þriðjudagur, apríl 18, 2006

Páskar

Vaknaði páskadagsmorgun við það þegar Eiki var að læðast fram að ná í páskaeggið til að ná að fela það áður en ég skildi vakna... en páskaeggið var ekki á sínum stað, þar sem ég faldi það klukkan 5 um nóttina, eftir að Sóldís María hafði rumskað. hahahaha.
Eiki var svo í góðan tíma að leita og meira að segja var búinn að leita í skápnum sem ég faldi í og hefði þá verið endalaust lengi að leita ef við hefðum ekki tekið upp heitt/kalt kerfið. Egginu var svo slátrað með morgunkaffinu og fengum við málsháttinn Vinnan gefur vænan svefn.
Skelltum okkur svo til Malmø upp úr hádegi, til njóta páskalærisins með Elínu, Guðjóni, Oddi (bróðir Guðjóns) og Kristínu (kærasta Odds). Þetta var sko ekkert smá gott. Fleirri eggjum var líka slátrað í Svergie :o)
Við fjölskyldan rákum svo Elínu og Guðjón svefnsófann og tókum yfir hjónarúmið þá nóttina. Svo á mánudagsmorgun var horft á gæðateiknimynd frá DreamWorks að nafni Madagaskar og enn öðru páskaeggi slátrað... úff, þar fór megrunin! Eftir göngutúr um Malmø var brunað með lestinni aftur yfir í menningaborgina (þar sem er alltaf betra veður en í Malmø!)
Kisa tók svo fagnandi á móti okkur :o)

Engin ummæli: