föstudagur, ágúst 31, 2007

Draumar

Ótrúlegt hvað draumar geta haft mikil áhrif á mann yfir daginn.
Í morgun vaknaði ég hlæjandi. Mig dreymdi yndislegan draum og var svo hamingjusöm á því augnabliki sem ég vaknaði að það er búið að fylgja mér í allan dag. Ætla ekki að fara í neina detaila með drauminn, ef fólk á ekki að æla úr væmni.
En ég vaknaði hlæjandi og var með eitt stórt bros í morgun... og það hefur varla farið af mér síðan.
Hlakka til seinni partinn þegar Eiki kemur úr vinnunni og Sóldís úr Vuggestuen.

En þangað til bíður mín ritgerð.

1 ummæli:

Tinna sagði...

Veit svo hvað þú meinar. Ég man alltaf draumana mína þegar ég vakna og þeir geta alveg bjargað deginum og reyndar eyðilagt hann líka. Sem betur fer eru þeir oftast góðir.