Próf-Ítalía-HM-Danmörk-Meira HM
Jú jú maður er á lífi.
Fórum til Ítalíu strax eftir prófin. Hittum þar ma og pa og Örnu, og auðvitað kom Heiða líka. Byrjuðum í Toscana í sumarhúsi þar og svo vorum við í 2-3 daga hjá geitabóndanum mínum við Alparætur. Ekkert smá nice... og alveg ROSALEGA heitt.
Komum svo skítug og þreytt heim rétt eftir miðnætti í gær. Gátum nefnilega ekkert farið í sturtu á geitabænum og svo vorum við í 10 tíma á flugvellinum í Milanó. Úff hvað það var gott að koma heim.
Svo eru ma, pa og Arna hjá okkur og verða fram á föstudag.
Ú já og svo erum við systur að fara á Robbie Williams á fim. Heiða náði að redda miða. Varð uppselt samdægurs á báða tónleikana hans hérna í Parken eða 90.000 miðar. Þó svo ég sé ekki stærsti aðdáandi Robba þá held ég að það sé geðveikt að sjá hann á tónleikum, natural entertainer.
En í kvöld er það Ítalía vs. Þýskaland. Go Þýskaland (er ennþá fúl út í Ítalana þegar þeir fiskuðu vítaspyrnu í lok leiks á móti Ástalíu)
Jæja er farin út að njóta góða veðursins. Ciao
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli