miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Vinter

Jæja fyrsti snjórinn fallinn í Køben og auðvitað skellti ég mér í stuttan hjólatúr til að brjóta upp próflesturinn. Fór að kaupa ullarklædda inniskó fyrir dóttur mína þar sem það er svo gólfkalt í Vuggestuen. Ég nánast dó. Shit hvað það er kalt. Fór auðvitað ekki með húfu né vettlinga enda ekki komin í vetrargírinn. Og svo varð mér svo kalt á rassinum þar sem hnakkurinn á hjólinu var rakur. En ferðin var success og snúllan komin með þessa fínu skó.

Á leiðinni heim varð ég vitni að atviki sem gerir mann svo pisst! Fólk er fífl.
Einn gaur var að fara yfir á gangbraut með hjól og þá komu 2 á bíl og keyrðu næstum því á hann. Gæinn með hjólið dauðbrá og gaf þeim í bílnum Fokk-merki. Nei nei, þetta fór ekkert lítið fyrir brjóstið á þeim að þeir snarhemluðu og ruku út úr bílnum með látum. Bíllinn sem sagt stóð þarna á miðjum gatnamótum og stoppar alla umferð. Bílstjórinn æðir ógnandi að manninum með hjólið og öskrar á hann margoft "Hvem tror du giver et fuck-mærke til!" "Du giver ikke et fuck-mærke til mig" og vinurinn dansar ógnandi í kring líka.
Í fyrsta lagi fóru þeir yfir ólöglega yfir gangbrautina, í öðru lagi er ekki í lagi að lemja einhvern fyrir þetta og í þriðja lagi þá stoppar maður ekki alla umferð fyrir ekki meira en þetta. En fólk getur verið svo veruleikafirrt og sjálfselskt að það hálfa væri nóg og til að toppa þetta þá hentu þeir hjólinu hjá gæjanum út á mið gatnamót með tilheyrandi tilþrifum.
Svona fólk er fífl og ekkert annað. Egóið að fara með þá.

Engin ummæli: