mánudagur, mars 06, 2006

Veikindi og þreyta

Litla skvísan tók upp á því í gær að ná sér í einhverja pest og var komin með hita í gærkvöldi. Þannig við mæðgur erum bara heima og enginn fyrsti dagur í Vuggestue... vonandi verður hún orðin frísk fyrir morgundaginn.
Svo er ég þreytt þar sem ég vakti yfir Óskarnum í nótt. Hefð síðan 1991 og engin breyting þar á. Þetta var fínn Óskar og so suprises fyrr en í lokin þegar Crash vann bestu mynd. Var nokkuð viss um að Brokeback Mountain myndi vinna og var eflaust ekki sú eina sem hélt það. Jon Stewart var mjög góður á köflum og bara ágætis hátíð, en ekki sú besta sem ég hef séð.
Jæja hún er vöknuð og kallar á mömmu sína.... meira seinna

Engin ummæli: