miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Veikar stúlkur

Báðar stelpurnar mínar eru lasnar.
Sóldís er orðin ein hlaupabóla. Litla skinnið. Henni klæjar svo. En þá er þetta búið hjá henni blessaðri.
Kisa skvís er svo að ná sér eftir geldinguna í gær. Jújú ég fór með hana með mér í skólann. Ég er ákkúrat í skurðaðgerðum þessar vikurnar. Ég reyndar gerði ekki aðgerðina sjálf og vildi það líka einhvern veginn ekki. En ég tók á móti henni þegar aðgerðin var búin og hjálpaði henni að vakna og svona.

Þannig ég er með köttinn í annarri hendi og hlaupabólustelpuna í hinni

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Knus og kossar til teirra beggja !!!

Dóri sagði...

Bíddu.. WHAT!
Átti ekki að láta kisu fjölga sér?
Djö.. er ég feginn að vera ekki kötturinn ykkar. Maður er bara geldur við fyrsta tækifæri.

Tinna sagði...

já ég segi það sama...var ég ekki búin að panta kettling??!

Vigdi­s sagði...

SKO! Við erum búin að reyna 2 sinnum að láta ala á henni en hún tekur alltaf karlana og jarðar þá. Hún er svo hrædd við aðra ketti að hún verður bilaðslega aggresiv, erum að tala um Jekyll and Hyde syndrom. Og þegar ég fór með hana í skólann staðfesti hún það fyrir mig að ég væri að gera rétt. Hún var svo tjúlluð að það þurfti 3 starfsmenn, eina snöru og eitt sérhannað búr til að ná henni og deyfa hana fyrir svæfingu. Ég mátti ekki einu sinni koma nálægt henni. Hún hvæsti og urraði og ef einhver reyndi að nálgast stökk hún í átt að andlitinu. Crazy. Og svona var hún líka þegar við fórum með hana til kisukarls. Not working.
En svo varð alveg eins og ljúflingur um leið og við vorum komnar í taxann á leið heim.

Tinna sagði...

Vá sé hana ekki fyrir mér svona brjálaða...hún er greinilega með félagsfælni á háu stigi, sendu hana bara á bekkinn til mín, tek hana í therapíu;)

Dóri sagði...

Ég held að hún hafi bara ekki verið búin að finna þann eina rétta. Og mun líklega aldrei gera það úr þessu...

Vigdi­s sagði...

Já undur og stórmerki!! :o) Þá finnst þér mín án efa skemmtileg líka, þ.e. þegar hún er heima hjá sér