Að taka hrósi
Jæja núna er praktíkin á spítalanum fyrir minni húsdýr lokið. Þetta er búið að vera ekkert smá gaman en ógeðslega erfitt.
En í gær þá fékk ég rosa hrós frá kennaranum sem var með okkur síðustu vikuna. Hún sagði að ég hafi staðið upp úr í hópnum mínum. Var alltaf undibúin og tilbúin að takast á við hlutina. Ekki amarlegt það.
En af hverju þarf ég alltaf að verða eins og auli þegar fólk er að hrósa mér? Roðna, stama og fer alltaf að snúa út úr. Verð að æfa mig betur í þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
já það sko kúnst að taka hrósi, láttu mig vita þegar þú hefur fundið leiðina. Annars kemur mér ekkert á óvart að þú standir þig vel í náminu...mér hefur alltaf fundist þú vera ,,ógisslega" klár.
það er nú betra en ég...
Ég æli bara.
Óþolandi þessi hrós.
:o)
til hamingju með þetta - það er svo hvetjandi að fá svona hrós gott fyrir egóið! kv. Gunna
Skrifa ummæli