Já stutt var það
Jæja enn ein Íslandsförin að baki og auðvitað hitti ég ekki nærri því alla og allt of stutt þessa sem ég hitti. Þannig er þetta eiginlega alltaf.
En í sumar kem ég heim í mánuð og Eiki í 2 vikur og vonandi náum við að hitta fleirri.
Ísland var gott. Fannst ekki eins erfitt að kveðja Örnu og ég var búin að ímynda mér en held það sé vegna þess ég er alltaf að kveðja hana og við búum hvort sem er í sitt hvoru landinu fyrir. En var með smá hnút í maganum fyrir hennar hönd. Allt svo nýtt og öðruvísi framundan. Ji þetta verður örugglega rosalega gaman.
Nokkrar heimsóknir teknar. Þó aðallega til aldraðra ættmenna. Kringlan tekin 2-3 sinnum og Bragðarrefur með jarðaberum, bananstöng og þrist líka tekinn 2-3 sinnum :o)
Fór í geðveikt partý á laugardeginum. Hópsöngur og læti allt kvöldið. Við eigum svo skemmtilega vini :o) Arna var driver og var hún ekki alveg eins spennt yfir þessu partýi og við hin. Held það vanti tæp 10 ár í það :o)
Var svo hálfveik síðasta daginn og var mest spæld yfir að komast ekki og sjá alla þessa skemmtilegu vini á sviði... bara næst.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
við hittumst nátturlega aldrei á klakanum!!
Í sumar.. :)
það var virkilega gaman að fá þig, bæði í partýið og svo í mat daginn eftir!!
Endurtökum leikinn þegar Eiki kemur á klakann.
Skrifa ummæli