fimmtudagur, desember 27, 2007

Jólakortin

Í dag fengum við 5 jólakort. Fólk hefur verið eitthvað seint á ferðinni.
Reyndar voru 3 af þeim of sein af því að það vantaði "2 tv" á umslagið. Já þetta getur verið flókið.
En hvað er málið með að stíla öll kort á Eika? Eiríkur Steinn Búason og fjöl. Ótrúlegasta fólk sem hefur gert það... meira að segja alnafna mín og amma, sem hefur hitt Eika max 2 sinnum. Kannski finnst henni jafn kjánalegt og ég að stíla kortið á Frú Vigdís Tryggvadóttir og fjöl.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vigdís!!
Þú VERÐUR VERÐUR VERÐUR að sjá mynd sem heitir "Once" með söngvara sem heitir Glen Hansard of Marketa Irglova, bara hreint út SNILLDARtónlist, svo falleg !!!
Láttu mig vita hvað þér finnst :=)

Lilja sagði...

Við fengum einmitt líka 5 jólakort í gær. 95% af kortunum okkar var líka merkt "Eyjólfur Reynisson og fjölskylda". Eyjó þykist eiga þau öll og segir mig fá engin kort í ár, samt var þetta frá vinkonum mínum sem þekkja mig mikið betur en hann. Furðulegt. Á næsta ári ætla ég að merkja öll kortin konunum, þrátt fyrir að ég hafi ekki einu sinni hitt þær!