þriðjudagur, júní 05, 2007

Leiðinlegt blogg

Þar sem ég get ekki verið neitt sniðug þessa dagana vegna orkuleysis er þetta bloggið mitt í dag.

Hversdagsleikinn í fyrirrúmi. En erum að fá Hildi litlu frænku mína í heimsókn í 2 daga núna. Hún er rétt rúmlega eins árs og því verður fjör hér á bæ.

Ég er á fullu í skólanum að gera verkefni sem ég þarf svo að flytja ásamt hópnum mínum. Það fjallar um Perianal fistulas hjá Schafer (þýskum fjárhundi). Þið getið ímyndað ykkur hvað þetta er skemmtilegt.

En stóra málið er að Heiða er að koma á sunnudaginn heim eftir tæplega 8 mánaða reisu. Hún er núna í Laos og er á leið til Bangkok á næstu dögum og flýgur þaðan heim. Jibbíí!!

1 ummæli:

Tinna sagði...

Ég væri nú alveg persónulega til í að heyra meira um Perianal fistulas hjá Schafer...en það er kannski bara ég;)