Miki
Fyrir bráðum 4 árum tók ég mér frí frá skólanum og fór til Ítalíu.
Ég gerði þetta þar sem ég var komin með skólaleiða og var að glíma við þunglyndi.
Flestir hafa heyrt mig tala um geitabóndann minn, Michele Ratti, eða Miki eins og hann er oftast kallaður. Ég bjó hjá honum í tæpar 3 vikur og skottaðist upp og niður fjallshlíðar með honum ásamt 20 geitum, hundi og einni kú. Á kvöldin gerðum við svo geitaosta úr mjólkinni sem hann handmjólkaði yfir daginn.
Hann er magnaður maður og hjálpaði mér mikið. Hann hefur sérstakar skoðanir og fær mann til að hugsa og endurmeta það sem maður hefur og ekki hefur.
Heimurinn væri betri ef það væru fleirri Miki-ar á ferðinni.
Myndbrot með Michele Ratti
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli