma henni niður aftur og lítil hjálp í kallinum....
Og svo um 3 var snúllan sofnuð. Hjúkket hugsaði ég og djö ælta ég að sofa fast og vel það sem eftir er að nóttinni...
EN
Hálftíma seinna vaknaði ég eitthvað skrítin í maganum og örfáum augnablikum seinna var hausinn kominn í klósettið.
Jújú mín komin með ælupestina sem er búin að vera að ganga.

En afrakstur dagsins, fyrir utan ófáar ferðir á toilettið, eru nýjar myndir á síðunni hennar Sóldísar...

2 ummæli:

Tinna sagði...

hehe..þessir karlar og þessar ömurlegu ælupestir, ég hef ekki fengið ælupest í mörg ár...7, 9, 13...nema þessa sem stóð yfir í 3. mánuði en vonandi er þér batnað. Ætla fara skoða myndir.

Nafnlaus sagði...

yess, elska svona nætur...en sem betur fer talar minn ekki upp úr svefni

gaman að sjá nýjar myndir af skvísunni, hef sagt það og segi það enn og aftur, mikið rosalega sé ég oft Brynjar í henni frænku minni

Kveðja, Hlíðarvegsfamelían