fimmtudagur, janúar 19, 2006

Í dag

Er Sóldís María hálfs árs og við Eiki búin að vera saman í 6+1 ár.
48_didi_eiki4
The Beginning

Þetta byrjaði allt saman sumarið ´97 á fjöllunum þar sem við Eiki vorum að vinna saman fyrir Landsvirkjun. Eitthvað dúllerí í gangi það sumarið en byrjaði formlega á Busaballinu í Kvennó í september.
Man hvað mér kveið geðveikt fyrir að hitta alla vini hans. Enda vissi ég ekkert hvað Fellagengið segðu við svona saklausri sveitastúlku.
Eftir frábært ár, hættum við þó saman, enda bara 18 ára og áttum eftir að gera svo margt. Við vorum í engu sambandi í rúmt ár en fórum svo að hittast aftur hjá sameiginlegum vini okkar fyrir tilviljun. One led to another... og gamlir neistar kviknuðu á ný :o)
Ári seinna lágu leiðir okkar til Danmerkur í nám og erum við bara búin að hafa það huggó síðan.
Æ það er svo margt búið að gerast á þessum 7 árum okkar og ómögulegt að telja að allt upp. Eitt stendur þó upp úr og vil ég því hér með formlega þakka Eika kærlega fyrir samstarfið á "Making Of Sóldís María".
IMG_2790
Tekið áðan, rétt áður en Sóldís María fór að sofa. Komin með hita eftir bólusetninguna í dag
(við hin höfum enga afsökun)

Engin ummæli: