þriðjudagur, september 25, 2007

Berlin

Stóð fyrir sínu. Við gistum í æðislegu hverfi sem heitir Prenzlauer Berg og borðuðum rosalega mikið af góðum og ódýrum mat. Gæti alveg búið þarna. Við gerðum lítið af túristahlutum, ráfuðum aðallega milli kaffihúsa og garða.

Annars er maður bara á fullu í skólanum. Keisari á kú á morgun.
Gunna vinkona var í Køben um helgina og var huggað.
Og svo eru ma og pa að koma á morgun og það verður æði líka. Hlakka líka svo til að Sóldís hitti þau því hún er oft að tala um ömmur og afa á Íslandinu.

1 ummæli:

Heiðbjört og Ingi Freyr sagði...

Verð nú að fara að heyra í þér og fá tipsa. Ég og Ingi erum að fara til Berlin í helgarferð með Trausta og Bergþóru.
Hlakka geggjað til það tala allir svo vel um Berlin