fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Svefnlaus

Síðustu tvær nætur höfum við Eiki sofið mjög illa. Ekki af því að við þurfum að sinna Sóldísi... neeei heldur vegna þess að kisa er að breima.
Já sem sagt kisa er ekki kettlingafull. Og hún er að gera okkur gráhærð. Hún hefur sko alveg breimað áður en ekki í líkingu við þetta. Er sífellt vælandi og ekkert venjulegt væl. Held að þetta sé verra núna af því hún veit hvað það er sem henni vantar eftir að hún fór í heimsókn til Dahawk töffara.
Alla vega þetta hefur endað þannig báðar næturnar að ég loka okkur kisu inn í stofu svo hún veki ekki barnið. Það þýðir ekkert að loka hana eina frammi því þá hendir hún sér hvað eftir annað á hurðina og býr til þá bara ennþá meiri læti.
Er það nú ástand. Vona að þetta fari nú að hætta. En var að lesa á netinu að þetta gæti tekið allt að 10 daga!! ó nó

Engin ummæli: