fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Fokkings Danskt Tv!

Vitiði að ég hata danskt sjónvarp... fyrir utan alla vibba Reality þættina sem by the way eru flestir grút leiðinlegir en hættulegri en heróín, þá eru örfáir góðir þættir til að horfa á. Minn uppáhalds þáttur er CSI og er hann alltaf sýndur á þriðjudögum kl. 22. Það er nefnilega nýfarið að sýna nýja seríu, þannig búið að vera veisla síðustu 3-4 vikur. Svo í gær settist ég spennt fyrir framan skjáinn, því það var ýkt spennandi í síðasta þætti og ég varð að sjá framhaldið. Eeeennnnn...nnneeeiiii.... sína þeir þá ekki fokkings gamlan þátt! Hvað er það? Sko nýja serían er pottþétt ekki búin. Óþolandi, eru allir á fylleríi á dönskum sjónvarpsstöðvum. Ég vildi að ég gæti sagt að þetta væri í fyrsta skipti... en þetta er ALLTAF að gerast. CSI, Sex and the City, Raymond, Friends .. u name it.
Og svo ekki nóg með það að þeir ruglist í röðinni að þá þegar serían klárast og allt bú, þá dettur þeim ekki í hug að sýna eitthvað annað...nnnneeeeiiiii Það er bara byrjað aftur á fyrstu seríunni. Ég get svo svarið fyrir það að ég held að það sé búið að sýna Spin City frá A-Ö svona 6 sinnum og Fraiser svona 5 sinnum síðan ég fór að fylgjast eitthvað með sjónvarpi hérna haustið 2001.. og ég er ekki að ýkja! Sama gildir um Sex and the City, Raymond, Will og Grace og jú og svo auðvitað CSI. Þá er ég ekki að meina að þeir endursýni klukkan 17 á virkum dögum, heldur alltaf á sama tíma og þeir voru vanir að sýna þættina......
Come on er þetta í lagi?

Engin ummæli: