fimmtudagur, nóvember 20, 2003

vikan sem er að líða....

...vitiði maður á slæma viku og svo á maður slæma viku.
Í stuttu máli. Fékk mígreniskast dauðans á þriðjudag og er í dag fimmtudag ennþá með hausverk. Fór til læknis. Hún sagði að þetta gæti gerst öðru hvoru ef maður fær slæmt kast. Og svo gaf hún mér lyf sem hún átti. Sem ég tók og virkaði ekki. Kíkti á pakkann og er ætluð fyrir börn og því 50% daufari. Og ekki það að ég geti tekið tvöfaldann skammt því þetta er svona einnota nefsprey. Alla vega er skárri í dag en í gær og vona að ég geti farið í skólann á morgun til að rækta bakteríur og svampa.

fokk
og til að bæta ofan á allt saman sýna þeir gamlan þátt af Sex and the City

Engin ummæli: