föstudagur, mars 30, 2007

Vorið er komið

Vorboðinn ljúfi í Danmörku er kominn. En það er ekki Lóan heldur rónar. Jújú allir mættir á sinn stað og á sína bekki með sinn bjór og eitt stykki hund hver.
Við Eiki fórum í göngutúr seinni partinn í gær um Vesturbro á ónefndan ísstað. Og við sáum fleirri róna í þeirri ferð en við erum búin að sjá í allan vetur. Það þýðir bara eitt. Það er komið vor.

5 ummæli:

Tinna sagði...

hehe...þá vil ég nú frekar hafa lóu á hverjum bekk.

Það er líka komið vor á Íslandi...ég er komin með bikinifar og freknur:)

Binna sagði...

skemmtilegur vorboði!!

Heiðbjört og Ingi Freyr sagði...

ég veit ekki hvar þetta vor þitt er Tinna, en þá á nú að hitna svolítið um helgina. Ein von góð

Nafnlaus sagði...

Þeir eru nú reyndar vorboðar hér líka þessar elskur a.m.k. á bekknum við Ráðhúsið

Tinna sagði...

Jú Heiðbjört, vorið er nefnilega komið í Árbæjarsundlauginni;)