fimmtudagur, apríl 20, 2006

Hva´ ??! Dansk?!

Nej nej nej nej... ÉG TALA BARA SVONA GÓÐA ÍSLENSKU!

Skil ekkert í þessu með mig. Ég er eitthvað alveg ferlega málhölt þessa dagana þegar það kemur að dönsku. Tók einmitt eftir þessu fyrir rúmri viku síðan þegar við Eiki fórum að tala við þjónustufulltrúann í bankanum. Held hann hafi átt voða erfitt með að trúa því að ég væri búinn að búa hér í 5 ár en auðvelt með að trúa mér þegar ég sagði honum að ég væri léleg í tungumálum.
Svo var ég upp í skóla í dag í munnlegu prófi og ég var svo hryllilega málhölt og asnaleg eitthvað. Jú auðvitað kom stress inn í og allt það en samt eitthvað alveg ferlega glötuð.
En af prófinu er svo sem ekki mikið að segja nema að ég féll. Fyrri hlutinn fjallaði um geymslu og dreyfingu á kúaskít, gekk ágætlega en með nokkrum holum. En svo var ég alveg ferlega óheppin þegar kennarinn ákvað að spyrja mig rosa mikið út úr lög og reglugerðir um meðhöndlun og dreyfingu á ræsisúrgangi. Ég skal alveg viðurkenna að ég var ekki búin að lesa mig mikið til um danskar reglugerðir um mannapiss og varð þetta bara eitt stórt kúkur og piss!

Engin ummæli: