Pollýanna, Berlin
Síðustu dagar höfum við Eiki verið dugleg í Pollýönnuleik.
Hann er stundum nauðsynlegur til að viðhalda jákvæðni. Og það virkar vel.
Við áttum nefnilega von á barni í byrjun mars en á mánudaginn síðasta kom í ljós að fóstrið hafði ekki þroskast eðlilega og látist fyrir skömmu. Ég var komin tæpar 12 vikur á leið. Þetta hafa verið erfiðir síðustu dagar en maður verður bara að líta á björtu hliðarnar og sem betur fer kom þetta í ljós núna en ekki seinna víst að svona átti að fara. Við vitum líka að við getum þetta og það vonandi gengur bara betur næst :o)
Við hjónin ákváðum að það væri kominn tími fyrir smá hygge tíma, tvö ein, og vorum að bóka flug og hótel í Berlin eftir 3 vikur. Heiða sæta ætlar að vera í mömmó þá helgi og passa Sóldísi og kisu fyrir okkur á meðan.
Ji hvað ég hlakka til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
16 ummæli:
Er búin að vera hugsa til ykkar og senda jákvæða strauma.
Æææi hvad thad er sárt ad heyra:( Samhryggist innilega. Gott ad thid getid séd bjørtu hlidarnar í stødunni. Eigid ædislega helgi saman!
Knús
Mikið er gott að heyra að þið skellið ykkur í helgarferð og hafið það gott saman. Þú veist að það gengur betur næst, þetta var bara óheppni í þetta sinn.
Kær kveðja
Lilja
Æææ en sorglegt,eg samhryggist ykkur innilega. Njotid Berlinarferdarinnar;) Krammer
eg las postinn hja ther, en vegna thess ad hotmail sukkar tha hef eg ekki getad svarad.
eg var nybuin ad fara i gegnum hiroshima safnid thegar eg las postinn, thakka gudi ad eg var i herbergi umkring stelpum sem fodmudu mig.
eigid skilid stort knus fra mer um leid og eg kem heim.
samhryggist innilega.
love ya
knus og kossar hedan fra japan
adda padda
Ég samhryggist ykkur elsku vigdís og eiki. Gott að þið eruð að fara saman í ferð bara tvö ein.
Ég hugsa til ykkar
Kveðja Sara Bjarney
Knúús
Þetta á eftir að ganga betur næst.
Finnst þetta frábært hjá ykkur að fara til Berlínar.
Elín
Mér líst vel á Berlin hjá ykkur og já maður verður að hugsa um það jákvæða í lífinu á svona stundum.
Kær kveðja,
Heiðbjört
Ég samhryggist ykkur elsku Vigdís og Eiki. Gott að þið getið stungið af bara þið tvö, eigið eftir að styrkja enn meir samband ykkar, sem verður bara sterkara með hverri hindrun sem þið mætið..
Knús á ykkur bæði og eigiði góða helgi.. Stína USA
Þetta er erfitt að heyra elsku Vigdís, hugsa til ykkar...
Virkilega leitt að heyra þetta. Mínar hlýjustu kveðjur og njótið Berlínar, frábær borg og kemur vel á óvart.
Elsku dúllur, við höfum hugsað mikið til ykkar síðustu daga. Mig langaði mest að koma til DK og gefa ykkur stórt knús. Maður verður bara orðlaus við svona fréttir.....og svo koma tár við að lesa svona fallegar kveðjur frá góðum vinum.
Reynið að vera jákvæð og hlúa vel að hvort öðru....heyrumst
hæ elskur, virkilega frábært hjá ykkur að skella ykkur á svona hjónaferð, verður örugglega gaman, og Berlín, hljómar mjög spennó.
Það verður stuð hjá Heiðu, hehe
Kveðja, Ösp og alles
Við á Sallingsundvej erum búin að vera að hugsa mikið til ykkar. Þetta eru ótrúlega leiðinlegar fréttir. Gott hjá ykkur að skella ykkur til Berlínar. Það er gott að fá að vera aðeins tvö ein á svona erfiðum tíma.
Gott hjá ykkur að drífa ykkur bara til útlanda. Ég er alveg að meta svona knús-ferðir.
Þarf svo að fara heyra betur í ykkur, búinn að sakna ykkar mikið mikið.
Við erum búin að hugsa stöðugt til ykkar og þykir leitt hvernig þetta fór. Vorum búin að eiga góðan tíma með ykkur í Köben og halda upp á tímamótin í afmælinu henna Sóldísar Maríu. Eru samfærð um að betur gangi næst.
Góða ferð til Berlínar.
Saknaðarkveðjur frá Tryggva, Ágústu og Röggu frænku
Skrifa ummæli