þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Helgin

Óhætt að segja að helgin sem var að líða hafi verið hrein snilld.
Gunna kom á fimmtudaginn og þar með hófst helgin. Röltum niður Istedgade og kíktum í búðir og fengum okkur svo Paradis, sem tryggir lesendur þessarrar heimasíðu vita, þykir mér ekki leiðinlegt.
Föstudagurinn fór svo í verslunarleiðangur niður í bæ og um kvöldið kom svo Villi hennar Gunnu. Þau skelltu sér öll í pre-Þorrablótspartý heim til Heiðu þar sem voru hinar ýmsu þjóðlegar veitingar í boði Danna sem kom með hvorki meira né minna en 14 kg af Þorramat og slatta mikið af íslensku nammi.
Svo á laugardaginn fóru þau hjónakornin niður í bæ og svo hófst undirbúningur fyrir kvöldið. Eiki var farinn snemma um morgunin að keppa í IcelandAir Open og vann hans lið. Þeir fengu flugmiða til Íslands í verðlaun, ekki slæmt það. Eiki var svo heima með Sóldísi á meðan við hin skelltum okkur út á lífið. Skemmti mér ÓGEÐS vel á Þorrablótinu og hitti fullt af skemmtilegu fólki.
Svo var bara slakað á á sunnudeginum. Fórum í bæinn og rifjuðum upp smá skautatakta á Kongens Nytorv. Shit hvað maður er nú búinn að gleyma. Verður að segjast að hún Gunna var nú mun tignarlegri á skautunum en ég :o) Villi flaug svo heim um kvöldið.
Svo í gær var aftur kíkt í búðir, þetta sinn í Fields. Það var nú ekki mikið skoðað bara verslað á litla Grím og fengið sér kaffi. Við Gunna og Friðsemd fórum svo út að borða í gærkveldi og skriðum við Gunna heim um hálf eitt. Nokkrum Mojito´s seinna :o)
Gunna fór svo í morgun. Og þar með var helgin búin :o(

Engin ummæli: