sunnudagur, ágúst 05, 2007

Danskt sumar

Ahhh það er loksins komið sumar í dk.
Var að því tilefni farið á Paradis og keyptar 3 kúlur, jarðaberja, melónu og svo auðvitað Stracciatella, sem er náttúrulega nauðsynlegur þegar farið er á Paradis.
Röltum svo í gegnum Christianiu með Heiðu stóru systir. Mmmm dk líf.

Heimsóttum Heiðu í nýju íbúðina. Hún er ekkert smá fín og er án djóks 50 m frá aðalinngangi Christianiu. Fengum þennan fína brunch og röltum um hverfið. Vá hvað ég væri til í að búa á þessu svæði. Christianshavn er ekkert smá flott hverfi.

Héldum upp á afmælið hennar Sóldísar í gær. Var voða huggulegt. Skvísan fékk fullt af kjólum og bókum, enda alsæl með daginn.

Engin ummæli: