laugardagur, mars 25, 2006

Ma, Pa og TRABANT

Þetta er búin að vera alveg rosalega hugguleg vika. Mamma og pabbi komu á þriðjudaginn og við erum bara búin að vera í hygge, spjalli og bæjarrápi síðan. Er strax komin með kvíða fyrir að þurfa að kveðja þau á mánudaginn.
En þegar amman og afinn eru í heimsókn er maður náttúrulega með pottþétta pössun og við hjónakornin nýttum okkur það svo sannarlega í gærkveldi. Eiki skellti sér í þrítugsafmæli hjá Baldvini fótboltafélaga sínum og ég fór ásamt Heiðu og Dóra á TRABANT tónleika. Sjitt hvað það var gaman. Þetta er nú meira showið hjá þeim. Ekkert smá skemmtilegir á sviði. Mjög kynferðislegir en jarða við að vera bara perralegir í stað sexy. En gera þetta svona skemmtilega vel að maður tekur ekki augun af þeim á meðan :o) Mér leið eins og ég væri í einkapartýi því þarna voru á bilinu 100-200 íslendingar og sviðið á hæð við skókassa. Hitti fullt af góðu fólki, bæði gömlu og nýju :o)

Engin ummæli: