mánudagur, janúar 08, 2007

Löt í blogginu enda brjálað að gera.
Get ekki beðið eftir að mamma kemur þann 18. að hjálpa. Endalaust þakklát fyrir.

Dagarnir fara nú lítið annað en í lærdóm. Eiki er í skólanum allan daginn og ég uppi á 11. hæð í lessalnum. Sæki Sóldísi og svo þegar Eiki kemur heim næ ég kannski klukkutíma fyrir kvöldmat í lestri og svo erum við bæði farin að læra aftur þegar skvísan er sofnuð. Ég fór einmitt upp að lesa á laugardagskvöldinu og hitti eina þar sem ég kannast við. Við vorum sammála því að það væri gott merki að það væri brjálað að gera þegar maður situr uppi í lessal á laugardagskvöldi. En þetta er bara tímabil.

Heimska vikunnar á ég þó. Þegar ég sauð mér vatn og skellti í hitakönnu ásamt tepoka. Kvaddi Eika og Sóldísi og skellti mér í lyftuna til að fara á 11. hæðina. Svo þegar ég var svona hálfnuð ákvað ég í einhverju hugsunarleysi að fá mér einn gúllara af tei.
Note to self: Ekki taka stóran sopa af nýsoðnu vatni.
Teinu var snögglega skilað á lyftugólfið. Gat ekki drukkið neitt í marga klukkutíma á eftir. Tungan er enn bólgin og helaum.
Rugl
Jæja pásan búin

1 ummæli:

Tinna sagði...

Ég stakk líka einu sinni putta í sjóðandi heitan lifrapylsukepp...var reyndar 2ja ára og mjög svöng.

Vona þú sért orðin skárri í tungunni og gangi þér vel að læra...þú rúllar þessu.