miðvikudagur, apríl 11, 2007

Kisan

Kisan mín er að fara til æxlunarfærasérfræðings á morgun. Jújú, þrátt fyrir að hún hafi verið geld fyrir ca. einum og hálfum mánuði er mín ennþá að breima. Auk þess er hún með aukin brjóstvef og greinilegt hormónaójafnvægi. Sónar, blóðprufur og annað bíður hennar og ekki nóg með það þá þarf hún að vera fastandi, þar sem við þurfum að deyfa hana vegna hversu crazy hún verður á spítalanum.
Hlakka ekkert rosa til en samt pínku spennandi.

En einn útúrdúr. Dýralæknirinn heitir Gry. GRY! Þetta er ljótasta nafn sem ég veit um. Sérstaklega þegar það er sagt með sterkum dönskum hreim. Grrrrruujjj. Oj

3 ummæli:

Binna sagði...

ææ, greyið kisa. ;(

SGFJ sagði...

Auðvita er hún með aukin brjóstvef og greinilegt hormónaójafnvægi. Hver hefði ekki getað séð það.

Nafnlaus sagði...

Greyið kisa, ég vona að það hafi gengið vel.

En Gry er nú ekki alveg versta nafnið, Bo og Ib er nú verra ha ha ha danir og nöfn.

Kær kveðja Maríanna