Jólin jólin alls staðar
Ég hlakka alveg hryllilega mikið til jólanna!
Er eins og lítill krakki. Hlakka bara svo til að slappa af í nokkra daga án samviskubits eða kvíða. Njóta daganna með Eika og Sóldísi Maríu, þar sem það er erfiður mánuður framundan.
Við Eiki erum að fara núna á eftir að kaupa það síðasta í matinn og ætlum að baka og gera jólaísinn svo í kvöld. Annars er ég búin að kaupa allar jólagjafir en reyndar á Eiki eftir að kaupa mína, en það verður vonandi ekki mikið mál :o)
En hvað eigum við að gera um áramótin?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli